Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 07:50 Forsætisráðherra Eistlands segir viðbragð NATO ríkjanna verða að vera samhæft og sterkt. Vísir/EPA Eistar hafa óskað eftir því að virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans sem kveður á um að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Eista segja Rússa hafa flogið þremur herþotum inni í flughelgi sína í gær. Þeim var að enda fylgt út af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem NATO-þjóð óskar eftir því að virkja 4. grein sáttmálans en Pólland óskaði eftir því að virkja samráð þjóðanna þann 10. september eftir að Rússar flugu herþotum sínum inni í lofthelgi þeirra. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Fram kom í fréttum í gær að rússnesku þoturnar voru í lofthelgi Eista fyrir Finnlandsflóa í tólf mínútur áður en þeim var fylgt út. Stjórnvöld í Eistlandi segja ekkert flugplan hafa verið skráð á rússnesku þoturnar, að slökkt hafi verið á ratsjá þeirra og að flugmennirnir hafi ekki átt í samskiptum við flugumferðarstjórn í Eistlandi. Fimmta sinn sem brotið er á lofthelgi Eista Talsmaður NATO sagði eftir atvikið að þetta væri eitt enn dæmi um kærulausa hegðun Rússa og getu NATO til að bregðast við því. Eistar segja þetta í fimmta sinn sem Rússar brjóta á lofthelgi þeirra á þessu ári. Rússar neita að hafa brotið gegn lofthelgi Eistland en spenna hefur aukist á svæðinu í kjölfar þess að bæði Pólland og Rúmenía sögðu Rússa hafa gert slíkt hið sama. Kristen Michal, forsætisráðherra Eistland, sagði að viðbragð NATO ríkjanna yrði að vera sterkt og sameinað. „Við teljum það nauðsynlegt að eiga í samráði við bandamenn okkar til að tryggja sameiginlega yfirsýn og til að vera sammála um næstu skref,“ er haft eftir honum í frétt BBC. Hann sagði þetta tengjast innrás Rússa í Úkraínu og viðbragði NATO við því. Innrásin gangi ekki eins og Rússar vilji og því séu þau að reyna að draga viðbragð NATO frá Úkraínu til landamæra sinna eigin ríkja. Trump ekki hrifinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hrifinn og að slíkt gæti leitt til vandræða. Varnarmálaráðuneyti Rússa sagði flugmenn á áætluðu flugi og að flugið hafi verið í samræmi við alþjóðlegar reglur um flug og að flugmennirnir hafi ekki farið yfir landamæri annarra ríkja. Flugmennirnir hafi flogið yfir hlutlaust svæði baltneskra ríkja í meira en þriggja kílómetra fjarlægð frá Vaindloo eyju sem tilheyrir Eistlandi. Eistland Pólland Rúmenía Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Tengdar fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09 NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem NATO-þjóð óskar eftir því að virkja 4. grein sáttmálans en Pólland óskaði eftir því að virkja samráð þjóðanna þann 10. september eftir að Rússar flugu herþotum sínum inni í lofthelgi þeirra. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Fram kom í fréttum í gær að rússnesku þoturnar voru í lofthelgi Eista fyrir Finnlandsflóa í tólf mínútur áður en þeim var fylgt út. Stjórnvöld í Eistlandi segja ekkert flugplan hafa verið skráð á rússnesku þoturnar, að slökkt hafi verið á ratsjá þeirra og að flugmennirnir hafi ekki átt í samskiptum við flugumferðarstjórn í Eistlandi. Fimmta sinn sem brotið er á lofthelgi Eista Talsmaður NATO sagði eftir atvikið að þetta væri eitt enn dæmi um kærulausa hegðun Rússa og getu NATO til að bregðast við því. Eistar segja þetta í fimmta sinn sem Rússar brjóta á lofthelgi þeirra á þessu ári. Rússar neita að hafa brotið gegn lofthelgi Eistland en spenna hefur aukist á svæðinu í kjölfar þess að bæði Pólland og Rúmenía sögðu Rússa hafa gert slíkt hið sama. Kristen Michal, forsætisráðherra Eistland, sagði að viðbragð NATO ríkjanna yrði að vera sterkt og sameinað. „Við teljum það nauðsynlegt að eiga í samráði við bandamenn okkar til að tryggja sameiginlega yfirsýn og til að vera sammála um næstu skref,“ er haft eftir honum í frétt BBC. Hann sagði þetta tengjast innrás Rússa í Úkraínu og viðbragði NATO við því. Innrásin gangi ekki eins og Rússar vilji og því séu þau að reyna að draga viðbragð NATO frá Úkraínu til landamæra sinna eigin ríkja. Trump ekki hrifinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hrifinn og að slíkt gæti leitt til vandræða. Varnarmálaráðuneyti Rússa sagði flugmenn á áætluðu flugi og að flugið hafi verið í samræmi við alþjóðlegar reglur um flug og að flugmennirnir hafi ekki farið yfir landamæri annarra ríkja. Flugmennirnir hafi flogið yfir hlutlaust svæði baltneskra ríkja í meira en þriggja kílómetra fjarlægð frá Vaindloo eyju sem tilheyrir Eistlandi.
Eistland Pólland Rúmenía Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Tengdar fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09 NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09
NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08
Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56