Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 15:21 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Julia Demaree Nikhinson Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur boðað alla herforingja og aðmírála Bandaríkjanna á fordæmalausan skyndifund. Fundurinn verður haldinn á herstöð í Virginíu í næstu viku en fáir virðast vita um hvað fundurinn á að vera. Washington Post segir að ekki komi fram í fundarboðinu um hvað fundurinn snúist en það hefur verið sent á hundruð af æðstu stjórnendum herafla Bandaríkjanna. Talsmaður Hegseth staðfesti að fundurinn yrði í næstu viku en vildi ekki segja af hverju. Í heildina eru um átta hundruð bandarískir herforingjar og aðmírálar víðsvegar um heiminn. Fundarboð Hegseth nær til langflestra þeirra auk aðstoðarmanna þeirra, hvort sem þeir eru á átakasvæðum eða ekki. Skipunin nær ekki til æðstu herforingja Bandaríkjanna og þeirra sem sitja í herforingjaráðinu. Viðmælendur WP segjast ekki vita til þess að sambærilegur fundur hafi nokkru sinni verið boðaður áður og eru margir sagðir hafa áhyggjur, þar sem þeir viti ekkert um hvað fundurinn snúist. Einhverjir lýstu fundarboðinu sem „skrítnu“. Vill mikla fækkun herforingja Hegseth hefur gripið til margra umdeildra aðgerða sem varnarmálaráðherra, eins og breyta nafni ráðuneytisins óformlega í stríðsráðuneytið. Fyrr á árinu var sagt frá því að hann ætlaði að fækka herforingjum um fimmtung og heilt yfir yrðu háttsettum yfirmönnum í heraflanum fækkað um tíu prósent. Sjá einnig: Fækkar herforingjum um fimmtung Þá hefur hann rekið fjölda háttsettra embættismanna og hafa reglulegar fregnir borist af óreiðu innan ráðuneytisins. Um þessar mundir er unnið að nýrri skýrslu um varnarmál í Bandaríkjunum og er búist við því að í henni verði lagt til að Bandaríkjamenn einbeiti sér að því að verja eigin landamæri. Einhverjir heimildarmenn WP telja að fundurinn gæti að einhverju leyti snúið að þeirri skýrslu. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Sjá meira
Washington Post segir að ekki komi fram í fundarboðinu um hvað fundurinn snúist en það hefur verið sent á hundruð af æðstu stjórnendum herafla Bandaríkjanna. Talsmaður Hegseth staðfesti að fundurinn yrði í næstu viku en vildi ekki segja af hverju. Í heildina eru um átta hundruð bandarískir herforingjar og aðmírálar víðsvegar um heiminn. Fundarboð Hegseth nær til langflestra þeirra auk aðstoðarmanna þeirra, hvort sem þeir eru á átakasvæðum eða ekki. Skipunin nær ekki til æðstu herforingja Bandaríkjanna og þeirra sem sitja í herforingjaráðinu. Viðmælendur WP segjast ekki vita til þess að sambærilegur fundur hafi nokkru sinni verið boðaður áður og eru margir sagðir hafa áhyggjur, þar sem þeir viti ekkert um hvað fundurinn snúist. Einhverjir lýstu fundarboðinu sem „skrítnu“. Vill mikla fækkun herforingja Hegseth hefur gripið til margra umdeildra aðgerða sem varnarmálaráðherra, eins og breyta nafni ráðuneytisins óformlega í stríðsráðuneytið. Fyrr á árinu var sagt frá því að hann ætlaði að fækka herforingjum um fimmtung og heilt yfir yrðu háttsettum yfirmönnum í heraflanum fækkað um tíu prósent. Sjá einnig: Fækkar herforingjum um fimmtung Þá hefur hann rekið fjölda háttsettra embættismanna og hafa reglulegar fregnir borist af óreiðu innan ráðuneytisins. Um þessar mundir er unnið að nýrri skýrslu um varnarmál í Bandaríkjunum og er búist við því að í henni verði lagt til að Bandaríkjamenn einbeiti sér að því að verja eigin landamæri. Einhverjir heimildarmenn WP telja að fundurinn gæti að einhverju leyti snúið að þeirri skýrslu.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Sjá meira