Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Árni Sæberg skrifar 4. september 2025 10:54 Öll spjót hafa staðið á Snorra Mássyni síðan á mánudag. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra höfðu eftirlit með heimili Snorra Mássonar alþingismanns í nótt, í kjölfar þess að heimilisfang hans var birt á samfélagsmiðlum. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um síðustu daga hefur Snorri sætt harði gagnrýni síðan hann mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78, í Kastljósi á Rúv á mánudag, þar sem umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Heimildir Vísis herma að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi viðhaft sérstakt eftirlit með heimili Snorra í nótt í tengslum við umræðuna sem spunnist hefur um hann. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Snorri segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um málið. „Frábært, hópferð!!“ Notandi samfélagsmiðilsins Tiktok birti myndskeið á þriðjudag þar sem kallað var eftir upplýsingum um heimilisfang Snorra, þar sem hann býr með eiginkonu og þremur börnum. „Smá pæling eftir Kastljós gærkvöldins, hvar býr Snorri Másson? Veit það einhver? Ég er bara að pæla, mig langar bara að tala við hann, ég er bara að pæla,“ sagði viðkomandi. Aðrir notendur svöruðu og sögðust myndu koma með í „smá heimsókn“ ef einhver gæti upplýst um heimilisfangið. Þegar heimilisfangið var birt sagði notandinn sem birti myndskeiðið „Frábært, hópferð!!“ Ekki liggur fyrir hvort eftirlit lögreglu hafi verið að hennar frumkvæði eða hvort óskað hafi verið eftir því. Þá liggur ekki heldur fyrir hvort nokkur hafi hlýtt ákalli um hópferð. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra tjáir embættið sig ekki um öryggisráðstafanir einstaklinga. Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um síðustu daga hefur Snorri sætt harði gagnrýni síðan hann mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78, í Kastljósi á Rúv á mánudag, þar sem umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Heimildir Vísis herma að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi viðhaft sérstakt eftirlit með heimili Snorra í nótt í tengslum við umræðuna sem spunnist hefur um hann. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Snorri segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um málið. „Frábært, hópferð!!“ Notandi samfélagsmiðilsins Tiktok birti myndskeið á þriðjudag þar sem kallað var eftir upplýsingum um heimilisfang Snorra, þar sem hann býr með eiginkonu og þremur börnum. „Smá pæling eftir Kastljós gærkvöldins, hvar býr Snorri Másson? Veit það einhver? Ég er bara að pæla, mig langar bara að tala við hann, ég er bara að pæla,“ sagði viðkomandi. Aðrir notendur svöruðu og sögðust myndu koma með í „smá heimsókn“ ef einhver gæti upplýst um heimilisfangið. Þegar heimilisfangið var birt sagði notandinn sem birti myndskeiðið „Frábært, hópferð!!“ Ekki liggur fyrir hvort eftirlit lögreglu hafi verið að hennar frumkvæði eða hvort óskað hafi verið eftir því. Þá liggur ekki heldur fyrir hvort nokkur hafi hlýtt ákalli um hópferð. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra tjáir embættið sig ekki um öryggisráðstafanir einstaklinga.
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira