Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 22. september 2025 09:32 Við upplifum öll vanlíðan á lífsleiðinni og margir lenda á þeim stað að upplifa algert vonleysi. Tilfinningin fyrir því að öll sund séu lokuð getur verið yfirþyrmandi. Þá skiptir mestu máli að til séu leiðir til að komast í samband við fólk – að geta náð til einhvers sem getur hlustað, gefið tíma og veitt von. Aðgengi að þjónustu er lykilatriðið: að hægt sé að hringja, fá tíma fljótt og upplifa að maður sé ekki einn í heiminum. Sem betur fer eru slíkir staðir til á Íslandi. Hugtakið lágþröskuldaþjónusta er notað um úrræði sem virka þannig að hægt er að koma hratt og vel til móts við fólk á eigin forsendum, með viðeigandi stuðning og hjálp á réttum tíma. Uppfærð aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga sem lögð var fyrir Alþingi í vor setur sem aðgerð að tryggja skuli aðgengi að gagnreyndu lágþröskuldaúrræði án biðtíma, bæði fyrir fullorðið fólk og fyrir börn og ungmenni. Félagasamtök hafa byggt upp fagleg úrræði sem veita slíka þjónustu: Pieta samtökin hafa lagt sérstaka áherslu á að veita fólki í sjálfsvígshættu meðferð og styðja aðstandenda þeirra. Bergið headspace þjónustar ungt fólk á aldrinum 12-25 ára. Þar er ekki skilyrði að vera í hættu heldur lögð áhersla á að öll ungmenni á þessum aldri geti fengið faglegan stuðning án þess að gefa upp ástæðu fyrir komu. 1717 sími rauða krossins er opinn öllum á öllum aldri allan sólarhringinn og veitir samtal og stuðning. Ég vil einnig minnast á Sorgarmiðstöðina sem sameinaði mörg smærri samtök syrgjenda í öfluga miðstöð. Hún veitir ómetanlegan stuðning til syrgjenda, sem er forvörn í sjálfu sér. Sjálfsvíg eru stórt samfélagslegt mein á Íslandi. Á undanförnum 10 árum (2014-2023) hafa 398 manns látist á Íslandi úr sjálfsvígum. Sjálfsvíg eru orsök um þriðjungs andláta fólks á aldrinum 18-29 ára og algengasta dánarorsök fólks á þeim aldri. Samkvæmt sérfræðingum hefur hvert sjálfsvíg bein áhrif á um 135 einstaklinga. Börn, makar, foreldrar, afar og ömmur, frændfólk, vinir og samstarfsfélagar verða fyrir áhrifum slíks missis. Eðli andlátsins gerir alla sorgarúrvinnslu mun flóknari og oft geta afleiðingar orðið mjög miklar fyrir eftirlifendur. Ef við miðum við andlát síðustu 10 ára eru þetta yfir 50 þúsund manns sem sitja eftir. Þetta er mjög dýrt í peningum fyrir samfélag okkar, en ekki síður dýrt fyrir fólkið sem ekki lifði og fær ekki að lifa lífinu sínu, elska, læra og þroskast og gefa til samfélagsins. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig á mikilvægi lágþröskuldaþjónustu á Íslandi og hlutverki þeirra í því að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Ég er algerlega sannfærð um að þessi úrræði hafa bjargað mannslífum á síðustu árum og það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja með fjárhagslegum stuðningi að þau verði áfram til og geti veitt lífsbjargandi þjónustu okkur öllum til heilla. Við eigum að gera allt í okkar valdi til að koma til móts við fólk á sinni verstu stund. Það er ekki bara hagkvæmt fyrir samfélagið – það er einfaldlega rétt. Höfundur er starfandi varaþingmaður, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bergsins headspace og aðstandandi. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Einnig geta ungmenni fengið aðstoð í Berginu headspace, bergid.is, s. 571-5580. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Við upplifum öll vanlíðan á lífsleiðinni og margir lenda á þeim stað að upplifa algert vonleysi. Tilfinningin fyrir því að öll sund séu lokuð getur verið yfirþyrmandi. Þá skiptir mestu máli að til séu leiðir til að komast í samband við fólk – að geta náð til einhvers sem getur hlustað, gefið tíma og veitt von. Aðgengi að þjónustu er lykilatriðið: að hægt sé að hringja, fá tíma fljótt og upplifa að maður sé ekki einn í heiminum. Sem betur fer eru slíkir staðir til á Íslandi. Hugtakið lágþröskuldaþjónusta er notað um úrræði sem virka þannig að hægt er að koma hratt og vel til móts við fólk á eigin forsendum, með viðeigandi stuðning og hjálp á réttum tíma. Uppfærð aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga sem lögð var fyrir Alþingi í vor setur sem aðgerð að tryggja skuli aðgengi að gagnreyndu lágþröskuldaúrræði án biðtíma, bæði fyrir fullorðið fólk og fyrir börn og ungmenni. Félagasamtök hafa byggt upp fagleg úrræði sem veita slíka þjónustu: Pieta samtökin hafa lagt sérstaka áherslu á að veita fólki í sjálfsvígshættu meðferð og styðja aðstandenda þeirra. Bergið headspace þjónustar ungt fólk á aldrinum 12-25 ára. Þar er ekki skilyrði að vera í hættu heldur lögð áhersla á að öll ungmenni á þessum aldri geti fengið faglegan stuðning án þess að gefa upp ástæðu fyrir komu. 1717 sími rauða krossins er opinn öllum á öllum aldri allan sólarhringinn og veitir samtal og stuðning. Ég vil einnig minnast á Sorgarmiðstöðina sem sameinaði mörg smærri samtök syrgjenda í öfluga miðstöð. Hún veitir ómetanlegan stuðning til syrgjenda, sem er forvörn í sjálfu sér. Sjálfsvíg eru stórt samfélagslegt mein á Íslandi. Á undanförnum 10 árum (2014-2023) hafa 398 manns látist á Íslandi úr sjálfsvígum. Sjálfsvíg eru orsök um þriðjungs andláta fólks á aldrinum 18-29 ára og algengasta dánarorsök fólks á þeim aldri. Samkvæmt sérfræðingum hefur hvert sjálfsvíg bein áhrif á um 135 einstaklinga. Börn, makar, foreldrar, afar og ömmur, frændfólk, vinir og samstarfsfélagar verða fyrir áhrifum slíks missis. Eðli andlátsins gerir alla sorgarúrvinnslu mun flóknari og oft geta afleiðingar orðið mjög miklar fyrir eftirlifendur. Ef við miðum við andlát síðustu 10 ára eru þetta yfir 50 þúsund manns sem sitja eftir. Þetta er mjög dýrt í peningum fyrir samfélag okkar, en ekki síður dýrt fyrir fólkið sem ekki lifði og fær ekki að lifa lífinu sínu, elska, læra og þroskast og gefa til samfélagsins. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig á mikilvægi lágþröskuldaþjónustu á Íslandi og hlutverki þeirra í því að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Ég er algerlega sannfærð um að þessi úrræði hafa bjargað mannslífum á síðustu árum og það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja með fjárhagslegum stuðningi að þau verði áfram til og geti veitt lífsbjargandi þjónustu okkur öllum til heilla. Við eigum að gera allt í okkar valdi til að koma til móts við fólk á sinni verstu stund. Það er ekki bara hagkvæmt fyrir samfélagið – það er einfaldlega rétt. Höfundur er starfandi varaþingmaður, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bergsins headspace og aðstandandi. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Einnig geta ungmenni fengið aðstoð í Berginu headspace, bergid.is, s. 571-5580. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun