Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Agnar Már Másson skrifar 11. ágúst 2025 14:49 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst þungum áhyggjum af meintri glæpaöldu í Washington eftir að ráðist var á fyrrverandi starfsmann D.O.G.E. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu. „Við ætlum að endurheimta höfuðborgina okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í dag og er hann tilkynnti að hann hefði virkjað lagaákvæði sem setji lögregluna undir stjórn alríkisins. Í gær hét forsetinn því að fjarlæga heimilislausa úr höfuðborginni og fangelsa glæpamenn. Muriel Bowser, borgarstjóri úr röðum demókrata, hafði þó bent á á að engin sérstök aukning á glæpatíðni ætti sér stað í Washington. Forsetinn sagði Bowser hafa fengið gnótt tækifæra til að taka á málum og virðist hóta því undir rós að taka fram fyrir hendurnar á henni með boðuðum aðgerðum. Ný tölfræði sem Newsweek greindi frá í síðustu viku sýnir að dregið hafi úr tíðni alvarlegra glæpa milli 2023 og 2024 en vissulega hefur glæpatíðni síðustu fimm ára verið sú hæsta síðan 2008. Sér til rökstuðnings á fundinum benti Trump á að morðtíðni væri hærri í Washington heldur en í Bógota, Panamaborg og fleiri stöðum. „Gera höfuðborgina frábæra á ný“ Yfirlýsingar Trumps koma í framhaldi af því að ráðist var á hinn nítján ára Edward „big balls“ Coristine, einn þekktari meðlima niðurskurðarsveitar (DOGE) Elons Musks fyrir rúmri viku síðan. Tveir fimmtán ára drengir voru handteknir í tengslum við líkamsárásina sem virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á forsetanum, sem segir nú þvert á allar tölur að glæpir séu á feiknaflugi í höfuðborginni. New York Times segjast hafa heimildir fyrir því að Trump muni senda hundruð þjóðvarðaliða til Washington sem hluta af átaki sínu um að draga úr glæpum í borginni. Í færslu á Truth Social í morgun skrifaði Trump að hann vilji „GERA HÖFUÐBORG OKKAR FRÁBÆRA Á NÝ“, eins og svo margt annað. Þrátt fyrir að glæpatíðni fari minnkandi í borginni hefur Bandaríkjaforsetinn haldið því fram að hún sé „farin gjörsamlega úr böndunum.“ „Hreinsa götur“ Í aðdraganda fundarins hafði Kristi L. Noem, forstjóri hjá heimavörnum Bandaríkjanna, tilkynnt á Truth social að fulltrúar Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (I.C.E) og tollsins hafi verið ræstir út í borginni til að „hjálpa við að hreinsa götur“ höfuðborgarinnar. Reuters hafði greint frá því í morgun að til greina kæmi að senda þjóðvarðliða til borgarinnar en starfsmaður ráðuneytisins segir við Times að þeir muni ekki hafa heimild til að handtaka fólk heldur muni þeir styðja við lögregluna. Auk þess sagðist New York Times hafa heimildir fyrir því að 120 fulltrúar alríkislögreglunnar, FBI, yrðu tímabundið settir á næturvaktir í Washington. Í sumar ræsti Trump út tæplega fimm þúsund þjóðvarðliða í Los Angeles til þess að stöðva mótmæli gegn handtökuherferð I.C.E., í Kaliforníu. Enn eru um 250 þjóðvarðliðar í borginni vegna málsins. Á fyrra kjörtímabili sínu ræsti Trump út þjóðvarðliða til að stöðva mótmæli í Black Lives Matter-mótmælabylgjunni í Bandaríkjunum 2020. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
„Við ætlum að endurheimta höfuðborgina okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í dag og er hann tilkynnti að hann hefði virkjað lagaákvæði sem setji lögregluna undir stjórn alríkisins. Í gær hét forsetinn því að fjarlæga heimilislausa úr höfuðborginni og fangelsa glæpamenn. Muriel Bowser, borgarstjóri úr röðum demókrata, hafði þó bent á á að engin sérstök aukning á glæpatíðni ætti sér stað í Washington. Forsetinn sagði Bowser hafa fengið gnótt tækifæra til að taka á málum og virðist hóta því undir rós að taka fram fyrir hendurnar á henni með boðuðum aðgerðum. Ný tölfræði sem Newsweek greindi frá í síðustu viku sýnir að dregið hafi úr tíðni alvarlegra glæpa milli 2023 og 2024 en vissulega hefur glæpatíðni síðustu fimm ára verið sú hæsta síðan 2008. Sér til rökstuðnings á fundinum benti Trump á að morðtíðni væri hærri í Washington heldur en í Bógota, Panamaborg og fleiri stöðum. „Gera höfuðborgina frábæra á ný“ Yfirlýsingar Trumps koma í framhaldi af því að ráðist var á hinn nítján ára Edward „big balls“ Coristine, einn þekktari meðlima niðurskurðarsveitar (DOGE) Elons Musks fyrir rúmri viku síðan. Tveir fimmtán ára drengir voru handteknir í tengslum við líkamsárásina sem virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á forsetanum, sem segir nú þvert á allar tölur að glæpir séu á feiknaflugi í höfuðborginni. New York Times segjast hafa heimildir fyrir því að Trump muni senda hundruð þjóðvarðaliða til Washington sem hluta af átaki sínu um að draga úr glæpum í borginni. Í færslu á Truth Social í morgun skrifaði Trump að hann vilji „GERA HÖFUÐBORG OKKAR FRÁBÆRA Á NÝ“, eins og svo margt annað. Þrátt fyrir að glæpatíðni fari minnkandi í borginni hefur Bandaríkjaforsetinn haldið því fram að hún sé „farin gjörsamlega úr böndunum.“ „Hreinsa götur“ Í aðdraganda fundarins hafði Kristi L. Noem, forstjóri hjá heimavörnum Bandaríkjanna, tilkynnt á Truth social að fulltrúar Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (I.C.E) og tollsins hafi verið ræstir út í borginni til að „hjálpa við að hreinsa götur“ höfuðborgarinnar. Reuters hafði greint frá því í morgun að til greina kæmi að senda þjóðvarðliða til borgarinnar en starfsmaður ráðuneytisins segir við Times að þeir muni ekki hafa heimild til að handtaka fólk heldur muni þeir styðja við lögregluna. Auk þess sagðist New York Times hafa heimildir fyrir því að 120 fulltrúar alríkislögreglunnar, FBI, yrðu tímabundið settir á næturvaktir í Washington. Í sumar ræsti Trump út tæplega fimm þúsund þjóðvarðliða í Los Angeles til þess að stöðva mótmæli gegn handtökuherferð I.C.E., í Kaliforníu. Enn eru um 250 þjóðvarðliðar í borginni vegna málsins. Á fyrra kjörtímabili sínu ræsti Trump út þjóðvarðliða til að stöðva mótmæli í Black Lives Matter-mótmælabylgjunni í Bandaríkjunum 2020.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira