Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2025 10:01 Að ógleymdri mörg þúsund ára langri og flókinni sögu þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs er nauðsynlegt að merkja við tímalínuna á miðjum 3. áratug 21. aldar. Í aðdraganda árásar Hamas á Ísrael 7. október 2023 höfðu ísraelskir borgarar fjölmennt á götum ísraelskra borga tugum og hundruðum þúsunda saman kvöld efti kvöld vikum og mánuðum saman til að mótmæla Netanyahu forsætisráðherra og öfgahægri ríkisstjórn hans. Um þær mundir hafði ríkissaksóknari Ísraels birt Nethanyahu ákæru fyrir vanrækslu í starfi, mútuþægni, fjársvik og trúnaðarbrot. Augljóst er að athygli ísraelska hersins og harðsnúinnar leyniþjónustu landsins hafi um of beinst inn á við að fjöldamótmælunum á götum borganna en í staðinn um of frá mörkunum að Gaza þar sem haldið hefur verið uppi sérlega strangri öryggisgæslu áratugum saman. Því hafi Hamas gripið það óvænta tækifæri, sem þannig gafst, til útrásar með hryllilegum afleiðingum. Líklegt er að stjórn Ísraelsríkis hafi með enn skelfilegri og langdregnari viðbrögðum skaðað orðspor og hagsmuni Gyðinga um allan heim, bæði innan og utan Ísraels, varanlega eða amk. til langrar framtíðar. Ekki er td. ólíklegt að í ólýsanlegum hörmungum sl. tveggja ára á Gaza hafi Ísraelsher fyllt hug og hjörtu hundruða þúsunda, jafnvel milljóna Gazabúa ævilangri heift og hatri um ókomin ár og aldir. Margar ríkisstjórnir vestrænna lýðræðisríkja hafa enn ekki haft kjark eða döngun í sér til að draga skýra línu milli þjóðar og samfélags gyðinga, sögu þeirra og menningu annars vegar og hins vegar öfgafullra stjórnvalda Ísraelsríkis. Engu er líkara en ísraelski herinn skjóti og varpi sprengjum á öll mjúku skotmörkin, sjúkrahús, matarmarkaði, bænastaði, tjaldbúðir og jafnvel hópa kvenna og barna í von um að einhvers staðar leynist Hamasliðar. Engu er líkara en þessi her virði líf Gazabúa minna en einskis. Er hugsanleg að Netanyahu haldi stríðsrekstri sínum á Gaza áfram eins lengi og mögulet er til þess eins að forðast ákærur á hendur sér persónulega fyrir mútuþægni, trúnaðarbrot, fjársvik, og vanrækslu í starfi ? Er hugsanleg að Netanyahu ætli að raungera hugmynd vinar síns, fasteignsalans í Hvíta húsinu, um að breyta Gaza í glæsilegt fasteignaævintýri. Rústirnar væru etv. efni í dálaglega landfyllingu á Miðjarðarhafsströndinni ? Eitt er víst. Á meðan voldugasti fasteignasali heims veitir Netanyahu óskoraðan stuðning mun Ísraelsher halda áfram að fremja þjóðarmorð. Þess vegna þurfa allir að beina orðum sínum að Hvíta húsinu, sem fjármagnar meðvitað eða ómeðvitað þá hungursneyð af manna völdum, sem Sameinuðu þjóðirnar og IPC hafa lýst yfir í dag. Föstudagurinn 22. ágúst 2025 verðskuldar annað greinilegt merki á rás tímans. Þó við Íslendingar séu agnarsmátt samfélag meðal þjóða heims verður rödd okkar að heyrast. Strax ! Og það hátt og snallt ! Höfundur er arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Að ógleymdri mörg þúsund ára langri og flókinni sögu þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs er nauðsynlegt að merkja við tímalínuna á miðjum 3. áratug 21. aldar. Í aðdraganda árásar Hamas á Ísrael 7. október 2023 höfðu ísraelskir borgarar fjölmennt á götum ísraelskra borga tugum og hundruðum þúsunda saman kvöld efti kvöld vikum og mánuðum saman til að mótmæla Netanyahu forsætisráðherra og öfgahægri ríkisstjórn hans. Um þær mundir hafði ríkissaksóknari Ísraels birt Nethanyahu ákæru fyrir vanrækslu í starfi, mútuþægni, fjársvik og trúnaðarbrot. Augljóst er að athygli ísraelska hersins og harðsnúinnar leyniþjónustu landsins hafi um of beinst inn á við að fjöldamótmælunum á götum borganna en í staðinn um of frá mörkunum að Gaza þar sem haldið hefur verið uppi sérlega strangri öryggisgæslu áratugum saman. Því hafi Hamas gripið það óvænta tækifæri, sem þannig gafst, til útrásar með hryllilegum afleiðingum. Líklegt er að stjórn Ísraelsríkis hafi með enn skelfilegri og langdregnari viðbrögðum skaðað orðspor og hagsmuni Gyðinga um allan heim, bæði innan og utan Ísraels, varanlega eða amk. til langrar framtíðar. Ekki er td. ólíklegt að í ólýsanlegum hörmungum sl. tveggja ára á Gaza hafi Ísraelsher fyllt hug og hjörtu hundruða þúsunda, jafnvel milljóna Gazabúa ævilangri heift og hatri um ókomin ár og aldir. Margar ríkisstjórnir vestrænna lýðræðisríkja hafa enn ekki haft kjark eða döngun í sér til að draga skýra línu milli þjóðar og samfélags gyðinga, sögu þeirra og menningu annars vegar og hins vegar öfgafullra stjórnvalda Ísraelsríkis. Engu er líkara en ísraelski herinn skjóti og varpi sprengjum á öll mjúku skotmörkin, sjúkrahús, matarmarkaði, bænastaði, tjaldbúðir og jafnvel hópa kvenna og barna í von um að einhvers staðar leynist Hamasliðar. Engu er líkara en þessi her virði líf Gazabúa minna en einskis. Er hugsanleg að Netanyahu haldi stríðsrekstri sínum á Gaza áfram eins lengi og mögulet er til þess eins að forðast ákærur á hendur sér persónulega fyrir mútuþægni, trúnaðarbrot, fjársvik, og vanrækslu í starfi ? Er hugsanleg að Netanyahu ætli að raungera hugmynd vinar síns, fasteignsalans í Hvíta húsinu, um að breyta Gaza í glæsilegt fasteignaævintýri. Rústirnar væru etv. efni í dálaglega landfyllingu á Miðjarðarhafsströndinni ? Eitt er víst. Á meðan voldugasti fasteignasali heims veitir Netanyahu óskoraðan stuðning mun Ísraelsher halda áfram að fremja þjóðarmorð. Þess vegna þurfa allir að beina orðum sínum að Hvíta húsinu, sem fjármagnar meðvitað eða ómeðvitað þá hungursneyð af manna völdum, sem Sameinuðu þjóðirnar og IPC hafa lýst yfir í dag. Föstudagurinn 22. ágúst 2025 verðskuldar annað greinilegt merki á rás tímans. Þó við Íslendingar séu agnarsmátt samfélag meðal þjóða heims verður rödd okkar að heyrast. Strax ! Og það hátt og snallt ! Höfundur er arkitekt
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar