Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2025 06:47 Lavrov sagði í gær að það kæmi ekkert annað til greina en að Rússar og Kínverjar kæmu að því að tryggja öryggi Úkraínu. Getty Stjórnvöld í Rússlandi vilja eiga aðkomu að því að tryggja öryggi Úkraínu til framtíðar, eftir að hafa staðið fyrir stöðugum árásum á landið frá því að þeir gerðu innrás í febrúar 2022. Utanríkisráðherran Sergei Lavrov sagði í gær að Rússar myndu ekki sætta sig við að hermenn frá öðrum Evrópuríkjum yrðu sendir til Úkraínu til að tryggja öryggi landsins, heldur vildu Rússar taka aftur til skoðunar miðlunartillögur frá 2022. Þær fólu meðal annars í sér að Rússar og Kínverjar myndu koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, í einhvers konar samstarfi við Evrópuríkin. Lavrov segir allar aðrar hugmyndir gjörsamlega óásættanlegar. Reuters hefur eftir heimildarmönnum að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viku síðan gert kröfu um að Úkraínumenn láti Donbas af hendi og heiti því að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið. Þá á hann að hafa krafist þess að hermenn bandalagsríkja Úkraínu yrðu ekki sendir þangað í öryggisskyni. Heimildarmennirnir segja Pútín þannig hafa slegið af kröfum sínum, það er að segja að hann sækist nú aðeins eftir því að fá héruðin Donetsk og Luhansk en ekki Kherson og Zaporizhzhia. Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hafnað því að láta Donbas af hendi, enda óttist Úkraínumenn að Rússar muni seinna meir nota svæðið sem stökkpall fyrir frekari landvinninga. Selenskí hefur sagt að eina mögulega ráðið í stöðunni sé að auka þrýstinginn á Úkraínu, enda skilji Pútín ekki annað en vald. Donald Trump Bandaríkjaforseti er mögulega að komast á sömu skoðun en ef marka má skrif hans á Truth Social í gær, er hann smám saman að missa þolinmæðina gagnvart Rússum. Trump notaði að sjálfsögðu tækifærið til að skjóta á forvera sinn í embætti Joe Biden og fordæmdi hann fyrir að hafa ekki „leyft“ Úkraínu að svara fyrir sig, heldur aðeins að verja sig. „Hvernig gekk það?,“ spurði forsetinn. „Áhugaverðir tímar framundan!!!“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Utanríkisráðherran Sergei Lavrov sagði í gær að Rússar myndu ekki sætta sig við að hermenn frá öðrum Evrópuríkjum yrðu sendir til Úkraínu til að tryggja öryggi landsins, heldur vildu Rússar taka aftur til skoðunar miðlunartillögur frá 2022. Þær fólu meðal annars í sér að Rússar og Kínverjar myndu koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, í einhvers konar samstarfi við Evrópuríkin. Lavrov segir allar aðrar hugmyndir gjörsamlega óásættanlegar. Reuters hefur eftir heimildarmönnum að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viku síðan gert kröfu um að Úkraínumenn láti Donbas af hendi og heiti því að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið. Þá á hann að hafa krafist þess að hermenn bandalagsríkja Úkraínu yrðu ekki sendir þangað í öryggisskyni. Heimildarmennirnir segja Pútín þannig hafa slegið af kröfum sínum, það er að segja að hann sækist nú aðeins eftir því að fá héruðin Donetsk og Luhansk en ekki Kherson og Zaporizhzhia. Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hafnað því að láta Donbas af hendi, enda óttist Úkraínumenn að Rússar muni seinna meir nota svæðið sem stökkpall fyrir frekari landvinninga. Selenskí hefur sagt að eina mögulega ráðið í stöðunni sé að auka þrýstinginn á Úkraínu, enda skilji Pútín ekki annað en vald. Donald Trump Bandaríkjaforseti er mögulega að komast á sömu skoðun en ef marka má skrif hans á Truth Social í gær, er hann smám saman að missa þolinmæðina gagnvart Rússum. Trump notaði að sjálfsögðu tækifærið til að skjóta á forvera sinn í embætti Joe Biden og fordæmdi hann fyrir að hafa ekki „leyft“ Úkraínu að svara fyrir sig, heldur aðeins að verja sig. „Hvernig gekk það?,“ spurði forsetinn. „Áhugaverðir tímar framundan!!!“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira