Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 08:57 Ævisaga Alexei Navalní er á lista rússneskra stjórnvalda um öfgaefni sem er bannað að leita að á netinu. Bókin kom út að Navalní látnum en hann lést í gúlagi Vladímírs Pútín forseta. Vísir/EPA Rússar sem leita að ævisögu Alexei Navalní heitins, úkraínskum fréttasíðum eða ákveðnum lagatextum geta átt von á fésekt eftir að ný lög um „öfgakennt efni“ tóku gildi. Ævisaga Navalní er þar felld í sama flokk og áróðursrit Adolfs Hitler. Lögin sem tóku gildi í dag gera það að saknæmu athæfi að leita að efni á skilgreindum lista stjórnvalda um öfgafullt efni. Fyrir utan ævisögu Navalní og „Baráttuna mína“ eftir Hitler eru á listanum meðal annars tímarit votta Jehóva, úkraínska fréttasíðan tsenzor.net og efni þar sem andstöðu við Vladímír Pútín forseta er lýst. Noti fólk svokallaða VPN-þjónustu til að fela slóð sína á netinu líta stjórnvöld á það sem alvarlegra brot, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins um lögin. Ýmislegt er þó sagt óljóst í lögunum, meðal annars hvernig yfirvöld ætla að finna lögbrjóta og hvort að sektað verði fyrir það eitt að leita að bönnuðu efni á netinu eða hvort fólk þurfi að hafa reynt að komast inn á það. Fyrir takmörkuðu stjórnvöld verulega aðgang rússnesks almennings að netinu. Þannig komast þeir hvorki á samfélagmiðlana Facebook, Instagram né Whatsapp eftir að stjórnvöld skilgreindu bandaríska tæknirisann Meta sem „öfgasamtök“ árið 2022. Almennir Rússar þurfa einnig að hugsa sig tvisvar um áður en þeir deila sjálfir efni sem stjórnvöldum gæti mislíkað, það er að segja ef þeim er annt um líf sitt og frelsi. Eins og tekið úr „1984“ Boris Nadezhdin, sem reyndi að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningum í fyrra án árangurs, segir að nýju lögin séu „eitthvað sem var tekið úr „1984“. Vísar hann þar til sígildrar og dystópískrar skáldsögu Georges Orwell um alræðisríki þar sem valdhafa stjórna öllu og öllum með járnhnefa. Mannréttindasamtökin Amnesty International og Mannréttindavaktin segja lögin þrengja enn að möguleikum rússnesks almennings að nálgast upplýsingar sem séu óháðar stjórnvöldum. Þá feli þau í sér eftirlit með borgurunum á netinu undir yfirskini þjóðaröryggis. Rússland Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Lögin sem tóku gildi í dag gera það að saknæmu athæfi að leita að efni á skilgreindum lista stjórnvalda um öfgafullt efni. Fyrir utan ævisögu Navalní og „Baráttuna mína“ eftir Hitler eru á listanum meðal annars tímarit votta Jehóva, úkraínska fréttasíðan tsenzor.net og efni þar sem andstöðu við Vladímír Pútín forseta er lýst. Noti fólk svokallaða VPN-þjónustu til að fela slóð sína á netinu líta stjórnvöld á það sem alvarlegra brot, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins um lögin. Ýmislegt er þó sagt óljóst í lögunum, meðal annars hvernig yfirvöld ætla að finna lögbrjóta og hvort að sektað verði fyrir það eitt að leita að bönnuðu efni á netinu eða hvort fólk þurfi að hafa reynt að komast inn á það. Fyrir takmörkuðu stjórnvöld verulega aðgang rússnesks almennings að netinu. Þannig komast þeir hvorki á samfélagmiðlana Facebook, Instagram né Whatsapp eftir að stjórnvöld skilgreindu bandaríska tæknirisann Meta sem „öfgasamtök“ árið 2022. Almennir Rússar þurfa einnig að hugsa sig tvisvar um áður en þeir deila sjálfir efni sem stjórnvöldum gæti mislíkað, það er að segja ef þeim er annt um líf sitt og frelsi. Eins og tekið úr „1984“ Boris Nadezhdin, sem reyndi að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningum í fyrra án árangurs, segir að nýju lögin séu „eitthvað sem var tekið úr „1984“. Vísar hann þar til sígildrar og dystópískrar skáldsögu Georges Orwell um alræðisríki þar sem valdhafa stjórna öllu og öllum með járnhnefa. Mannréttindasamtökin Amnesty International og Mannréttindavaktin segja lögin þrengja enn að möguleikum rússnesks almennings að nálgast upplýsingar sem séu óháðar stjórnvöldum. Þá feli þau í sér eftirlit með borgurunum á netinu undir yfirskini þjóðaröryggis.
Rússland Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira