Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2025 13:20 John Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump í sautján mánuði á fyrra kjörtímabili hans. Trump hefur beitt völdum sínum til þess að ná sér niður á Bolton eftir að hann náði endurkjöri sem forseti. AP/Carolyn Kaster Útsendarar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, í dag. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meðferð leynilegra skjala. Trump hefur notað völd sín til þess að ná sér niðri á gagnrýnendum eins og Bolton eftir að hann tók aftur við sem forseti. Bolton var ekki handtekinn í húsleitinni á heimili hans í Maryland-ríki og hefur ekki verið ákærður, samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar. Eftir að Bolton lét af störfum sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump gagnrýndi hann forsetann harðlega fyrir stefnu hans í utanríkismálum. Bolton skrifaði síðan bók um þau sautján mánuði sem hann starfaði með Trump í skugga ásakana dómsmálaráðuneytis Trump um að hann hefði upplýst um leynilegar upplýsingar í henni. Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa fallið frá lögsókn gegn Bolton og látið rannsókn niður falla árið 2021 eftir að Joe Biden tók við sem forseti. Beita sér af aukinni hörku gegn ætluðum andstæðingum forsetans Engar upplýsingar hafa verið veittar um húsleitina og rannsóknina. Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar, skrifaði torræða færslu á samfélagsmiðli um að „enginn væri hafinn yfir lögin“ sem Pam Bondi, dómsmálaráðherra, deildi áfram. Bondi bætti við að réttlætið yrði alltaf látið ná fram að ganga. Bolton var á meðal tuga fyrrverandi leyniþjónustumanna og embættismanna sem Trump svipti öryggisheimild á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Þá afturkallaði Trump öryggisgæslu sem Bolton naut frá alríkisstjórninni eins og hann hefur gert við fleiri sem hann lítur á sem pólitíska andstæðinga sína. Stjórn Trump hefur að undanförnu beitt sér gegn ætluðum andstæðingum Trump og opinberum embættismönnum af aukinni hörku. Dómsmálaráðuneytið hóf rannsókn á uppruna rannsóknar á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016, rannsókn á Adam Schiff, þingmanni demókrata frá Kaliforníu sem stýrði fyrri kæru Bandaríkjaþings á hendur Trump fyrir embættisbrot, auk rannsókna á hendur saksóknara í New York sem sótti Trump til saka og sérstaks saksóknara sem rannsakaði árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið og misferli hans með ríkisleyndarmál. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Bolton var ekki handtekinn í húsleitinni á heimili hans í Maryland-ríki og hefur ekki verið ákærður, samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar. Eftir að Bolton lét af störfum sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump gagnrýndi hann forsetann harðlega fyrir stefnu hans í utanríkismálum. Bolton skrifaði síðan bók um þau sautján mánuði sem hann starfaði með Trump í skugga ásakana dómsmálaráðuneytis Trump um að hann hefði upplýst um leynilegar upplýsingar í henni. Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa fallið frá lögsókn gegn Bolton og látið rannsókn niður falla árið 2021 eftir að Joe Biden tók við sem forseti. Beita sér af aukinni hörku gegn ætluðum andstæðingum forsetans Engar upplýsingar hafa verið veittar um húsleitina og rannsóknina. Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar, skrifaði torræða færslu á samfélagsmiðli um að „enginn væri hafinn yfir lögin“ sem Pam Bondi, dómsmálaráðherra, deildi áfram. Bondi bætti við að réttlætið yrði alltaf látið ná fram að ganga. Bolton var á meðal tuga fyrrverandi leyniþjónustumanna og embættismanna sem Trump svipti öryggisheimild á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Þá afturkallaði Trump öryggisgæslu sem Bolton naut frá alríkisstjórninni eins og hann hefur gert við fleiri sem hann lítur á sem pólitíska andstæðinga sína. Stjórn Trump hefur að undanförnu beitt sér gegn ætluðum andstæðingum Trump og opinberum embættismönnum af aukinni hörku. Dómsmálaráðuneytið hóf rannsókn á uppruna rannsóknar á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016, rannsókn á Adam Schiff, þingmanni demókrata frá Kaliforníu sem stýrði fyrri kæru Bandaríkjaþings á hendur Trump fyrir embættisbrot, auk rannsókna á hendur saksóknara í New York sem sótti Trump til saka og sérstaks saksóknara sem rannsakaði árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið og misferli hans með ríkisleyndarmál.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira