Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2025 16:27 Olíuvinnsla er ein helsta tekjulind rússneska ríkisins. Getty Forsvarsmenn opinbers rússnesks félags sem rekur olíuleiðslur þar í landi hefur varað framleiðendur við því að þeir gætu þurft draga úr flæðinu vegna drónaárása. Úkraínumenn hafa lagt sérstaka áherslu á árásir á innviði olíuframleiðslu í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Félagið Transneft sér um að flytja rúmlega átta prósent af þeirri olíu sem dælt er úr jörðu í Rússlandi til vinnslustöðva. Forsvarsmenn félagsins leyfa ekki olíuframleiðendum að geyma olíu í leiðslunum lengur og hafa varað við því að mögulegt sé að draga þurfi úr framleiðslu vegna árásanna, verði olíuleiðslurnar og dælustöðvar fyrir frekari árásum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir nokkrum heimildarmönnum sínum úr orkugeira Rússlands. Úkraínumenn hafa notað dróna til að gera árásir á að minnsta kosti tíu vinnslustöðvar í Rússlandi, auk innviða sem tengjast framleiðslunni. Í einhverjum tilfellum hafa þeir ráðist á sömu skotmörkin oftar en einu sinni til að valda frekari skemmdum á þeim. Sjá einnig: Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Þetta hefur dregið töluvert úr framleiðslugetu Rússa en um tíma fór samdrátturinn nærri því í tuttugu prósent af heildarframleiðslunni. Viðgerðir hafa farið fram í Rússlandi en í einhverjum tilfellum hafa refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi gert ráðamönnum þar erfitt um vik með að laga þá innviði sem þarf að laga og viðhalda vinnslustöðvum. Sala á jarðgasi, olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein Reuters hefur frá þriðjungi til helmings allra tekna rússneska ríkisins á undanförnum árum komið til vegna sölu á olíuvörum eða jarðgasi. Ráðamenn í Rússlandi hafa hingað til lítið sem ekkert sagt opinberlega um árásirnar á olíuvinnsluna eða afleiðingar hennar. Um níu prósent af allri olíuframleiðslu heims á sér stað í Rússlandi. Mest öll sala Rússlands fer nú til Kína og Indlands en nokkur lönd í Evrópu, aðallega Ungverjaland og Slóvakía, kaupa enn olíu og gas af Rússlandi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að árásir Úkraínumanna hafi valdið miklum skaða í Rússlandi. Meðal annars hefur hann sagt að árásirnar séu þær refsiaðgerðir fyrir innrásina sem virki hvað best. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Úkraína Hernaður Tengdar fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. 15. september 2025 13:33 Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 13. september 2025 16:40 Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. 11. september 2025 18:53 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins á Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Félagið Transneft sér um að flytja rúmlega átta prósent af þeirri olíu sem dælt er úr jörðu í Rússlandi til vinnslustöðva. Forsvarsmenn félagsins leyfa ekki olíuframleiðendum að geyma olíu í leiðslunum lengur og hafa varað við því að mögulegt sé að draga þurfi úr framleiðslu vegna árásanna, verði olíuleiðslurnar og dælustöðvar fyrir frekari árásum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir nokkrum heimildarmönnum sínum úr orkugeira Rússlands. Úkraínumenn hafa notað dróna til að gera árásir á að minnsta kosti tíu vinnslustöðvar í Rússlandi, auk innviða sem tengjast framleiðslunni. Í einhverjum tilfellum hafa þeir ráðist á sömu skotmörkin oftar en einu sinni til að valda frekari skemmdum á þeim. Sjá einnig: Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Þetta hefur dregið töluvert úr framleiðslugetu Rússa en um tíma fór samdrátturinn nærri því í tuttugu prósent af heildarframleiðslunni. Viðgerðir hafa farið fram í Rússlandi en í einhverjum tilfellum hafa refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi gert ráðamönnum þar erfitt um vik með að laga þá innviði sem þarf að laga og viðhalda vinnslustöðvum. Sala á jarðgasi, olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein Reuters hefur frá þriðjungi til helmings allra tekna rússneska ríkisins á undanförnum árum komið til vegna sölu á olíuvörum eða jarðgasi. Ráðamenn í Rússlandi hafa hingað til lítið sem ekkert sagt opinberlega um árásirnar á olíuvinnsluna eða afleiðingar hennar. Um níu prósent af allri olíuframleiðslu heims á sér stað í Rússlandi. Mest öll sala Rússlands fer nú til Kína og Indlands en nokkur lönd í Evrópu, aðallega Ungverjaland og Slóvakía, kaupa enn olíu og gas af Rússlandi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að árásir Úkraínumanna hafi valdið miklum skaða í Rússlandi. Meðal annars hefur hann sagt að árásirnar séu þær refsiaðgerðir fyrir innrásina sem virki hvað best.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Úkraína Hernaður Tengdar fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. 15. september 2025 13:33 Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 13. september 2025 16:40 Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. 11. september 2025 18:53 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins á Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46
Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. 15. september 2025 13:33
Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 13. september 2025 16:40
Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. 11. september 2025 18:53