Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2025 20:30 vísir/diego Það var dramatík í Laugardalnum þegar Þróttur Reykjavík sigraði Víking 3-2 í efri hluta Bestu deildar kvenna í kvöld. Kayla Rollins skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði Þrótti þrjú mikilvæg stig í baráttunni um Evrópusæti. Þróttur byrjaði leikinn af krafti og fengu strax dauðafæri á þriðju mínútu leiksins. Sierra Lelii átti þá skot í stöngina eftir frábæra fyrirgjöf frá Þórdísi Elvu Ágústsdóttir. Katie Cousins kom Þrótturum yfir á 30. mínútu með laglegu skoti úr teignum. Það var mikið jafnræði á milli liðanna sem skiptust á því að skapa sér færi. Markmenn beggja liða sáu til þess að fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 fyrir Þrótti. Það tók Víkinga aðeins þrjár mínútur í seinni hálfleik að jafna metin. Bergdís Sveinsdóttir sýndi einstaklingsgæði og skoraði stórkostlegt mark. Jelena Tinna fékk að líta sitt seinna gula spjald á 84. mínútu og fengu Víkingur þá aukaspyrnu á góðum stað rétt fyrir utan teig. Bergdís Sveinsdóttir skoraði beint úr aukaspyrnunni og tvöfaldaði þá forystu Víkinga. Víkingar reyndu að hægja á leiknum og eyða tíma af klukkunni en Þróttarar nýttu sér föst leikatriði og bættu við tveimur mörkum í uppbótartíma. Kayla Rollins tryggði því Þrótturum sigurinn og eru þær einu skrefi nær Evrópusætinu. Atvik leiksins Seinna gula spjald Jelenu Tinnu og þar af leiðandi rautt spjald. Gaf Víkingi sennilega einhverja von um að vera sigla sigrinum heim en það átti eftir að breytast. Stjörnur og skúrkar Kayla Rollins sem kom inn á sem varamaður á 55. mínútu tryggði Þrótti sigurinn með tveimur mörkum í uppbótartíma. Það má samt ekki taka það af Bergdísi Sveinsdóttur en hún var með tvö alveg stórkostleg mörk í dag. Stemning og umgjörð Góð umgjörð hérna á Avis vellinum. Sjoppan með ljúffenga grillaða samloku með skinku og osti. Dómarar Guðmundur Páll Friðbertsson var á flautunni í kvöld, Arnþór Helgi Gíslason og Eydís Ragna Einarsdóttir voru honum til aðstoðar á hliðarlínunum. Leikurinn vel dæmdur að mínu mati, enginn vafa atriði og hárrétt ákvörðun í seinna gula spjaldinu hennar Jelenu Tinnu. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík
Það var dramatík í Laugardalnum þegar Þróttur Reykjavík sigraði Víking 3-2 í efri hluta Bestu deildar kvenna í kvöld. Kayla Rollins skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði Þrótti þrjú mikilvæg stig í baráttunni um Evrópusæti. Þróttur byrjaði leikinn af krafti og fengu strax dauðafæri á þriðju mínútu leiksins. Sierra Lelii átti þá skot í stöngina eftir frábæra fyrirgjöf frá Þórdísi Elvu Ágústsdóttir. Katie Cousins kom Þrótturum yfir á 30. mínútu með laglegu skoti úr teignum. Það var mikið jafnræði á milli liðanna sem skiptust á því að skapa sér færi. Markmenn beggja liða sáu til þess að fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 fyrir Þrótti. Það tók Víkinga aðeins þrjár mínútur í seinni hálfleik að jafna metin. Bergdís Sveinsdóttir sýndi einstaklingsgæði og skoraði stórkostlegt mark. Jelena Tinna fékk að líta sitt seinna gula spjald á 84. mínútu og fengu Víkingur þá aukaspyrnu á góðum stað rétt fyrir utan teig. Bergdís Sveinsdóttir skoraði beint úr aukaspyrnunni og tvöfaldaði þá forystu Víkinga. Víkingar reyndu að hægja á leiknum og eyða tíma af klukkunni en Þróttarar nýttu sér föst leikatriði og bættu við tveimur mörkum í uppbótartíma. Kayla Rollins tryggði því Þrótturum sigurinn og eru þær einu skrefi nær Evrópusætinu. Atvik leiksins Seinna gula spjald Jelenu Tinnu og þar af leiðandi rautt spjald. Gaf Víkingi sennilega einhverja von um að vera sigla sigrinum heim en það átti eftir að breytast. Stjörnur og skúrkar Kayla Rollins sem kom inn á sem varamaður á 55. mínútu tryggði Þrótti sigurinn með tveimur mörkum í uppbótartíma. Það má samt ekki taka það af Bergdísi Sveinsdóttur en hún var með tvö alveg stórkostleg mörk í dag. Stemning og umgjörð Góð umgjörð hérna á Avis vellinum. Sjoppan með ljúffenga grillaða samloku með skinku og osti. Dómarar Guðmundur Páll Friðbertsson var á flautunni í kvöld, Arnþór Helgi Gíslason og Eydís Ragna Einarsdóttir voru honum til aðstoðar á hliðarlínunum. Leikurinn vel dæmdur að mínu mati, enginn vafa atriði og hárrétt ákvörðun í seinna gula spjaldinu hennar Jelenu Tinnu.
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn