Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 15:06 Selinskí Úkraínuforseti á leið á sviðið í höfuðstöðum Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. AP/Yuki Iwamura Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. „Þjóð sem þráir frið þarf engu að síður að nota vopn,“ sagði Selenskí. „Alþjóðalög virka ekki nema þú eigir öfluga vini sem eru tilbúnir að verja þau – og jafnvel það er gagnslaust án vopna.“ Forsetinn sagði að þrátt fyrir blóðsúthellingar væru Úkraínumenn friðsamt fólk. Vopnahlé kæmist ekki á vegna þess að Rússar segðu nei. Þeir héldu áfram loftárásum, jafnvel nærri kjarnorkuverum, og hefðu numið þúsundir úkraínskra barna á brott. Yrði að passa upp á Moldóvu Hann gagnrýndi veikleika alþjóðastofnana og benti á að innrásir Rússa í lofthelgi Póllands og Eistlands sýndu að jafnvel aðild að hernaðarbandalagi eins og NATO veitti ekki sjálfkrafa öryggi. Eistland hafi í fyrsta sinn neyðst til að kalla saman öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa. Selenskí varaði einnig við rússneskum áhrifum í Moldóvu. Evrópa hefði misst Georgíu og Hvíta-Rússland. Moldóva mætti ekki verða næsta fórnarlamb. Evrópusambandið yrði að hjálpa Moldóvum með fjármunum og aðstoð í orkumálum en ekki með orðum og pólitískum yfirlýsingum. Forsetinn fjallaði sérstaklega um vaxandi ógn dróna og gervigreindar í hernaði. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær drónar fara að berjast sjálfir, án þess að lúta stjórn manna,“ sagði Selinskí. Vegna innrásarstríðs Rússa hefðu tugir þúsunda kunnáttu til að nota dróna til að drepa fólk. Hann spurði hvað myndi gerast yrðu drónar enn aðgengilegri í framtíðinni? Hann krafðist alþjóðlegra reglna um notkun gervigreindar í vopnum. Ódýrara nú en seinna Selenskí lagði áherslu á að stöðva yrði Vladimir Pútín Rússlandsforseta strax. „Það er ódýrara að stöðva Pútína núna,“ sagði Selinskí og bar saman kostnaðinn við að verja skip og hafnir heimsins síðar. Pútín myndi bæta við stríðsrekstur sinn yrði hann ekki stöðvaður. Viðstaddir í New York væru ábyrgir fyrir því að brottnumin börn gætu snúið heim til sín, fangar yrðu frelsaðir og gíslar komist heim. Í lok ræðu sinnar þakkaði hann Bandaríkjaforsetunum, núverandi og fyrrverandi, fyrir stuðninginn en undirstrikaði að friður væri sameiginlegt verkefni allra. Selenski minntist banatilræðis við Donald Trump og nýlegu morði á Charlie Kirk vestan hafs í ræðu sinni í samhengi við útbreiðslu vopna. Þá hvatti hann aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að láta í sér heyra á meðan stríði Rússa standi. Þjóðirnar þurfi að fordæma aðgerðir Rússa. Hann lauk ræðu sinni á kunnuglegum nótum: „Slava Ukraini“ eða „dýrð sé Úkraínu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
„Þjóð sem þráir frið þarf engu að síður að nota vopn,“ sagði Selenskí. „Alþjóðalög virka ekki nema þú eigir öfluga vini sem eru tilbúnir að verja þau – og jafnvel það er gagnslaust án vopna.“ Forsetinn sagði að þrátt fyrir blóðsúthellingar væru Úkraínumenn friðsamt fólk. Vopnahlé kæmist ekki á vegna þess að Rússar segðu nei. Þeir héldu áfram loftárásum, jafnvel nærri kjarnorkuverum, og hefðu numið þúsundir úkraínskra barna á brott. Yrði að passa upp á Moldóvu Hann gagnrýndi veikleika alþjóðastofnana og benti á að innrásir Rússa í lofthelgi Póllands og Eistlands sýndu að jafnvel aðild að hernaðarbandalagi eins og NATO veitti ekki sjálfkrafa öryggi. Eistland hafi í fyrsta sinn neyðst til að kalla saman öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa. Selenskí varaði einnig við rússneskum áhrifum í Moldóvu. Evrópa hefði misst Georgíu og Hvíta-Rússland. Moldóva mætti ekki verða næsta fórnarlamb. Evrópusambandið yrði að hjálpa Moldóvum með fjármunum og aðstoð í orkumálum en ekki með orðum og pólitískum yfirlýsingum. Forsetinn fjallaði sérstaklega um vaxandi ógn dróna og gervigreindar í hernaði. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær drónar fara að berjast sjálfir, án þess að lúta stjórn manna,“ sagði Selinskí. Vegna innrásarstríðs Rússa hefðu tugir þúsunda kunnáttu til að nota dróna til að drepa fólk. Hann spurði hvað myndi gerast yrðu drónar enn aðgengilegri í framtíðinni? Hann krafðist alþjóðlegra reglna um notkun gervigreindar í vopnum. Ódýrara nú en seinna Selenskí lagði áherslu á að stöðva yrði Vladimir Pútín Rússlandsforseta strax. „Það er ódýrara að stöðva Pútína núna,“ sagði Selinskí og bar saman kostnaðinn við að verja skip og hafnir heimsins síðar. Pútín myndi bæta við stríðsrekstur sinn yrði hann ekki stöðvaður. Viðstaddir í New York væru ábyrgir fyrir því að brottnumin börn gætu snúið heim til sín, fangar yrðu frelsaðir og gíslar komist heim. Í lok ræðu sinnar þakkaði hann Bandaríkjaforsetunum, núverandi og fyrrverandi, fyrir stuðninginn en undirstrikaði að friður væri sameiginlegt verkefni allra. Selenski minntist banatilræðis við Donald Trump og nýlegu morði á Charlie Kirk vestan hafs í ræðu sinni í samhengi við útbreiðslu vopna. Þá hvatti hann aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að láta í sér heyra á meðan stríði Rússa standi. Þjóðirnar þurfi að fordæma aðgerðir Rússa. Hann lauk ræðu sinni á kunnuglegum nótum: „Slava Ukraini“ eða „dýrð sé Úkraínu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira