Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar 25. september 2025 16:32 Helsta ástæða þessarar greinar er sú að þótt ég eigi danska frændur og vini og þyki frekar vænt um Dani, erum við að verða vitni hér á vest-norræna svæðinu að því sem virðist vera slæm Stokkhólmeinkenni, gleymska á eigin sögu og pólitísk undarlegheit, sem er til vansa. Íslendingar eru sennilega búnir að gleyma, ef þeir þá vissu, að íslenskt lýðveldi varð til með samvinnu Bandaríkjamanna og Rússa (sem voru fyrstir til að stofna sendiráð hér 1943 eða þó nokkru áður en hersetnir Danir gátu brugðist við). Margir minnugir og greindir Danir tengdir utanríkisþjónustu þeirra munu seint fyrirgefa okkur. En afstaða okkar um hvað væri best fyrir okkar hag var skýr. Sem dæmi var Kaupmannahöfn lýst upp og hugsanlega hituð að hluta löngum stundum með íslensku hákarlalýsi. Þetta ljós var sótt af bláfátæku fólki í litlum opnum róðrarbátum í öllum veðrum og um hávetur og ekki komu allir til baka. Endurgjaldið svo sem mjöl, þótti ekki vera jafn frambærileg vara og oft ónýt. Kaupmennirnir keyptu einkarétt á viðskiptum og lágu þungar refsingar við að versla við rangan Dana og algert bann og sennilega enn þyngri refsingar við að eiga vöruskipti við aðra en Dani, með einkaleyfi til að kaupa og borga að eigin vild.Til að skoða það sem hefur verið að gerast í Grænlandi þyrfti að athuga fjölda af breytum, en best er að halda þeim fáum, þó fleiri mundu eflaust gera myndina svartari og ekki hugnast Dönum það. Lítum á þrjár breytur og tuttugustu öldina. Sem dæmi hefur verið sagt að sennilega hafi verið flutt út kríólít frá Grænlandi fyrir hugsanlega 200 milljarða danskra króna (DR hefur hins vegar gert heimildarþáttinn “Hvítagull Grænlands” þar sem því er haldið fram að flutt hafi verið út kríólít á vegum Dana fyrir 54 milljarða evra frá 1850). Slík tala er (mjög hugsanlega) óábyrg og verður að skoða.Það er líka nauðsynlegt að halda sig við tiltekið tímabil. Sem hagfræðingur hef ég valið síðustu öld, tuttugustu öldina sem er okkur næst og þær tölur sem gera minnst úr þessu arðráni. Ef við skoðum íhaldssamasta mat á hreinum hagnaði Dana af rekstri kríólít-námanna síðustu öld (sem endaði bara fyrir 25 árum) er hann hið allra minnsta líkast til 30 til 40 milljarðar danskra króna.En hvað skyldu Danir hafa látið Grænlendinga fá? Samskonar íhaldsamt mat á því sem ætti að vera Dönum hugnanlegt er að yfir öldina hafi Grænlendingar fengið 10 til 30 milljarða danskra króna og þetta er bara einn liður. En tekjupóstar Dana voru fleiri.Ekki vorum við Íslendingar vel ánægðir með okkar samskipti við Dani. Hvernig getur kona eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra okkar, sem og sameinar stóran hluta kjósenda vegna hæfileika og hvað hún sagðist standa fyrir. Eftir að hlusta á fjölda fólks um land allt og býr því að þekkingu þess og sögu sem og áa sína, sem hafa kennt henni. Í hennar augum eru Danir orðnir góðir sem nýlenduherrar okkar, þegar hún tekur afstöðu með arðræningjum, gegn yfirlýsingaglöðum vini okkar og verndara, en Bandaríkjamenn hafa alla síðustu öld getað hagað málum sínum að vild með samþykki Grænlendinga. Meðan á seinna stríði stóð og Danir hersetnir voru það Bandaríkjamenn sem heldu þjóðverjum frá námunum og svo má benda á að lang stærsti flugvöllur Grænlendinga sem byggður er á mjög veðusælum stað í Syðri-Straumfirði og nálgast 3 km varð ekki bara til allt í ein, Bandaríkjamenn byggðu hann ásamt fleiri nauðsynlegum hlutum í Grænlandi. Ég hef fundið þessa afstöðu frá fleiri Íslendingum, en án minnis og til sannsvegar má heimfæra að við erum evrópsk (menning og saga) þótt margir Evrópubúar, telji okkur of ameríkanseraða og hafa tilhneigingu til að líta heldur niður á okkur. Sem dæmi um Stokkhólmseinkenni og skort á söguþekkingu, þá finnst sumum Íslendingum rök mín frá því ég var 17. ára og fram yfir þrítugt forn og ekki skipta máli, en þá voru hjá þessari litlu þjóð Grænlendingum um 9,000 frjóar konur, en Danir gerðu helming þeirra ófrjóar. Án vitundar í flestum tilvikum eða 4,500 stúlkur, allt niður í 12. ára. Þessu fylgdu margskonar andleg og líkamleg vandamál. Að auki voru mörg Grænlensk börn tekin af mæðrum sínum í Danmörku. Að fara að fyrirgefa, einn, tveir og þrír, öllum þeim sem stýrðu málinu, þ.e. Dönum, er einum of snemmt, því við erum að tala um eitthvað sem er nýskeð. Ég bið Grænlendinga að bíða og gera strangar kröfur í máli sem sumir mjög reiðir vilja líkja við “þjóðarmorð”. Ekki sýna Stokkhólmseinkenni. Kristrún Frostadóttir sem flestir telja glæsilegan fulltrúa okkar Íslendinga, og bæði vel greinda og klára, bið ég um að sýna kynsystrum sínum og Grænlendingum virðingu. Grænlendingar eru líka okkar allra næstu nágrannar og vinir, en það eru minna en 300 km á milli stranda okkar. Höfundur er hagfræðingur og líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Danmörk Grænland Mest lesið Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Halldór 15.11.2025 Halldór Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Helsta ástæða þessarar greinar er sú að þótt ég eigi danska frændur og vini og þyki frekar vænt um Dani, erum við að verða vitni hér á vest-norræna svæðinu að því sem virðist vera slæm Stokkhólmeinkenni, gleymska á eigin sögu og pólitísk undarlegheit, sem er til vansa. Íslendingar eru sennilega búnir að gleyma, ef þeir þá vissu, að íslenskt lýðveldi varð til með samvinnu Bandaríkjamanna og Rússa (sem voru fyrstir til að stofna sendiráð hér 1943 eða þó nokkru áður en hersetnir Danir gátu brugðist við). Margir minnugir og greindir Danir tengdir utanríkisþjónustu þeirra munu seint fyrirgefa okkur. En afstaða okkar um hvað væri best fyrir okkar hag var skýr. Sem dæmi var Kaupmannahöfn lýst upp og hugsanlega hituð að hluta löngum stundum með íslensku hákarlalýsi. Þetta ljós var sótt af bláfátæku fólki í litlum opnum róðrarbátum í öllum veðrum og um hávetur og ekki komu allir til baka. Endurgjaldið svo sem mjöl, þótti ekki vera jafn frambærileg vara og oft ónýt. Kaupmennirnir keyptu einkarétt á viðskiptum og lágu þungar refsingar við að versla við rangan Dana og algert bann og sennilega enn þyngri refsingar við að eiga vöruskipti við aðra en Dani, með einkaleyfi til að kaupa og borga að eigin vild.Til að skoða það sem hefur verið að gerast í Grænlandi þyrfti að athuga fjölda af breytum, en best er að halda þeim fáum, þó fleiri mundu eflaust gera myndina svartari og ekki hugnast Dönum það. Lítum á þrjár breytur og tuttugustu öldina. Sem dæmi hefur verið sagt að sennilega hafi verið flutt út kríólít frá Grænlandi fyrir hugsanlega 200 milljarða danskra króna (DR hefur hins vegar gert heimildarþáttinn “Hvítagull Grænlands” þar sem því er haldið fram að flutt hafi verið út kríólít á vegum Dana fyrir 54 milljarða evra frá 1850). Slík tala er (mjög hugsanlega) óábyrg og verður að skoða.Það er líka nauðsynlegt að halda sig við tiltekið tímabil. Sem hagfræðingur hef ég valið síðustu öld, tuttugustu öldina sem er okkur næst og þær tölur sem gera minnst úr þessu arðráni. Ef við skoðum íhaldssamasta mat á hreinum hagnaði Dana af rekstri kríólít-námanna síðustu öld (sem endaði bara fyrir 25 árum) er hann hið allra minnsta líkast til 30 til 40 milljarðar danskra króna.En hvað skyldu Danir hafa látið Grænlendinga fá? Samskonar íhaldsamt mat á því sem ætti að vera Dönum hugnanlegt er að yfir öldina hafi Grænlendingar fengið 10 til 30 milljarða danskra króna og þetta er bara einn liður. En tekjupóstar Dana voru fleiri.Ekki vorum við Íslendingar vel ánægðir með okkar samskipti við Dani. Hvernig getur kona eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra okkar, sem og sameinar stóran hluta kjósenda vegna hæfileika og hvað hún sagðist standa fyrir. Eftir að hlusta á fjölda fólks um land allt og býr því að þekkingu þess og sögu sem og áa sína, sem hafa kennt henni. Í hennar augum eru Danir orðnir góðir sem nýlenduherrar okkar, þegar hún tekur afstöðu með arðræningjum, gegn yfirlýsingaglöðum vini okkar og verndara, en Bandaríkjamenn hafa alla síðustu öld getað hagað málum sínum að vild með samþykki Grænlendinga. Meðan á seinna stríði stóð og Danir hersetnir voru það Bandaríkjamenn sem heldu þjóðverjum frá námunum og svo má benda á að lang stærsti flugvöllur Grænlendinga sem byggður er á mjög veðusælum stað í Syðri-Straumfirði og nálgast 3 km varð ekki bara til allt í ein, Bandaríkjamenn byggðu hann ásamt fleiri nauðsynlegum hlutum í Grænlandi. Ég hef fundið þessa afstöðu frá fleiri Íslendingum, en án minnis og til sannsvegar má heimfæra að við erum evrópsk (menning og saga) þótt margir Evrópubúar, telji okkur of ameríkanseraða og hafa tilhneigingu til að líta heldur niður á okkur. Sem dæmi um Stokkhólmseinkenni og skort á söguþekkingu, þá finnst sumum Íslendingum rök mín frá því ég var 17. ára og fram yfir þrítugt forn og ekki skipta máli, en þá voru hjá þessari litlu þjóð Grænlendingum um 9,000 frjóar konur, en Danir gerðu helming þeirra ófrjóar. Án vitundar í flestum tilvikum eða 4,500 stúlkur, allt niður í 12. ára. Þessu fylgdu margskonar andleg og líkamleg vandamál. Að auki voru mörg Grænlensk börn tekin af mæðrum sínum í Danmörku. Að fara að fyrirgefa, einn, tveir og þrír, öllum þeim sem stýrðu málinu, þ.e. Dönum, er einum of snemmt, því við erum að tala um eitthvað sem er nýskeð. Ég bið Grænlendinga að bíða og gera strangar kröfur í máli sem sumir mjög reiðir vilja líkja við “þjóðarmorð”. Ekki sýna Stokkhólmseinkenni. Kristrún Frostadóttir sem flestir telja glæsilegan fulltrúa okkar Íslendinga, og bæði vel greinda og klára, bið ég um að sýna kynsystrum sínum og Grænlendingum virðingu. Grænlendingar eru líka okkar allra næstu nágrannar og vinir, en það eru minna en 300 km á milli stranda okkar. Höfundur er hagfræðingur og líffræðingur.
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar