Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2025 20:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Viktor Freyr Utanríkisráðherra segir vont til þess að hugsa að Rússar fái landsvæði í Úkraínu gegn vopnahléi. Hún treystir Bandaríkjaforseta til að koma á vopnahléi, en það sé mikilvægt að tryggður verði langvarandi friður á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands verða að fela í sér skiptingu á landsvæðum. Trump fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir sex daga, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist ekki ætla að fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa, en Pútín hafnaði tillögu um að Selenskí sæti fundinn. Staðan mjög erfið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það ekki eingöngu þurfa vopnahlé, heldur langvarandi frið. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af því að Rússar geti haldið áfram sínu glórulausa framferði, en það breytir ekki því að staðan er mjög erfið. Það skiptir mestu máli að ná fram vopnahléi. Ég vona að Bandaríkjastjórn noti þungann og vigtina, sem hún hefur í þessu máli, á þann veg að við horfum fram á betri tíð á þessu svæði, vopnahlé og að alþjóðalög séu virt,“ segir Þorgerður. Hæfilega bjartsýn Hún segir langt í land, en vonast til þess að fundur Trump og Pútín á föstudag skili árangri. „Bandaríkjaforseti getur náð mjög miklu fram og hefur verið að ná, að mínu mati, mjög góðum árangri. Eins og milli Asera og Armena, mikilvæg skref tekin þar. Líka hvernig var gengið á milli deilu Indverja og Pakistana. Það er mjög mikið hægt, þar liggur vigtin og ég ætla að leyfa mér að vera mjög hæfilega bjartsýn,“ segir Þorgerður. Er það súrt er Rússar fá á endanum eitthvað fyrir sinn snúð? „Tja, hvað finnst þér? Finnst þér rétt að ríki geti farið inn í önnur ríki með ofbeldi, árásum og hernaði? Látið þennan djöfulgang ganga fyrir sig í fjögur til fimm ár og síðan tekið ákveðna sneið? Mér þætti það súrt, en á móti kemur að sagan sýnir okkur að stundum þarf að fara og skoða hluti sem manni finnst erfiðir,“ segir Þorgerður. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands verða að fela í sér skiptingu á landsvæðum. Trump fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir sex daga, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist ekki ætla að fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa, en Pútín hafnaði tillögu um að Selenskí sæti fundinn. Staðan mjög erfið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það ekki eingöngu þurfa vopnahlé, heldur langvarandi frið. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af því að Rússar geti haldið áfram sínu glórulausa framferði, en það breytir ekki því að staðan er mjög erfið. Það skiptir mestu máli að ná fram vopnahléi. Ég vona að Bandaríkjastjórn noti þungann og vigtina, sem hún hefur í þessu máli, á þann veg að við horfum fram á betri tíð á þessu svæði, vopnahlé og að alþjóðalög séu virt,“ segir Þorgerður. Hæfilega bjartsýn Hún segir langt í land, en vonast til þess að fundur Trump og Pútín á föstudag skili árangri. „Bandaríkjaforseti getur náð mjög miklu fram og hefur verið að ná, að mínu mati, mjög góðum árangri. Eins og milli Asera og Armena, mikilvæg skref tekin þar. Líka hvernig var gengið á milli deilu Indverja og Pakistana. Það er mjög mikið hægt, þar liggur vigtin og ég ætla að leyfa mér að vera mjög hæfilega bjartsýn,“ segir Þorgerður. Er það súrt er Rússar fá á endanum eitthvað fyrir sinn snúð? „Tja, hvað finnst þér? Finnst þér rétt að ríki geti farið inn í önnur ríki með ofbeldi, árásum og hernaði? Látið þennan djöfulgang ganga fyrir sig í fjögur til fimm ár og síðan tekið ákveðna sneið? Mér þætti það súrt, en á móti kemur að sagan sýnir okkur að stundum þarf að fara og skoða hluti sem manni finnst erfiðir,“ segir Þorgerður.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira