Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 29. september 2025 10:17 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að konum og körlum sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun (TR). Þegar fólk veikist eða slasast á það oftast tímabundinn rétt til launaðs veikindaleyfis hjá atvinnurekanda og þegar því sleppir tekur sjúkrasjóður stéttarfélagsins við. Þessi réttindi eru mismundandi eftir kjarasamningum og starfsaldri. Ef fólk hefur ekki endurheimt starfsgetu þegar þessum réttindum sleppir á það rétt á endurhæfingarlífeyri frá TR að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sum eiga ekki afturkvæmt á vinnumarkað og eru metin til örorku og eiga þá rétt til örorkulífeyrisgreiðslna frá almannatryggingum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um aldur og lengd búsetu auk mögulegra réttindi í lífeyrissjóðnum sínum. Þar fyrir utan eru svo þau sem fá örorkulífeyri frá almannatryggingum strax við 18 ára aldur vegna alvarlegrar fötlunar eða langvinnra sjúkdóma. Umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfinu tóku gildi 1. september 2025. Markmiðið með nýju fyrirkomulagi er að bæta stöðu þeirra sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri, draga úr tekjutengingum, styrkja hvata til atvinnuþátttöku, efla stuðning við einstaklinga í endurhæfingu, koma í veg fyrir að fólk falli á milli kerfa og verði metið til örorku áður en endurhæfing er fullreynd. Konur eru mun líklegri til að vera öryrkjar eða í endurhæfingu Konur eru í meirihluta örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Árið 2024 voru þær 61% þeirra sem fengu greiddan örorkulífeyri frá TR og 63% þeirra sem fengu greiddan endurhæfingarlífeyri. Mynd 1. Hlutfallsleg skipting þeirra sem fengu greiddan örorkulífeyri frá TR eftir kyni árið 2024 Mynd 2. Hlutfallsleg skipting þeirra sem fengu greiddan endurhæfingarlífeyri frá TR eftir kyni árið 2024 Örorkulífeyrisþegar Árið 2024 voru um 20.800 manns sem fengu greiddan örorkulífeyri frá TR, um 12.600 konur og 8.200 karlar. Á myndinni má sjá hversu hátt hlutfall kvenna og karla af mannfjölda í hverjum aldurshópi fengu greiddan örorkulífeyri það ár. Mynd 3. Hlutfall örorkulífeyrisþega í hverjum aldurshópi eftir kyni árið 2024 Mun hærra hlutfall kvenna í hverjum aldurshópi eru á örorku en karlar, að undanskildum yngsta aldurshópnum. Athygli vekur að kynjamunurinn vex með aldri, sérstaklega eftir fertugt. Það er nöturleg staðreynd að 28% kvenna á Íslandi á aldrinum 60-66 ára séu að mestu utan vinnumarkaðar vegna heilsubrests. Nýlega birtist skýrslasem TR, ásamt fleiri stofnunum, fékk Félagsvísindastofnun til að vinna um aðstæður kvenna á aldrinum 60-66 ára sem urðu öryrkjar seint á starfsævinni. Niðurstöðurnar eru sláandi. Konur á örorku hafa unnið við erfiðar aðstæður, borið ábyrgð á börnum og glímt við fjárhagsörðugleika í meira mæli en aðrar konur í sama aldurshópi og karlar á örorku í sama aldurshópi. Þær hafa á starfsferli sínum verið í vaktavinnu, gjarnan unnið í óþægilegum líkamsstellingum og notað endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli en konur á sama aldri sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur. Í samanburði við aðrar konur í sama aldurshópi eru þær frekar einhleypar eða einstæðar mæður, hafa oftar borið ábyrgð á börnum með langvarandi veikindi eða fötlun, eru líklegri til að hafa átt börn í fíknivanda og hafa í meira mæli borið alfarið ábyrgð á umönnun barna sinna. Þær eru líka líklegri til að hafa búið við heimilisofbeldi. Þá eiga þær frekar við erfiðar fjárhagsaðstæður að etja, hafa meðal annars þurft að flytja vegna uppsagnar á leiguhúsnæði eða misst eigið húsnæði. Margar sögðu að erfitt hefði verið að ná endum saman fyrir fjölskylduna jafnvel áður en heilsuvandinn gerði vart við sig. Endurhæfingarlífeyrisþegar Árið 2024 voru rúmlega 7.000 manns á endurhæfingarlífeyri, um 4.400 konur og 2.700 karlar. Á myndinni má sjá hversu hátt hlutfall kvenna og karla í hverjum aldurshópi fengu greiddan endurhæfingarlífeyri það ár. Mynd 4. Hlutfall endurhæfingarlífeyrisþega í hverjum aldurshópi eftir kyni árið 2024 Ólíkt örorkulífeyrisþegum eru fleiri á endurhæfingarlífeyri í yngri aldurshópunum, en líkt og í hópi örorkulífeyrisþega eru konur í meirihluta eða um 63% þeirra sem fá greiddan endurhæfingarlífeyri. Tekjur örorkulífeyrisþega Fólk sem missir starfsorkuna og hefur verið á vinnumarkaði, getur átt rétt til lífeyris úr lífeyrissjóði auk greiðslna frá TR . Innan við 1% örorkulífeyrisþega fékk allan sinn lífeyri úr lífeyrissjóði árið 2022 en um helmingur örorkulífeyrisþega fékk greiðslur úr bæði lífeyrissjóðum og frá TR. Nær allir öryrkjar reiða sig því á greiðslur frá TR til framfærslu þó í mismiklum mæli sé. Atvinnuþátttaka öryrkja er umtalsverð eins og fram kom í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar. Um 28% örorkulífeyrisþega voru starfandi á vinnumarkaði árið 2024, um 25% kvennanna og 33% karlanna, og voru því einnig með atvinnutekjur. Samsetning á tekjum örorkulífeyrisþega er því fjölbreytt og fæst eiga því rétt á hámarksgreiðslum frá TR því aðrar tekjur skerða réttinn. Í ágúst 2025 var fullur réttur til örorkubóta tæplega 350.000 kr. á mánuði og gat hæstur orðið 439.000 kr. ef einsklingurinn bjó einn. Skerðingarreglur voru flóknar og tekjutengingar mismiklar eftir uppruna tekna og þeim bótaflokkum sem viðkomandi átti rétt á innan kerfisins. Með nýja kerfinu sem tók gildi 1. september hækkuðu hámarksgreiðslur TR til örorkulífeyrisþega í rúmar 396.000 kr. og geta nú hæstar orðið um 493.000 kr. ef viðkomandi býr einn og hefur orðið öryrki ungur. Í nýju kerfi eru skerðingareglur mun einfaldari en í því eldra. Frítekjumörk hækkuðu verulega og allar tekjur umfram frítekjumörk skerða greiðslur frá TR um 45%. Kynbundinn munur í tekjum er að meðaltali minni meðal örorkulífeyrisþega en hjá fólki á vinnumarkaði. Heildartekjur öryrkja eru að jafnaði lágar þó að þær séu misháar vegna ólíkra réttinda úr lífeyrissjóðum, mögulegra atvinnutekna og fjármagnstekna. Árið 2024 voru heildartekjur örorkulífeyrisþega að meðaltali um 455.000 kr. á mánuði samkvæmt gögnum TR en 831.000 kr. á mánuði þegar litið er til meðaltals heildartekna allra íbúa landsins 16 ára og eldri í gögnum Hagstofu Íslands. Áhrif kynjamisréttis á heilsufar Konur eru mun líklegri en karlar til að hverfa af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Fyrir því eru fjölmargar ástæður en rannsóknir eru takmarkaðar. Ný rannsókn um konur sem voru metnar til örorku á síðustu árum starfsævinnar er því ómetanleg til að skilja betur aðstæður þeirra. Þá sýna niðurstöður úr Áfallasögu kvenna að 40% kvenna hafa orðið fyrir líkamlegu og eða kynferðislegu ofbeldi. Hærri tíðni örorku hjá konum en körlum gefur því vísbendingar um að kynjamisrétti hafi veruleg heilsufarsleg áhrif á konur og skerði þar með lífsgæði þeirra og afkomumöguleika. Frekari rannsóknir á áhrifum erfiðra aðstæðna kvenna á vinnumarkaði og heima fyrir og um afleiðingar ofbeldis eru því mikilvægar til að unnt sé að uppræta kynjamisrétti. