Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2025 10:10 Donald Trump (miðju), Robert F. Kennedy yngri og Dr. Mezhmet Oz. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann tengdi notkun paracetamols á meðgöngu við einhverfu. Þá var kynnt átak sem varpa á frekara ljósi á hina flóknu taugaþroskaröskun. Á fundinum, sem var einnig stýrt af Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, og Dr. Mehmet Oz, háttsettum starfsmanni heilbrigðisráðuneytisins og fyrrverandi sjónvarpsmanni, vörpuðu þeir fram ýmsum fullyrðingum sem sérfræðingar draga mjög í efa og öðrum sem hafa fyrir löngu síðan verið afsannaðar. „Ekki taka Tylenol [paracetamol] á meðgöngu,“ sagði Trump rúmlega tíu sinnum á blaðamannafundinum. Hann sagði óléttum konum að berjast af hörku gegn því að taka verkjalyfið og að þær gætu eingöngu tekið lyfið ef þær væru með háan hita eða gætu ekki „harkað af sér“ verki. Hann sagði einnig að ekki ætti að gefa börnum verkjalyfið og ýtti undir löngu síðan afsannaðar samsæriskenningar um að bólusetningar gætu einnig leitt til einhverfu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump: DON’T TAKE TYLENOL. There is no downside. You will be uncomfortable, it won't be as easy pic.twitter.com/yRUKcWuFm5— Acyn (@Acyn) September 22, 2025 Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í heild sinni hér. Trump sagði að Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna muni byrja að vara lækna við því að notkun paracetamols geti tengst einhverfu en lyfið er selt í almennum apótekum. Hann sagði þó sjálfur á fundinum í gær að ráðlagning hans byggði í raun á engu öðru en hans eigin tilfinningu fyrir málinu. Sjá einnig: Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Trump sagði einnig að einhverfa fyndist ekki í Amish-samfélagi Bandaríkjanna, vegna þess að þau tækju yfirleitt ekki verkjalyf. Það er þvæla sem hefur margsinnis verið varpað fram áður á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum og annarsstaðar, í tengslum við einhverfu, geðræn vandamál, krabbamein, bóluefni og önnur tilefni. Glenn: I recently saw an amish man on a podcast, and host ask them what the rates were for ADHD and autism and he had no idea about ADHD. Trump: It doesn't exist within the amish community and they don't take all of this junk. It doesn't exist pic.twitter.com/zeJErrdrYG— Acyn (@Acyn) September 22, 2025 Óábyrgur fundur AP fréttaveitan segir útlit fyrir að tilkynningin í gær hafi stuðst við gamlar rannsóknir og að nýjar rannsóknir virðist ekki hafa verið framkvæmdar í tengslum við hana. Sérfræðingar og læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við eru sammála um að ummæli Trumps og annarra á fundinum í gær hafi verið óábyrg. Einn sagði fundinn hafa verið skömmustulegan. Viðkomandi sagðist aldrei áður hafa séð sambærileg ummæli frá aðilum í áhrifastöðu. Þeir hefðu varpað fram alls konar fullyrðingum án sannanna, notast við gamlar sögusagnir, lagt fram léleg ráð og hreinlega logið. Fundurinn hefði hreinlega verið hættulegur. Í grein Washington Post segir að núverandi áhyggjur sérstakra hópa af verkjalyfinu og meintra tengsla þess við einhverfu megi að miklu leyti rekja til rannsóknar sem birt var í ágúst. Sú rannsókn, sem þykir vel framkvæmd, er í raun samantekt á öðrum rannsóknum sem benda til tengsla. Sérfræðingar segja tengslin ekki benda til orsakasambands og vísa einnig til þess að aðrar vel framkvæmdar rannsóknir gefa til kynna að tengslin séu engin. Samtök fæðingarlækna og kvensjúkdómalækna í Bandaríkjunum hafa sent frá sér yfirlýsingu um að þar á bæ hafi menn miklar áhyggjur af yfirlýsingum Trumps og félaga á fundinum í gær. Þær hafi verið einstaklega óábyrgar með tilliti til þess hve ruglandi þær voru og hvaða skilaboð þau senda til óléttra kvenna. Þar að auki séu þær ekki studdar af rannsóknum og séu mikil einföldun. Trump var spurður út í þessa yfirlýsingu á blaðamannafundinum í gær. Þá gaf forsetinn til kynna að samtökin væru hluti af hinum ráðandi öflum og sagði að þau væru fjármögnuð úr ýmsum áttum. Hann bætti svo við að mögulega væri þetta rétt hjá samtökunum, að verkjalyfið væri öruggt. Hann teldi þó sjálfur að svo væri ekki. Q: The American College of Obstetricians and Gynecologists put out a statement saying that 'acetaminophen remains a safe trusted option for pain relief during pregnancy.' That's at odds with what you said.TRUMP: That's the establishment. They're funded by lots of different… pic.twitter.com/0EBgk13YJn— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2025 Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Lyf Einhverfa Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Á fundinum, sem var einnig stýrt af Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, og Dr. Mehmet Oz, háttsettum starfsmanni heilbrigðisráðuneytisins og fyrrverandi sjónvarpsmanni, vörpuðu þeir fram ýmsum fullyrðingum sem sérfræðingar draga mjög í efa og öðrum sem hafa fyrir löngu síðan verið afsannaðar. „Ekki taka Tylenol [paracetamol] á meðgöngu,“ sagði Trump rúmlega tíu sinnum á blaðamannafundinum. Hann sagði óléttum konum að berjast af hörku gegn því að taka verkjalyfið og að þær gætu eingöngu tekið lyfið ef þær væru með háan hita eða gætu ekki „harkað af sér“ verki. Hann sagði einnig að ekki ætti að gefa börnum verkjalyfið og ýtti undir löngu síðan afsannaðar samsæriskenningar um að bólusetningar gætu einnig leitt til einhverfu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump: DON’T TAKE TYLENOL. There is no downside. You will be uncomfortable, it won't be as easy pic.twitter.com/yRUKcWuFm5— Acyn (@Acyn) September 22, 2025 Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í heild sinni hér. Trump sagði að Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna muni byrja að vara lækna við því að notkun paracetamols geti tengst einhverfu en lyfið er selt í almennum apótekum. Hann sagði þó sjálfur á fundinum í gær að ráðlagning hans byggði í raun á engu öðru en hans eigin tilfinningu fyrir málinu. Sjá einnig: Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Trump sagði einnig að einhverfa fyndist ekki í Amish-samfélagi Bandaríkjanna, vegna þess að þau tækju yfirleitt ekki verkjalyf. Það er þvæla sem hefur margsinnis verið varpað fram áður á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum og annarsstaðar, í tengslum við einhverfu, geðræn vandamál, krabbamein, bóluefni og önnur tilefni. Glenn: I recently saw an amish man on a podcast, and host ask them what the rates were for ADHD and autism and he had no idea about ADHD. Trump: It doesn't exist within the amish community and they don't take all of this junk. It doesn't exist pic.twitter.com/zeJErrdrYG— Acyn (@Acyn) September 22, 2025 Óábyrgur fundur AP fréttaveitan segir útlit fyrir að tilkynningin í gær hafi stuðst við gamlar rannsóknir og að nýjar rannsóknir virðist ekki hafa verið framkvæmdar í tengslum við hana. Sérfræðingar og læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við eru sammála um að ummæli Trumps og annarra á fundinum í gær hafi verið óábyrg. Einn sagði fundinn hafa verið skömmustulegan. Viðkomandi sagðist aldrei áður hafa séð sambærileg ummæli frá aðilum í áhrifastöðu. Þeir hefðu varpað fram alls konar fullyrðingum án sannanna, notast við gamlar sögusagnir, lagt fram léleg ráð og hreinlega logið. Fundurinn hefði hreinlega verið hættulegur. Í grein Washington Post segir að núverandi áhyggjur sérstakra hópa af verkjalyfinu og meintra tengsla þess við einhverfu megi að miklu leyti rekja til rannsóknar sem birt var í ágúst. Sú rannsókn, sem þykir vel framkvæmd, er í raun samantekt á öðrum rannsóknum sem benda til tengsla. Sérfræðingar segja tengslin ekki benda til orsakasambands og vísa einnig til þess að aðrar vel framkvæmdar rannsóknir gefa til kynna að tengslin séu engin. Samtök fæðingarlækna og kvensjúkdómalækna í Bandaríkjunum hafa sent frá sér yfirlýsingu um að þar á bæ hafi menn miklar áhyggjur af yfirlýsingum Trumps og félaga á fundinum í gær. Þær hafi verið einstaklega óábyrgar með tilliti til þess hve ruglandi þær voru og hvaða skilaboð þau senda til óléttra kvenna. Þar að auki séu þær ekki studdar af rannsóknum og séu mikil einföldun. Trump var spurður út í þessa yfirlýsingu á blaðamannafundinum í gær. Þá gaf forsetinn til kynna að samtökin væru hluti af hinum ráðandi öflum og sagði að þau væru fjármögnuð úr ýmsum áttum. Hann bætti svo við að mögulega væri þetta rétt hjá samtökunum, að verkjalyfið væri öruggt. Hann teldi þó sjálfur að svo væri ekki. Q: The American College of Obstetricians and Gynecologists put out a statement saying that 'acetaminophen remains a safe trusted option for pain relief during pregnancy.' That's at odds with what you said.TRUMP: That's the establishment. They're funded by lots of different… pic.twitter.com/0EBgk13YJn— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2025
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Lyf Einhverfa Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira