Raungengið „ekkert mikið hærra“ en sem samræmist þjóðhagslegu jafnvægi

Þrátt fyrir að raungengið sé sögulega séð afar hátt um þessar mundir þá er það ekkert „mjög fjarri því“ sem getur talist vera jafnvægisgildi krónunnar, að mati seðlabankastjóra, en á mælikvarða hlutfallslega verðlags hefur það hækkað um tuttugu prósent frá ársbyrjun 2023.
Tengdar fréttir

Skattahækkanir á útflutningsgreinar mun líklega grafa undan raungenginu
Áform stjórnvalda um aukna skattlagningu á helstu útflutningsgreinar landsins, einkum sjávarútveginn, mun ólíklega skila tekjum í samræmi við væntingar enda munu umsvifin og samkeppnishæfni minnka á sama tíma, að sögn hlutabréfagreinanda og hagfræðings, sem furðar sig á lítilli umræðu í þjóðfélaginu um stöðu okkar mikilvægustu atvinnuvega. Þvert á yfirlýstan tilgang þá sé líklegast að skattahækkanir á útflutningsatvinnuvegina muni draga úr kaupmætti og velmegun þegar á öllu er á botninn hvolft.

Mikill rekstrarbati Icelandair „ólíklegur“ miðað við núverandi sterkt gengi krónu
Sögulega hátt raungengi krónunnar og framleiðsluspenna setur reksturinn hjá Icelandair í „klemmu“, að mati hlutabréfagreinenda, en verðmat á flugfélaginu lækkar umtalsvert eftir uppgjör sem var langt undir væntingum. Það vinnur með Icelandair að helsti keppinauturinn er að minnka umsvifin en hins vegar er erfitt að sjá rekstrarbata í kortunum næstu misserin við núverandi gildi krónunnar á móti Bandaríkjadal.