Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Agnar Már Másson skrifar 11. ágúst 2025 14:49 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst þungum áhyggjum af meintri glæpaöldu í Washington eftir að ráðist var á fyrrverandi starfsmann D.O.G.E. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu. „Við ætlum að endurheimta höfuðborgina okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í dag og er hann tilkynnti að hann hefði virkjað lagaákvæði sem setji lögregluna undir stjórn alríkisins. Í gær hét forsetinn því að fjarlæga heimilislausa úr höfuðborginni og fangelsa glæpamenn. Muriel Bowser, borgarstjóri úr röðum demókrata, hafði þó bent á á að engin sérstök aukning á glæpatíðni ætti sér stað í Washington. Forsetinn sagði Bowser hafa fengið gnótt tækifæra til að taka á málum og virðist hóta því undir rós að taka fram fyrir hendurnar á henni með boðuðum aðgerðum. Ný tölfræði sem Newsweek greindi frá í síðustu viku sýnir að dregið hafi úr tíðni alvarlegra glæpa milli 2023 og 2024 en vissulega hefur glæpatíðni síðustu fimm ára verið sú hæsta síðan 2008. Sér til rökstuðnings á fundinum benti Trump á að morðtíðni væri hærri í Washington heldur en í Bógota, Panamaborg og fleiri stöðum. „Gera höfuðborgina frábæra á ný“ Yfirlýsingar Trumps koma í framhaldi af því að ráðist var á hinn nítján ára Edward „big balls“ Coristine, einn þekktari meðlima niðurskurðarsveitar (DOGE) Elons Musks fyrir rúmri viku síðan. Tveir fimmtán ára drengir voru handteknir í tengslum við líkamsárásina sem virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á forsetanum, sem segir nú þvert á allar tölur að glæpir séu á feiknaflugi í höfuðborginni. New York Times segjast hafa heimildir fyrir því að Trump muni senda hundruð þjóðvarðaliða til Washington sem hluta af átaki sínu um að draga úr glæpum í borginni. Í færslu á Truth Social í morgun skrifaði Trump að hann vilji „GERA HÖFUÐBORG OKKAR FRÁBÆRA Á NÝ“, eins og svo margt annað. Þrátt fyrir að glæpatíðni fari minnkandi í borginni hefur Bandaríkjaforsetinn haldið því fram að hún sé „farin gjörsamlega úr böndunum.“ „Hreinsa götur“ Í aðdraganda fundarins hafði Kristi L. Noem, forstjóri hjá heimavörnum Bandaríkjanna, tilkynnt á Truth social að fulltrúar Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (I.C.E) og tollsins hafi verið ræstir út í borginni til að „hjálpa við að hreinsa götur“ höfuðborgarinnar. Reuters hafði greint frá því í morgun að til greina kæmi að senda þjóðvarðliða til borgarinnar en starfsmaður ráðuneytisins segir við Times að þeir muni ekki hafa heimild til að handtaka fólk heldur muni þeir styðja við lögregluna. Auk þess sagðist New York Times hafa heimildir fyrir því að 120 fulltrúar alríkislögreglunnar, FBI, yrðu tímabundið settir á næturvaktir í Washington. Í sumar ræsti Trump út tæplega fimm þúsund þjóðvarðliða í Los Angeles til þess að stöðva mótmæli gegn handtökuherferð I.C.E., í Kaliforníu. Enn eru um 250 þjóðvarðliðar í borginni vegna málsins. Á fyrra kjörtímabili sínu ræsti Trump út þjóðvarðliða til að stöðva mótmæli í Black Lives Matter-mótmælabylgjunni í Bandaríkjunum 2020. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
„Við ætlum að endurheimta höfuðborgina okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í dag og er hann tilkynnti að hann hefði virkjað lagaákvæði sem setji lögregluna undir stjórn alríkisins. Í gær hét forsetinn því að fjarlæga heimilislausa úr höfuðborginni og fangelsa glæpamenn. Muriel Bowser, borgarstjóri úr röðum demókrata, hafði þó bent á á að engin sérstök aukning á glæpatíðni ætti sér stað í Washington. Forsetinn sagði Bowser hafa fengið gnótt tækifæra til að taka á málum og virðist hóta því undir rós að taka fram fyrir hendurnar á henni með boðuðum aðgerðum. Ný tölfræði sem Newsweek greindi frá í síðustu viku sýnir að dregið hafi úr tíðni alvarlegra glæpa milli 2023 og 2024 en vissulega hefur glæpatíðni síðustu fimm ára verið sú hæsta síðan 2008. Sér til rökstuðnings á fundinum benti Trump á að morðtíðni væri hærri í Washington heldur en í Bógota, Panamaborg og fleiri stöðum. „Gera höfuðborgina frábæra á ný“ Yfirlýsingar Trumps koma í framhaldi af því að ráðist var á hinn nítján ára Edward „big balls“ Coristine, einn þekktari meðlima niðurskurðarsveitar (DOGE) Elons Musks fyrir rúmri viku síðan. Tveir fimmtán ára drengir voru handteknir í tengslum við líkamsárásina sem virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á forsetanum, sem segir nú þvert á allar tölur að glæpir séu á feiknaflugi í höfuðborginni. New York Times segjast hafa heimildir fyrir því að Trump muni senda hundruð þjóðvarðaliða til Washington sem hluta af átaki sínu um að draga úr glæpum í borginni. Í færslu á Truth Social í morgun skrifaði Trump að hann vilji „GERA HÖFUÐBORG OKKAR FRÁBÆRA Á NÝ“, eins og svo margt annað. Þrátt fyrir að glæpatíðni fari minnkandi í borginni hefur Bandaríkjaforsetinn haldið því fram að hún sé „farin gjörsamlega úr böndunum.“ „Hreinsa götur“ Í aðdraganda fundarins hafði Kristi L. Noem, forstjóri hjá heimavörnum Bandaríkjanna, tilkynnt á Truth social að fulltrúar Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (I.C.E) og tollsins hafi verið ræstir út í borginni til að „hjálpa við að hreinsa götur“ höfuðborgarinnar. Reuters hafði greint frá því í morgun að til greina kæmi að senda þjóðvarðliða til borgarinnar en starfsmaður ráðuneytisins segir við Times að þeir muni ekki hafa heimild til að handtaka fólk heldur muni þeir styðja við lögregluna. Auk þess sagðist New York Times hafa heimildir fyrir því að 120 fulltrúar alríkislögreglunnar, FBI, yrðu tímabundið settir á næturvaktir í Washington. Í sumar ræsti Trump út tæplega fimm þúsund þjóðvarðliða í Los Angeles til þess að stöðva mótmæli gegn handtökuherferð I.C.E., í Kaliforníu. Enn eru um 250 þjóðvarðliðar í borginni vegna málsins. Á fyrra kjörtímabili sínu ræsti Trump út þjóðvarðliða til að stöðva mótmæli í Black Lives Matter-mótmælabylgjunni í Bandaríkjunum 2020.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira