Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2025 11:37 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur fyrir hönd danska ríkisins beðið grænlenskar konur, sem fengu lykkjur settar upp í sig á síðustu öld, opinberlega afsökunar. Frederiksen greindi frá þessu í morgun. „Við getum ekki breytt þessu. En við getum axlað ábyrgð. Þess vegna vil ég gjarnan, fyrir hönd Danmerkur, biðjast afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Afsökunarbeiðnin er send út fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands, Naalakkersuisut. Danskir og grænlenskir fjölmiðlar hafa á síðustu árum fjallað mikið um Lykkjumálið svokallaða sem snýr að því að lykkjur hafi um árabil verið settar upp í fjölmargar grænlenskar konur og stúlkur, allt niður í þrettán ára, og að þeim óafvitandi og án samþykkis. Var þetta gert í þeim tilgangi að hefta fólksfjölgun á Grænlandi. Forsætisráðherrann danski biðst í yfirlýsingunni afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, forsætisráðherra Grænlands, biðst svo afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir það. „Við viðurkennum að lykkjumálið hefur valdið mikilli reiði og sorg hjá fjölmörgum Grænlendingum og mörgum fjölskyldum á Grænlandi,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Á vef DR segir að þetta hafi sérstaklega flest málin hafi komið upp á sjöunda og áttunda áratugnum. Danska ríkisstjórnin hóf opinbera rannsókn á málinu árið 2022 og átti henni að ljúka í síðasta lagi fyrir 1. september í ár. Alls hafa 143 grænlenskar konur höfðað mál á hendur danska ríkinu vegna málsins og farið fram á 43 milljónir danskra króna í skaðabætur vegna þess sem þær lýsa sem brot á mannréttindum sínum. Grænland Danmörk Lykkjumálið á Grænlandi Tengdar fréttir 143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40 Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Frederiksen greindi frá þessu í morgun. „Við getum ekki breytt þessu. En við getum axlað ábyrgð. Þess vegna vil ég gjarnan, fyrir hönd Danmerkur, biðjast afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Afsökunarbeiðnin er send út fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands, Naalakkersuisut. Danskir og grænlenskir fjölmiðlar hafa á síðustu árum fjallað mikið um Lykkjumálið svokallaða sem snýr að því að lykkjur hafi um árabil verið settar upp í fjölmargar grænlenskar konur og stúlkur, allt niður í þrettán ára, og að þeim óafvitandi og án samþykkis. Var þetta gert í þeim tilgangi að hefta fólksfjölgun á Grænlandi. Forsætisráðherrann danski biðst í yfirlýsingunni afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, forsætisráðherra Grænlands, biðst svo afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir það. „Við viðurkennum að lykkjumálið hefur valdið mikilli reiði og sorg hjá fjölmörgum Grænlendingum og mörgum fjölskyldum á Grænlandi,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Á vef DR segir að þetta hafi sérstaklega flest málin hafi komið upp á sjöunda og áttunda áratugnum. Danska ríkisstjórnin hóf opinbera rannsókn á málinu árið 2022 og átti henni að ljúka í síðasta lagi fyrir 1. september í ár. Alls hafa 143 grænlenskar konur höfðað mál á hendur danska ríkinu vegna málsins og farið fram á 43 milljónir danskra króna í skaðabætur vegna þess sem þær lýsa sem brot á mannréttindum sínum.
Grænland Danmörk Lykkjumálið á Grænlandi Tengdar fréttir 143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40 Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40
Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32
Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00