Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar 5. september 2025 08:02 Stjórn Eflingar stéttarfélags lýsir yfir eindregnum stuðningi við palestínsku þjóðina í þeim skelfilegu hörmungum sem að á henni dynja, og leggur sérstaka áherslu á samstöðu okkar við verkafólk í Palestínu sem þola þarf viðbjóðslega glæpi ólöglegs hernáms á hverjum degi. Við fordæmum harðlega þjóðarmorð Ísraela á Gaza og krefjumst tafarlausra aðgerða af hálfu íslenskra stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins. Árásir ísraelska hersins á almenna borgara, börn, konur og menn, sem og sprengingar á spítölum, skólum og flóttamannabúðum, eru glæpir gegn mannkyni. Stjórn Eflingar lýsir yfir viðurstyggð á kerfisbundnum morðum Ísraela á heilbrigðisstarfsfólki og fréttamönnum á Gaza. Aftökurnar vekja hrylling allra sem fylgjast með fréttum af svæðinu og sýna með skýrum hætti einbeittan vilja morðingjanna til að vinna óafturkræfan skaða á palestínsku samfélagi. Þessi grimmdarverk eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadómstóllinn hefur lagt framgöngu Ísraela að jöfnu við þjóðarmorð og úrskurðað hersetu á palestínsku landi ólöglega. Efling krefst þess að íslensk stjórnvöld þrýsti af fullu afli á að glæpir Ísraela í Palestínu verði stöðvaðir án tafar. Binda verður enda á hernám Ísraela og tryggja rétt flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna. Við hvetjum félagsfólk Eflingar og allan almenning til að mæta á samstöðufundinn Þjóð gegn þjóðarmorði sem haldinn verður laugardaginn 6. september klukkan 14:00. Fundurinn er haldinn í Reykjavík, í Stykkishólmi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík og Egilsstöðum og er skipulagður af samráðshópnum Samstaða með Palestínu, sem Efling tekur virkan þátt í. Saman getum við sent skýr skilaboð til Alþingis, ríkisstjórnar Íslands og heimsins alls: Þjóðarmorð verður ekki liðið. Réttlæti og friður verða að ráða för. Alexa Tracia PatriziGuðbjörg María JóepsdótturGuðmunda Valdís HelgadóttirHjörtur Birgir JóhönnusonIan Phillip McDonaldInnocentia FiatiKarla Esperanza Barralaga OconMichael Bragi WhalleyOlga LeonsdóttirRögnvaldur Ómar ReynissonSigurjón Ármann BjörnssonSólveig Anna JónsdóttirSæþór Benjamín RandalssonÞórir JóhannessonHöfundar eru stjórnarmenn í Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Eflingar stéttarfélags lýsir yfir eindregnum stuðningi við palestínsku þjóðina í þeim skelfilegu hörmungum sem að á henni dynja, og leggur sérstaka áherslu á samstöðu okkar við verkafólk í Palestínu sem þola þarf viðbjóðslega glæpi ólöglegs hernáms á hverjum degi. Við fordæmum harðlega þjóðarmorð Ísraela á Gaza og krefjumst tafarlausra aðgerða af hálfu íslenskra stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins. Árásir ísraelska hersins á almenna borgara, börn, konur og menn, sem og sprengingar á spítölum, skólum og flóttamannabúðum, eru glæpir gegn mannkyni. Stjórn Eflingar lýsir yfir viðurstyggð á kerfisbundnum morðum Ísraela á heilbrigðisstarfsfólki og fréttamönnum á Gaza. Aftökurnar vekja hrylling allra sem fylgjast með fréttum af svæðinu og sýna með skýrum hætti einbeittan vilja morðingjanna til að vinna óafturkræfan skaða á palestínsku samfélagi. Þessi grimmdarverk eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadómstóllinn hefur lagt framgöngu Ísraela að jöfnu við þjóðarmorð og úrskurðað hersetu á palestínsku landi ólöglega. Efling krefst þess að íslensk stjórnvöld þrýsti af fullu afli á að glæpir Ísraela í Palestínu verði stöðvaðir án tafar. Binda verður enda á hernám Ísraela og tryggja rétt flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna. Við hvetjum félagsfólk Eflingar og allan almenning til að mæta á samstöðufundinn Þjóð gegn þjóðarmorði sem haldinn verður laugardaginn 6. september klukkan 14:00. Fundurinn er haldinn í Reykjavík, í Stykkishólmi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík og Egilsstöðum og er skipulagður af samráðshópnum Samstaða með Palestínu, sem Efling tekur virkan þátt í. Saman getum við sent skýr skilaboð til Alþingis, ríkisstjórnar Íslands og heimsins alls: Þjóðarmorð verður ekki liðið. Réttlæti og friður verða að ráða för. Alexa Tracia PatriziGuðbjörg María JóepsdótturGuðmunda Valdís HelgadóttirHjörtur Birgir JóhönnusonIan Phillip McDonaldInnocentia FiatiKarla Esperanza Barralaga OconMichael Bragi WhalleyOlga LeonsdóttirRögnvaldur Ómar ReynissonSigurjón Ármann BjörnssonSólveig Anna JónsdóttirSæþór Benjamín RandalssonÞórir JóhannessonHöfundar eru stjórnarmenn í Eflingu stéttarfélagi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar