Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar 3. september 2025 07:32 Jákvæð uppbygging menntamála í Hveragerði Það má með sanni segja að menntamál í Hveragerði séu á spennandi tímamótum. Gríðarlega mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu mánuði og erum við að uppskera eftir því. Stækkun leikskólans Óskalands er afar jákvætt skref í átt að sterkari grunnstoðum fyrir yngstu íbúa bæjarins. Leikskólinn er því orðinn níu deilda leikskóli og skapast hefur rými fyrir fleiri börn, í umhverfi þar sem lausnamiðuð hugsun og fagmennska eru í forgrunni. Nemendaverndarráð leikskólanna Þrátt fyrir krefjandi aðstæður undanfarið hefur starf leikskólanna Óskalands og Undralands verið til mikillar fyrirmyndar. Markviss vinna hefur átt sér stað í snemmtækri íhlutun innan leikskólanna, sérkennsla er öflug og fagfólk leikskólanna vinnur þétt saman með skýrum markmiðum um að styðja hvert barn á einstaklingsbundinn hátt. Nýstofnað nemendaverndarráð leikskólanna hefur einnig styrkt þetta starf með vel ígrundaðri teymisvinnu og faglegum lausnum. Leikskólinn Óskaland hefur nú tekið í notkun nýja og glæsilega viðbyggingu sem telur þrjár nýjar deildir og er mikil ánægja með þá góðu viðbót. Spennandi tímar í grunnskólanum Grunnskólinn í Hveragerði er að ganga í gegnum jákvæðar breytingar, með stækkun skólans og þróun nýs námsvers, en við gerð síðustu fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar var samþykkt að bæta við stjórnanda í grunnskólanum sem kemur til með að stýra nýju námsveri. Með nýju námsveri og þeim námsaðstæðum sem þar skapast mun gefast gott tækifæri til að takast enn betur á við fjölbreyttar þarfir nemenda. Nýsköpun í frístundastarfi Frístundastarf í Hveragerði hefur blómstrað undanfarin ár. Þátttaka barna í frístundastarfi hefur aukist ár frá ári og fagmennska starfsfólks frístundamiðstöðvarinnar hefur vakið verðskuldaða athygli út fyrir bæjarmörkin. Það hefur verið ánægjulegt að að sjá hvernig starfið er stöðugt í endurskoðun og aðlagað að þörfum samfélagsins hverju sinni. Í því sambandi má nefna nýtt verkefni frístundastarfs með eldri borgurum, sem er sérstaklega spennandi og bætir við nýjum víddum í þjónustu í nærsamfélaginu. Öflug fræðslu- og velferðarþjónusta Skólaþjónustan í Hveragerði hefur einnig tekið stór skref í átt að bættri þjónustu. Bið eftir vinnslu tilvísana hefur styst verulega og innleiðing nýrra farsældarlaga hefur skapað betri grundvöll fyrir snemmtækan stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Samvinna og teymisvinna á milli þjónustuveitenda hefur reynst lykillinn að þessum árangri. Fræðsluþjónustan hefur jafnframt haldið fræðsludaga fyrir starfsfólk og fræðsluerindi fyrir foreldra og almenning, sem hafa hlotið góðar undirtektir. Í upphafi árs var þróunarverkefnið Föruneyti barna – samstarf um stuðning við uppeldi og nám sett á stað hér í Hveragerði og foreldrum barna í árgang 2019 boðin þátttaka. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis og Háskóla Íslands og styður við farsæld barna. Það er mikilvægt að styrkja og styðja við tengsl innan samfélagsins. Með þessum leiðum hefur það verið markmikðið, að styrkja og stuðla að góðum tengslum innan stofnanna og ekki síður við samfélagið allt. Samvinna og björt framtíð Tækifærin í menntamálum í Hveragerði eru fjölmörg og björt framtíð blasir við. Það hefur verið lögð rík áhersla hjá Okkar Hveragerði að styðja við og efla þennan málaflokk og það hefur svo sannarlega tekist vel til. Með samvinnu, lausnamiðaðri hugsun og gagnrýnu samtali getum við skapað menntakerfi sem styður við þarfir hvers og eins og styrkir samfélagið í heild sinni. Í Hveragerði er svo sannarlega gott að búa. Höfundur er formaður skólanefndar Hveragerðisbæjar og forseti bæjarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Jákvæð uppbygging menntamála í Hveragerði Það má með sanni segja að menntamál í Hveragerði séu á spennandi tímamótum. Gríðarlega mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu mánuði og erum við að uppskera eftir því. Stækkun leikskólans Óskalands er afar jákvætt skref í átt að sterkari grunnstoðum fyrir yngstu íbúa bæjarins. Leikskólinn er því orðinn níu deilda leikskóli og skapast hefur rými fyrir fleiri börn, í umhverfi þar sem lausnamiðuð hugsun og fagmennska eru í forgrunni. Nemendaverndarráð leikskólanna Þrátt fyrir krefjandi aðstæður undanfarið hefur starf leikskólanna Óskalands og Undralands verið til mikillar fyrirmyndar. Markviss vinna hefur átt sér stað í snemmtækri íhlutun innan leikskólanna, sérkennsla er öflug og fagfólk leikskólanna vinnur þétt saman með skýrum markmiðum um að styðja hvert barn á einstaklingsbundinn hátt. Nýstofnað nemendaverndarráð leikskólanna hefur einnig styrkt þetta starf með vel ígrundaðri teymisvinnu og faglegum lausnum. Leikskólinn Óskaland hefur nú tekið í notkun nýja og glæsilega viðbyggingu sem telur þrjár nýjar deildir og er mikil ánægja með þá góðu viðbót. Spennandi tímar í grunnskólanum Grunnskólinn í Hveragerði er að ganga í gegnum jákvæðar breytingar, með stækkun skólans og þróun nýs námsvers, en við gerð síðustu fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar var samþykkt að bæta við stjórnanda í grunnskólanum sem kemur til með að stýra nýju námsveri. Með nýju námsveri og þeim námsaðstæðum sem þar skapast mun gefast gott tækifæri til að takast enn betur á við fjölbreyttar þarfir nemenda. Nýsköpun í frístundastarfi Frístundastarf í Hveragerði hefur blómstrað undanfarin ár. Þátttaka barna í frístundastarfi hefur aukist ár frá ári og fagmennska starfsfólks frístundamiðstöðvarinnar hefur vakið verðskuldaða athygli út fyrir bæjarmörkin. Það hefur verið ánægjulegt að að sjá hvernig starfið er stöðugt í endurskoðun og aðlagað að þörfum samfélagsins hverju sinni. Í því sambandi má nefna nýtt verkefni frístundastarfs með eldri borgurum, sem er sérstaklega spennandi og bætir við nýjum víddum í þjónustu í nærsamfélaginu. Öflug fræðslu- og velferðarþjónusta Skólaþjónustan í Hveragerði hefur einnig tekið stór skref í átt að bættri þjónustu. Bið eftir vinnslu tilvísana hefur styst verulega og innleiðing nýrra farsældarlaga hefur skapað betri grundvöll fyrir snemmtækan stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Samvinna og teymisvinna á milli þjónustuveitenda hefur reynst lykillinn að þessum árangri. Fræðsluþjónustan hefur jafnframt haldið fræðsludaga fyrir starfsfólk og fræðsluerindi fyrir foreldra og almenning, sem hafa hlotið góðar undirtektir. Í upphafi árs var þróunarverkefnið Föruneyti barna – samstarf um stuðning við uppeldi og nám sett á stað hér í Hveragerði og foreldrum barna í árgang 2019 boðin þátttaka. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis og Háskóla Íslands og styður við farsæld barna. Það er mikilvægt að styrkja og styðja við tengsl innan samfélagsins. Með þessum leiðum hefur það verið markmikðið, að styrkja og stuðla að góðum tengslum innan stofnanna og ekki síður við samfélagið allt. Samvinna og björt framtíð Tækifærin í menntamálum í Hveragerði eru fjölmörg og björt framtíð blasir við. Það hefur verið lögð rík áhersla hjá Okkar Hveragerði að styðja við og efla þennan málaflokk og það hefur svo sannarlega tekist vel til. Með samvinnu, lausnamiðaðri hugsun og gagnrýnu samtali getum við skapað menntakerfi sem styður við þarfir hvers og eins og styrkir samfélagið í heild sinni. Í Hveragerði er svo sannarlega gott að búa. Höfundur er formaður skólanefndar Hveragerðisbæjar og forseti bæjarstjórnar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun