Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 07:50 Forsætisráðherra Eistlands segir viðbragð NATO ríkjanna verða að vera samhæft og sterkt. Vísir/EPA Eistar hafa óskað eftir því að virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans sem kveður á um að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Eista segja Rússa hafa flogið þremur herþotum inni í flughelgi sína í gær. Þeim var að enda fylgt út af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem NATO-þjóð óskar eftir því að virkja 4. grein sáttmálans en Pólland óskaði eftir því að virkja samráð þjóðanna þann 10. september eftir að Rússar flugu herþotum sínum inni í lofthelgi þeirra. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Fram kom í fréttum í gær að rússnesku þoturnar voru í lofthelgi Eista fyrir Finnlandsflóa í tólf mínútur áður en þeim var fylgt út. Stjórnvöld í Eistlandi segja ekkert flugplan hafa verið skráð á rússnesku þoturnar, að slökkt hafi verið á ratsjá þeirra og að flugmennirnir hafi ekki átt í samskiptum við flugumferðarstjórn í Eistlandi. Fimmta sinn sem brotið er á lofthelgi Eista Talsmaður NATO sagði eftir atvikið að þetta væri eitt enn dæmi um kærulausa hegðun Rússa og getu NATO til að bregðast við því. Eistar segja þetta í fimmta sinn sem Rússar brjóta á lofthelgi þeirra á þessu ári. Rússar neita að hafa brotið gegn lofthelgi Eistland en spenna hefur aukist á svæðinu í kjölfar þess að bæði Pólland og Rúmenía sögðu Rússa hafa gert slíkt hið sama. Kristen Michal, forsætisráðherra Eistland, sagði að viðbragð NATO ríkjanna yrði að vera sterkt og sameinað. „Við teljum það nauðsynlegt að eiga í samráði við bandamenn okkar til að tryggja sameiginlega yfirsýn og til að vera sammála um næstu skref,“ er haft eftir honum í frétt BBC. Hann sagði þetta tengjast innrás Rússa í Úkraínu og viðbragði NATO við því. Innrásin gangi ekki eins og Rússar vilji og því séu þau að reyna að draga viðbragð NATO frá Úkraínu til landamæra sinna eigin ríkja. Trump ekki hrifinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hrifinn og að slíkt gæti leitt til vandræða. Varnarmálaráðuneyti Rússa sagði flugmenn á áætluðu flugi og að flugið hafi verið í samræmi við alþjóðlegar reglur um flug og að flugmennirnir hafi ekki farið yfir landamæri annarra ríkja. Flugmennirnir hafi flogið yfir hlutlaust svæði baltneskra ríkja í meira en þriggja kílómetra fjarlægð frá Vaindloo eyju sem tilheyrir Eistlandi. Eistland Pólland Rúmenía Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Tengdar fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09 NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem NATO-þjóð óskar eftir því að virkja 4. grein sáttmálans en Pólland óskaði eftir því að virkja samráð þjóðanna þann 10. september eftir að Rússar flugu herþotum sínum inni í lofthelgi þeirra. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Fram kom í fréttum í gær að rússnesku þoturnar voru í lofthelgi Eista fyrir Finnlandsflóa í tólf mínútur áður en þeim var fylgt út. Stjórnvöld í Eistlandi segja ekkert flugplan hafa verið skráð á rússnesku þoturnar, að slökkt hafi verið á ratsjá þeirra og að flugmennirnir hafi ekki átt í samskiptum við flugumferðarstjórn í Eistlandi. Fimmta sinn sem brotið er á lofthelgi Eista Talsmaður NATO sagði eftir atvikið að þetta væri eitt enn dæmi um kærulausa hegðun Rússa og getu NATO til að bregðast við því. Eistar segja þetta í fimmta sinn sem Rússar brjóta á lofthelgi þeirra á þessu ári. Rússar neita að hafa brotið gegn lofthelgi Eistland en spenna hefur aukist á svæðinu í kjölfar þess að bæði Pólland og Rúmenía sögðu Rússa hafa gert slíkt hið sama. Kristen Michal, forsætisráðherra Eistland, sagði að viðbragð NATO ríkjanna yrði að vera sterkt og sameinað. „Við teljum það nauðsynlegt að eiga í samráði við bandamenn okkar til að tryggja sameiginlega yfirsýn og til að vera sammála um næstu skref,“ er haft eftir honum í frétt BBC. Hann sagði þetta tengjast innrás Rússa í Úkraínu og viðbragði NATO við því. Innrásin gangi ekki eins og Rússar vilji og því séu þau að reyna að draga viðbragð NATO frá Úkraínu til landamæra sinna eigin ríkja. Trump ekki hrifinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hrifinn og að slíkt gæti leitt til vandræða. Varnarmálaráðuneyti Rússa sagði flugmenn á áætluðu flugi og að flugið hafi verið í samræmi við alþjóðlegar reglur um flug og að flugmennirnir hafi ekki farið yfir landamæri annarra ríkja. Flugmennirnir hafi flogið yfir hlutlaust svæði baltneskra ríkja í meira en þriggja kílómetra fjarlægð frá Vaindloo eyju sem tilheyrir Eistlandi.
Eistland Pólland Rúmenía Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Tengdar fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09 NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09
NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08
Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56