Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 31. ágúst 2025 18:32 Úr leiknum í kvöld Paweł/Vísir Þrátt fyrir að leika stóran hluta seinni hálfleiks manni færri nældu Íslandsmeistarar Breiðabliks í stig er liðið heimsótti Víking í stórleik umferðarinnar í Bestu-deild karla í kvöld. Leikurinn fór heldur fjörlega af stað og dró strax til tíðina á 7. mínútu leiksins þegar Breiðablik fékk aukaspyrnu úti á miðjum velli sem Höskuldur Gunnlaugsson tók og átti frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Damir Muminovic átti skalla á fjær fyrir markið aftur og Tobias Thomsen skallaði í netið. Frábær byrjun hjá gestunum sem mættu af miklum krafti. Forysta Breiðabliks lifði ekki lengi en Víkingar jöfnuðu leikinn á 18. mínútu þegar Oliver Ekroth hengdi boltann langt fram í hlaup fyrir Óskar Borgþórsson sem fór illa með Kristinn Jónsson og kláraði frábærlega í fjærhornið. Allt jafnt eftir tuttugu mínútur aftur. Óskar Borgþórsson að skora í leiknum í kvöldPaweł/Vísir Það var frábær barátta og algjört stál í stál það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Menn fóru óhræddir inn í öll návígi og gáfu sig alla í verkefnið. Stórskemmtilegur leikur í fyrri hálfleik og ekki skemmdi stuðningurinn úr stúkunni þar sem var sungið og trallað. Frábær auglýsing fyrir Íslenskan fótbolta og liðin fóru jöfn inn í hálfleikinn 1-1. Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni í kvöld.Paweł/Vísir Síðari hálfleikur byrjaði af krafti og það dró strax til tíðinda á 52. mínútu þegar Viktor Karl Einarsson fékk að líta beint rautt spjald þegar hann tekur Daníel Hafsteinsson niður rétt fyrir utan teig. Ívar Orri dómari mat það sem svo að hann væri að ræna þarna upplögðu marktækifæri og gaf því beint rautt. Víkingar tóku öll völd eftir að þeir urðu einum fleirri og fengu nokkur færi til að komast yfir áður en Valdimar Þór Ingimundarson skoraði loks annað mark Víkinga og kom þeim yfir eftir góðan undirbúning frá Helga Guðjónssyni. Breiðablik játuðu sig þó ekki sigraða strax og einum fleiri náðu þeir inn jöfnunarmarki á 73. mínútu leiksins þegar Höskuldur Gunnlaugsson tók hornspyrnu sem rataði á fjær þar sem Damir Muminovic skallaði boltann fyrir markið og Arnór Gauti Jónsson kastaði sér á boltann af stuttu færi og jafnaði leikinn fyrir Blika. Damir Skallar fyrir markið í kvöldPaweł/Vísir Bæði lið fengu tækifæri til þess að koma inn sigurmarki í þennan leik en jafntefli varð niðurstaðan í þessum stórskemmtilega fótboltaleik 2-2. Atvik leiksins Rautt spjald sem Viktor Karl Einarsson fær í kvöld. Hann var ekki aftastur en metið sem svo að hann væri að ræna upplögðu marktækifæri. Blikar spila svo lungað út seinni einum færri. Stjörnur og skúrkar Víkingar réðu illa við Damir Muminovic í loftinu en hann lagði upp bæði mörk Blika í kvöld með því að skalla fyrirgjafir fyrir markið. Damir Muminovic var frábær í kvöldPaweł/Vísir Anton Ari Einarsson varði svo eins og óður maður oft á tíðum í kvöld og vann vel fyrir sínu og sýndi afhverju hann er í landsliðshópi Íslands. Gylfi Þór Sigurðsson var sennilega einn besti maður vallarins meðan hann var inn á en var kippt af velli á 70. mín og eftir það riðlaðist svolítið leikur Víkinga. DómararnirÍvar Orri Kristjánsson dæmi þennan leik og honum til aðstoðar voru Birkir Sigurðarson og Patrik Freyr Guðmundsson.Mér fannst teymið komast bara þokkalega frá sínu í kvöld. Líklega rétt ákvörðun þetta rauða spjald og mér fannst teymið bara nokkuð gott í kvöld.Stemingin og umgjörðÞað var sturluð stemning í Víkinni í kvöld. Minnti á leiki erlendis á tíðum þar sem það var sungið og trallað í pakkaðri stúku. Frábært í alla staði og umgjörðin frábær! ViðtölSölvi Geir Ottesen þjálfari VíkingaPaweł/Vísir„Þetta er bara að kosta mjög mikið og kostaði okkur í dag“„Manni líður svolítið bara eins og maður hafi tapað þessum leik“ sagði Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga eftir leik í kvöld. „Mér fannst við vera mun betri aðilinn í leiknum. Fyrri hálfleikur svolítið svona bæði lið að taka litla sénsa og senda meira langa bolta og það gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleik og svo fram að rauða spjaldinu vorum við að ógna miklu meira“„Við fengum svo sannarlega tækifærin til þess að vinna þennan leik. Við fengum fullt af góðum stöðum sem við klúðrum og það hefur verið svolítið saga okkar í sumar að við fáum svolítið mörg færi til að klára leikina við nýtum ekki færin. Það er bara að kosta mjög mikið og kostar okkur í dag“„Ég held að þessi mörk sem að Blikar skoruðu voru einu skotin sem að komu á okkar ramma. Kannski eitt annað en ég man allavega ekki eftir því og er bara svekktur með úrslit dagsins“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Halldór Árnason í leiknum í kvöldPaweł/Vísir„Fannst við gera vel með að taka stigið úr því sem komið var“„Geggjaður fótboltaleikur í 50 mínútur eða hvað það var“ sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.„Þetta var fram og til baka, tvö frábær lið og mér fannst við spila bara góðan fótbolta, aggresívan og orkumikinn leik. Frábært áhorfs og skemmtilegur leikur“„Eftir rauða spjaldið þá auðvitað breytist leikurinn. Það er ekki hægt að pressa maður á mann þegar þú ert einum færri og við náðum ekki að stíga út úr blokkinni fyrr en við erum komnir undir en þá gerðum við vel með að jafna leikinn aftur og mér fannst við gera vel með að taka stigið úr því sem komið var“ Breiðablik gerði taktískar breytingar í leiknum sem skiluðu sínu en Breiðablik jafnaði leikinn og spilaði virkilega vel á kafla manni færri.„Mér fannst þeir vera að 'overload-a' svæði á köntunum of mikið og með því að fara í fimm manna vörn þá gátum við leyft vængbakvörðum að stíga mikið hærra og reynt þá að halda þeim aðeins neðar og þá krossa þeir aðeins dýpra. Mér fannst það ganga alveg ágætlega og við vorum komnir með þrjá stóra hafsenta til að dekka inn í teig sem var mikið vopn geng þeim og það var pælingin“ sagði Halldór Árnason. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik
Þrátt fyrir að leika stóran hluta seinni hálfleiks manni færri nældu Íslandsmeistarar Breiðabliks í stig er liðið heimsótti Víking í stórleik umferðarinnar í Bestu-deild karla í kvöld. Leikurinn fór heldur fjörlega af stað og dró strax til tíðina á 7. mínútu leiksins þegar Breiðablik fékk aukaspyrnu úti á miðjum velli sem Höskuldur Gunnlaugsson tók og átti frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Damir Muminovic átti skalla á fjær fyrir markið aftur og Tobias Thomsen skallaði í netið. Frábær byrjun hjá gestunum sem mættu af miklum krafti. Forysta Breiðabliks lifði ekki lengi en Víkingar jöfnuðu leikinn á 18. mínútu þegar Oliver Ekroth hengdi boltann langt fram í hlaup fyrir Óskar Borgþórsson sem fór illa með Kristinn Jónsson og kláraði frábærlega í fjærhornið. Allt jafnt eftir tuttugu mínútur aftur. Óskar Borgþórsson að skora í leiknum í kvöldPaweł/Vísir Það var frábær barátta og algjört stál í stál það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Menn fóru óhræddir inn í öll návígi og gáfu sig alla í verkefnið. Stórskemmtilegur leikur í fyrri hálfleik og ekki skemmdi stuðningurinn úr stúkunni þar sem var sungið og trallað. Frábær auglýsing fyrir Íslenskan fótbolta og liðin fóru jöfn inn í hálfleikinn 1-1. Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni í kvöld.Paweł/Vísir Síðari hálfleikur byrjaði af krafti og það dró strax til tíðinda á 52. mínútu þegar Viktor Karl Einarsson fékk að líta beint rautt spjald þegar hann tekur Daníel Hafsteinsson niður rétt fyrir utan teig. Ívar Orri dómari mat það sem svo að hann væri að ræna þarna upplögðu marktækifæri og gaf því beint rautt. Víkingar tóku öll völd eftir að þeir urðu einum fleirri og fengu nokkur færi til að komast yfir áður en Valdimar Þór Ingimundarson skoraði loks annað mark Víkinga og kom þeim yfir eftir góðan undirbúning frá Helga Guðjónssyni. Breiðablik játuðu sig þó ekki sigraða strax og einum fleiri náðu þeir inn jöfnunarmarki á 73. mínútu leiksins þegar Höskuldur Gunnlaugsson tók hornspyrnu sem rataði á fjær þar sem Damir Muminovic skallaði boltann fyrir markið og Arnór Gauti Jónsson kastaði sér á boltann af stuttu færi og jafnaði leikinn fyrir Blika. Damir Skallar fyrir markið í kvöldPaweł/Vísir Bæði lið fengu tækifæri til þess að koma inn sigurmarki í þennan leik en jafntefli varð niðurstaðan í þessum stórskemmtilega fótboltaleik 2-2. Atvik leiksins Rautt spjald sem Viktor Karl Einarsson fær í kvöld. Hann var ekki aftastur en metið sem svo að hann væri að ræna upplögðu marktækifæri. Blikar spila svo lungað út seinni einum færri. Stjörnur og skúrkar Víkingar réðu illa við Damir Muminovic í loftinu en hann lagði upp bæði mörk Blika í kvöld með því að skalla fyrirgjafir fyrir markið. Damir Muminovic var frábær í kvöldPaweł/Vísir Anton Ari Einarsson varði svo eins og óður maður oft á tíðum í kvöld og vann vel fyrir sínu og sýndi afhverju hann er í landsliðshópi Íslands. Gylfi Þór Sigurðsson var sennilega einn besti maður vallarins meðan hann var inn á en var kippt af velli á 70. mín og eftir það riðlaðist svolítið leikur Víkinga. DómararnirÍvar Orri Kristjánsson dæmi þennan leik og honum til aðstoðar voru Birkir Sigurðarson og Patrik Freyr Guðmundsson.Mér fannst teymið komast bara þokkalega frá sínu í kvöld. Líklega rétt ákvörðun þetta rauða spjald og mér fannst teymið bara nokkuð gott í kvöld.Stemingin og umgjörðÞað var sturluð stemning í Víkinni í kvöld. Minnti á leiki erlendis á tíðum þar sem það var sungið og trallað í pakkaðri stúku. Frábært í alla staði og umgjörðin frábær! ViðtölSölvi Geir Ottesen þjálfari VíkingaPaweł/Vísir„Þetta er bara að kosta mjög mikið og kostaði okkur í dag“„Manni líður svolítið bara eins og maður hafi tapað þessum leik“ sagði Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga eftir leik í kvöld. „Mér fannst við vera mun betri aðilinn í leiknum. Fyrri hálfleikur svolítið svona bæði lið að taka litla sénsa og senda meira langa bolta og það gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleik og svo fram að rauða spjaldinu vorum við að ógna miklu meira“„Við fengum svo sannarlega tækifærin til þess að vinna þennan leik. Við fengum fullt af góðum stöðum sem við klúðrum og það hefur verið svolítið saga okkar í sumar að við fáum svolítið mörg færi til að klára leikina við nýtum ekki færin. Það er bara að kosta mjög mikið og kostar okkur í dag“„Ég held að þessi mörk sem að Blikar skoruðu voru einu skotin sem að komu á okkar ramma. Kannski eitt annað en ég man allavega ekki eftir því og er bara svekktur með úrslit dagsins“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Halldór Árnason í leiknum í kvöldPaweł/Vísir„Fannst við gera vel með að taka stigið úr því sem komið var“„Geggjaður fótboltaleikur í 50 mínútur eða hvað það var“ sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.„Þetta var fram og til baka, tvö frábær lið og mér fannst við spila bara góðan fótbolta, aggresívan og orkumikinn leik. Frábært áhorfs og skemmtilegur leikur“„Eftir rauða spjaldið þá auðvitað breytist leikurinn. Það er ekki hægt að pressa maður á mann þegar þú ert einum færri og við náðum ekki að stíga út úr blokkinni fyrr en við erum komnir undir en þá gerðum við vel með að jafna leikinn aftur og mér fannst við gera vel með að taka stigið úr því sem komið var“ Breiðablik gerði taktískar breytingar í leiknum sem skiluðu sínu en Breiðablik jafnaði leikinn og spilaði virkilega vel á kafla manni færri.„Mér fannst þeir vera að 'overload-a' svæði á köntunum of mikið og með því að fara í fimm manna vörn þá gátum við leyft vængbakvörðum að stíga mikið hærra og reynt þá að halda þeim aðeins neðar og þá krossa þeir aðeins dýpra. Mér fannst það ganga alveg ágætlega og við vorum komnir með þrjá stóra hafsenta til að dekka inn í teig sem var mikið vopn geng þeim og það var pælingin“ sagði Halldór Árnason.
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn