Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2025 21:41 Nýskorinn hvalur í þorpinu Qaarsut. Egill Aðalsteinsson Grænlendingar eru drjúgir hvalveiðimenn. Kvótinn í ár leyfir þessari næstu nágrannaþjóð Íslendinga að veiða þrjátíu og eitt stórhveli og hátt í tvöhundruð hrefnur. Í fréttum Sýnar var grænlensk hvalveiðibyggð lengst norðan heimskautsbaugs heimsótt, þorpið Qaarsut. Það er á 71 breiddargráðu norðan Diskó-eyju. Í þessari 170 manna byggð á vesturströnd Grænlands lifa íbúarnir einkum á fiskveiðum, selveiðum og hvalveiðum og hér eru bæði verslun og barnaskóli. Þeir sækja aflann á smábátum, stunda greinilega línuveiðar og hafa sitt beitningafólk. Þetta fólk var að beita línu í fjörunni. Ísjakarnir lóna fyrir utan.Egill Aðalsteinsson Einnig starfa margir við flugvöllinn, sem þjónar jafnframt bænum Uumunnaq á eyju skammt frá. Í þeim bæ búa 1.400 manns og eru flugfarþegar ferjaðir á milli í þyrlu til móts við stærri flugvél. En það eru hvalirnir sem synda innan um borgarísjakana rétt utan þorpsins sem fanga athygli okkar. Okkur sýnast þetta vera hrefnur en þær eru langalgengasta bráð grænlenskra hvalveiðimanna. Hvalina má glögglega sjá hér í frétt Sýnar: Alþjóðasamfélagið viðurkennir veiðar þeirra sem frumbyggjaveiðar og í fjörunni sjáum við hrefnu sem menn eru langt komnir með að skera. Þorpsbúi sagði okkur reyndar að sú hefði verið skotin eftir að hafa særst við að lenda í árekstri við bát. Hvalskurðurinn fer fram á steinklöpp.Egill Aðalsteinsson Við giskum á að mannfólkið hafi byrjað á að ná í bestu bitana af hvalnum fyrir sig. Svo fer kannski restin í að fæða sleðahundana sem virðast vera nánast við hvert einasta heimili í þorpinu. Sleðahundar virðast vera við hvert einasta íbúðarhús í þorpinu.Egill Aðalsteinsson Grænlenska landsstjórnin gefur út hvalveiðikvóta í samræmi við ráðgjöf frá Alþjóðahvalveiðiráðinu og hafa þeir verið óbreyttir mörg ár í röð; 164 hrefnur og 31 stórhveli, þar af nítján langreyðar, tíu hnúfubakar og tveir sléttbakar. Auk þess hafa íbúar Austur-Grænlands sérkvóta upp á tuttugu hrefnur. Um 170 manns búa í þorpinu Qaarsut.Egill Aðalsteinsson. Reyndin undanfarin ár hefur verið sú að um 150 hvalir hafa veiðst árlega, langmest hrefnur. Í fyrra veiddu Grænlendingar 143 hrefnur en aðeins þrjú stórhveli, tvær langreyðar og einn hnúfubak og vantaði því talsvert upp á að þeir næðu að klára hvalveiðikvótana. Grænland Hvalveiðar Hvalir Norðurslóðir Sjávarútvegur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Í fréttum Sýnar var grænlensk hvalveiðibyggð lengst norðan heimskautsbaugs heimsótt, þorpið Qaarsut. Það er á 71 breiddargráðu norðan Diskó-eyju. Í þessari 170 manna byggð á vesturströnd Grænlands lifa íbúarnir einkum á fiskveiðum, selveiðum og hvalveiðum og hér eru bæði verslun og barnaskóli. Þeir sækja aflann á smábátum, stunda greinilega línuveiðar og hafa sitt beitningafólk. Þetta fólk var að beita línu í fjörunni. Ísjakarnir lóna fyrir utan.Egill Aðalsteinsson Einnig starfa margir við flugvöllinn, sem þjónar jafnframt bænum Uumunnaq á eyju skammt frá. Í þeim bæ búa 1.400 manns og eru flugfarþegar ferjaðir á milli í þyrlu til móts við stærri flugvél. En það eru hvalirnir sem synda innan um borgarísjakana rétt utan þorpsins sem fanga athygli okkar. Okkur sýnast þetta vera hrefnur en þær eru langalgengasta bráð grænlenskra hvalveiðimanna. Hvalina má glögglega sjá hér í frétt Sýnar: Alþjóðasamfélagið viðurkennir veiðar þeirra sem frumbyggjaveiðar og í fjörunni sjáum við hrefnu sem menn eru langt komnir með að skera. Þorpsbúi sagði okkur reyndar að sú hefði verið skotin eftir að hafa særst við að lenda í árekstri við bát. Hvalskurðurinn fer fram á steinklöpp.Egill Aðalsteinsson Við giskum á að mannfólkið hafi byrjað á að ná í bestu bitana af hvalnum fyrir sig. Svo fer kannski restin í að fæða sleðahundana sem virðast vera nánast við hvert einasta heimili í þorpinu. Sleðahundar virðast vera við hvert einasta íbúðarhús í þorpinu.Egill Aðalsteinsson Grænlenska landsstjórnin gefur út hvalveiðikvóta í samræmi við ráðgjöf frá Alþjóðahvalveiðiráðinu og hafa þeir verið óbreyttir mörg ár í röð; 164 hrefnur og 31 stórhveli, þar af nítján langreyðar, tíu hnúfubakar og tveir sléttbakar. Auk þess hafa íbúar Austur-Grænlands sérkvóta upp á tuttugu hrefnur. Um 170 manns búa í þorpinu Qaarsut.Egill Aðalsteinsson. Reyndin undanfarin ár hefur verið sú að um 150 hvalir hafa veiðst árlega, langmest hrefnur. Í fyrra veiddu Grænlendingar 143 hrefnur en aðeins þrjú stórhveli, tvær langreyðar og einn hnúfubak og vantaði því talsvert upp á að þeir næðu að klára hvalveiðikvótana.
Grænland Hvalveiðar Hvalir Norðurslóðir Sjávarútvegur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira