Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2025 06:26 Trump sagði í gær að Selenskí væri „hugrakkur maður“. Spurður að því hvort hann treysti enn Vladimir Pútín, sagði hann það myndu koma í ljós innan mánaðar en Trump hefur ítrekað lengt í gálgafresti Rússa. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Rússa í afar erfiðri stöðu efnahagslega. Áralangt stríð hafi ekki skilað þeim neinu og aðeins afhjúpað hernaðarlega veikleika þeirra. Trump fór mikinn um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gær, eftir fund sinn með Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Í færslu sinni sagði forsetinn meðal annars að eftir að hafa kynnt sér ítarlega hernaðarlega og efnahagslega stöðu Rússlands hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að Úkraína gæti, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, unnið aftur allt það land sem Rússar hefðu hernumið. Forsetinn sagði Rússa nú hafa staðið í stríði í þrjú og hálft ár, sem hefði átt að taka þá viku að vinna. Átökin hefðu afhjúpað Rússland sem „pappírs tígur“. Öllum útgjöldum væri varið í að fjármagna stríðsreksturinn og þá stæðu íbúar landsins í röðum til að kaupa eldsneyti. Trump sagði Úkraínumenn hafa sýnt mikinn baráttuanda. Hann ítrekaði að Rússland og Pútín ættu í verulegum efnahagslegum erfiðleikum og það væri kominn tími fyrir Úkraínumenn að grípa til aðgerða. Bandaríkin myndu halda áfram að sjá Nató fyrir vopnum og það væri undir Nató komið hvernig þau væru nýtt. Forsetinn hafði fyrr um daginn gert því skóna að Bandaríkin væru reiðubúinn til að herða efnahagslegar þvinganir gegn Rússum, svo lengi sem Evrópuríkin hættu að kaupa olíu af þeim. Hann virðist þó fara fram og til baka í afstöðu sinni gagnvart átökunum en Úkraínumenn hafa ítrekað óskað eftir frekari stuðningi til að „grípa til aðgerða“, án þess að fá afgerandi svar frá bandamönnum. Þá var það til marks um hringlandahátt Bandaríkjaforseta að hann lauk færslu sinni á Truth Social með því að óska báðum deiluaðilum velfarnaðar. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Trump fór mikinn um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gær, eftir fund sinn með Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Í færslu sinni sagði forsetinn meðal annars að eftir að hafa kynnt sér ítarlega hernaðarlega og efnahagslega stöðu Rússlands hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að Úkraína gæti, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, unnið aftur allt það land sem Rússar hefðu hernumið. Forsetinn sagði Rússa nú hafa staðið í stríði í þrjú og hálft ár, sem hefði átt að taka þá viku að vinna. Átökin hefðu afhjúpað Rússland sem „pappírs tígur“. Öllum útgjöldum væri varið í að fjármagna stríðsreksturinn og þá stæðu íbúar landsins í röðum til að kaupa eldsneyti. Trump sagði Úkraínumenn hafa sýnt mikinn baráttuanda. Hann ítrekaði að Rússland og Pútín ættu í verulegum efnahagslegum erfiðleikum og það væri kominn tími fyrir Úkraínumenn að grípa til aðgerða. Bandaríkin myndu halda áfram að sjá Nató fyrir vopnum og það væri undir Nató komið hvernig þau væru nýtt. Forsetinn hafði fyrr um daginn gert því skóna að Bandaríkin væru reiðubúinn til að herða efnahagslegar þvinganir gegn Rússum, svo lengi sem Evrópuríkin hættu að kaupa olíu af þeim. Hann virðist þó fara fram og til baka í afstöðu sinni gagnvart átökunum en Úkraínumenn hafa ítrekað óskað eftir frekari stuðningi til að „grípa til aðgerða“, án þess að fá afgerandi svar frá bandamönnum. Þá var það til marks um hringlandahátt Bandaríkjaforseta að hann lauk færslu sinni á Truth Social með því að óska báðum deiluaðilum velfarnaðar.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira