Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2025 10:28 Lögregluþjónar í þingsal í Texas í gær. Þeir hafa fylgt þingmönnum Demókrataflokksins eftir. AP/Eric Gay Demókratar á ríkisþingi í Texas sneru aftur heim í gærkvöldi og þurfa nú að sæta eftirliti lögregluþjóna, svo þeir flýi ekki aftur og svo Repúblikanar geti gert mjög umdeildar breytingar á kjördæmum ríkjanna. Rúmlega fimmtíu ríkisþingmenn Demókrataflokksins höfðu flúið Texas til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu samþykkt frumvarp um breytt kjördæmi í ríkinu sem markvisst er ætlað að fækka kjördæmum sem Demókratar þykja líklegir til að sigra í og þar með fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um fimm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur þrýst á Repúblikana í fleiri ríkjum að gera svipaðar breytingar, með því markmið að bæta stöðu flokksins fyrir þingkosningar á næsta ári og tryggja að Demókratar nái ekki meirihluta í fulltrúadeildinni, eins og hefur oft gerst í þingkosningum á miðju kjörtímabili forseta. Demókratar hafa hótað því að grípa til sambærilegra aðgerða í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn en Repúblikanar hafa yfirhöndina. Eftir að þingmennirnir flúðu Texas gáfu Repúblikanar út handtökuskipanir á hendur þeim og reyndu að bola minnst einum þingmanni úr sæti sínu, svo eitthvað sé nefnt. Sérstökum þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, kallaði til lauk á föstudaginn og sneru margir af Demókrötunum því aftur í gær, samkvæmt Texas Tribune. Nógu margir til að hægt væri að kalla saman þing á nýjan leik en hundrað þingmenn af 150 þarf til að þingfundur sé lögmætur. Abbott kallaði þá strax þingmenn saman aftur og greip til aðgerða til að koma í veg fyrir að Demókratar geti flúið á nýjan leik. Stuðningsmenn Demókrata fögnuðu þeim í gær.AP/Stephen Spillman Meðal annars er þeim fylgt eftir af lögregluþjónum í þinghúsinu og þeir hafa einnig verið þvingaðir til að samþykkja eftirlit, vilji þeir fara út úr þingsal. Einn þingmaður neitaði, samkvæmt AP fréttaveitunni, og var í þingsal í alla nótt. Lögregluþjónar hafa beðið eftir þingmönnum fyrir utan skrifstofur þeirra og einn segir lögregluþjón, sem hafði varið mestum deginum á sófa inn á skrifstofu hennar, hafa elt hana heim. Hann elti hana líka í hádegismat og fylgdi henni eftir þegar hún fór á klósettið. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Rúmlega fimmtíu ríkisþingmenn Demókrataflokksins höfðu flúið Texas til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu samþykkt frumvarp um breytt kjördæmi í ríkinu sem markvisst er ætlað að fækka kjördæmum sem Demókratar þykja líklegir til að sigra í og þar með fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um fimm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur þrýst á Repúblikana í fleiri ríkjum að gera svipaðar breytingar, með því markmið að bæta stöðu flokksins fyrir þingkosningar á næsta ári og tryggja að Demókratar nái ekki meirihluta í fulltrúadeildinni, eins og hefur oft gerst í þingkosningum á miðju kjörtímabili forseta. Demókratar hafa hótað því að grípa til sambærilegra aðgerða í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn en Repúblikanar hafa yfirhöndina. Eftir að þingmennirnir flúðu Texas gáfu Repúblikanar út handtökuskipanir á hendur þeim og reyndu að bola minnst einum þingmanni úr sæti sínu, svo eitthvað sé nefnt. Sérstökum þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, kallaði til lauk á föstudaginn og sneru margir af Demókrötunum því aftur í gær, samkvæmt Texas Tribune. Nógu margir til að hægt væri að kalla saman þing á nýjan leik en hundrað þingmenn af 150 þarf til að þingfundur sé lögmætur. Abbott kallaði þá strax þingmenn saman aftur og greip til aðgerða til að koma í veg fyrir að Demókratar geti flúið á nýjan leik. Stuðningsmenn Demókrata fögnuðu þeim í gær.AP/Stephen Spillman Meðal annars er þeim fylgt eftir af lögregluþjónum í þinghúsinu og þeir hafa einnig verið þvingaðir til að samþykkja eftirlit, vilji þeir fara út úr þingsal. Einn þingmaður neitaði, samkvæmt AP fréttaveitunni, og var í þingsal í alla nótt. Lögregluþjónar hafa beðið eftir þingmönnum fyrir utan skrifstofur þeirra og einn segir lögregluþjón, sem hafði varið mestum deginum á sófa inn á skrifstofu hennar, hafa elt hana heim. Hann elti hana líka í hádegismat og fylgdi henni eftir þegar hún fór á klósettið.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira