Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2025 07:00 Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að börnin sem létust í árásinni í Minneapolis hafi verið þau Harper Moyski, tíu ára, og Fletcher Merkel, átta ára. AP Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum segir að árásarmaðurinn, sem skaut tvö börn til bana og særði átján til viðbótar í árás í kaþólskum skóla á miðvikudag, hafi verið „heltekinn af hugmyndinni um að drepa börn“. Lögreglustjórinn í Minneapolis, Brian O'Hara, sagði í gær að svo virðist sem að árásarmaðurinn, Robin Westman, virðist annars „ekki hafa haft neina sérstaka ástæðu“ fyrir gjörðum sínum. O‘Hara sagði á blaðamannafundi að Westman „virðist hafa hatað okkur öll“ og að „umfram allt annað, þá virðist skotmaðurinn hafa viljað drepa börn.“ Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur.AP Þau sem létust átta og tíu ára Erlendir fjölmiðlar greindu frá því í gær að börnin sem létust hafi verið þau Fletcher Merkel, átta ára og Harper Moyski, tíu ára. „Í gær þá ákvað heigull að taka Fletcher, átta ára son okkar, frá okkur,“ sagði faðirinn Jesse Merkel við fréttamenn í gær. „Fletcher elskaði fjölskyldu sína, vini, veiði, eldamennsku og hverja þá íþrótt sem hann mátti taka þátt í. […] Knúsið og kyssið börnin ykkar sérstaklega í dag. Við elskum þig, Fletcher. Þú verður alltaf með okkur,“ sagði faðirinn. Foreldrar Harper Moyski, þau Michael Moyski og Jackie Flavin, sögðu í yfirlýsingu að Harper hafi verið „björt, glaðvær og elskuð tíu ára stúlka. Hlátur, góðmennska og skap hafi snert alla þá sem þekktu hana.“ Fyrsta messa skólaársins Árásin var gerð í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis á miðvikudag. Þá átti sér stað fyrsta messa skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Yngsta barnið sem lést var sex ára gamalt, en árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. AP Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Westman var með hreina sakaskrá, stóð ein að árásinni og notaðist við þrjú skotvopn. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir Westman hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. 28. ágúst 2025 06:46 Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. 27. ágúst 2025 15:17 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Lögreglustjórinn í Minneapolis, Brian O'Hara, sagði í gær að svo virðist sem að árásarmaðurinn, Robin Westman, virðist annars „ekki hafa haft neina sérstaka ástæðu“ fyrir gjörðum sínum. O‘Hara sagði á blaðamannafundi að Westman „virðist hafa hatað okkur öll“ og að „umfram allt annað, þá virðist skotmaðurinn hafa viljað drepa börn.“ Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur.AP Þau sem létust átta og tíu ára Erlendir fjölmiðlar greindu frá því í gær að börnin sem létust hafi verið þau Fletcher Merkel, átta ára og Harper Moyski, tíu ára. „Í gær þá ákvað heigull að taka Fletcher, átta ára son okkar, frá okkur,“ sagði faðirinn Jesse Merkel við fréttamenn í gær. „Fletcher elskaði fjölskyldu sína, vini, veiði, eldamennsku og hverja þá íþrótt sem hann mátti taka þátt í. […] Knúsið og kyssið börnin ykkar sérstaklega í dag. Við elskum þig, Fletcher. Þú verður alltaf með okkur,“ sagði faðirinn. Foreldrar Harper Moyski, þau Michael Moyski og Jackie Flavin, sögðu í yfirlýsingu að Harper hafi verið „björt, glaðvær og elskuð tíu ára stúlka. Hlátur, góðmennska og skap hafi snert alla þá sem þekktu hana.“ Fyrsta messa skólaársins Árásin var gerð í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis á miðvikudag. Þá átti sér stað fyrsta messa skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Yngsta barnið sem lést var sex ára gamalt, en árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. AP Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Westman var með hreina sakaskrá, stóð ein að árásinni og notaðist við þrjú skotvopn. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir Westman hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. 28. ágúst 2025 06:46 Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. 27. ágúst 2025 15:17 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. 28. ágúst 2025 06:46
Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. 27. ágúst 2025 15:17