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Jafnréttismál Steinunn Bragadóttir Mest lesið Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að konum og körlum sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun (TR). Þegar fólk veikist eða slasast á það oftast tímabundinn rétt til launaðs veikindaleyfis hjá atvinnurekanda og þegar því sleppir tekur sjúkrasjóður stéttarfélagsins við. Þessi réttindi eru mismundandi eftir kjarasamningum og starfsaldri. Ef fólk hefur ekki endurheimt starfsgetu þegar þessum réttindum sleppir á það rétt á endurhæfingarlífeyri frá TR að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sum eiga ekki afturkvæmt á vinnumarkað og eru metin til örorku og eiga þá rétt til örorkulífeyrisgreiðslna frá almannatryggingum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um aldur og lengd búsetu auk mögulegra réttindi í lífeyrissjóðnum sínum. Þar fyrir utan eru svo þau sem fá örorkulífeyri frá almannatryggingum strax við 18 ára aldur vegna alvarlegrar fötlunar eða langvinnra sjúkdóma. Umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfinu tóku gildi 1. september 2025. Markmiðið með nýju fyrirkomulagi er að bæta stöðu þeirra sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri, draga úr tekjutengingum, styrkja hvata til atvinnuþátttöku, efla stuðning við einstaklinga í endurhæfingu, koma í veg fyrir að fólk falli á milli kerfa og verði metið til örorku áður en endurhæfing er fullreynd. Konur eru mun líklegri til að vera öryrkjar eða í endurhæfingu Konur eru í meirihluta örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Árið 2024 voru þær 61% þeirra sem fengu greiddan örorkulífeyri frá TR og 63% þeirra sem fengu greiddan endurhæfingarlífeyri. Mynd 1. Hlutfallsleg skipting þeirra sem fengu greiddan örorkulífeyri frá TR eftir kyni árið 2024 Mynd 2. Hlutfallsleg skipting þeirra sem fengu greiddan endurhæfingarlífeyri frá TR eftir kyni árið 2024 Örorkulífeyrisþegar Árið 2024 voru um 20.800 manns sem fengu greiddan örorkulífeyri frá TR, um 12.600 konur og 8.200 karlar. Á myndinni má sjá hversu hátt hlutfall kvenna og karla af mannfjölda í hverjum aldurshópi fengu greiddan örorkulífeyri það ár. Mynd 3. Hlutfall örorkulífeyrisþega í hverjum aldurshópi eftir kyni árið 2024 Mun hærra hlutfall kvenna í hverjum aldurshópi eru á örorku en karlar, að undanskildum yngsta aldurshópnum. Athygli vekur að kynjamunurinn vex með aldri, sérstaklega eftir fertugt. Það er nöturleg staðreynd að 28% kvenna á Íslandi á aldrinum 60-66 ára séu að mestu utan vinnumarkaðar vegna heilsubrests. Nýlega birtist skýrslasem TR, ásamt fleiri stofnunum, fékk Félagsvísindastofnun til að vinna um aðstæður kvenna á aldrinum 60-66 ára sem urðu öryrkjar seint á starfsævinni. Niðurstöðurnar eru sláandi. Konur á örorku hafa unnið við erfiðar aðstæður, borið ábyrgð á börnum og glímt við fjárhagsörðugleika í meira mæli en aðrar konur í sama aldurshópi og karlar á örorku í sama aldurshópi. Þær hafa á starfsferli sínum verið í vaktavinnu, gjarnan unnið í óþægilegum líkamsstellingum og notað endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli en konur á sama aldri sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur. Í samanburði við aðrar konur í sama aldurshópi eru þær frekar einhleypar eða einstæðar mæður, hafa oftar borið ábyrgð á börnum með langvarandi veikindi eða fötlun, eru líklegri til að hafa átt börn í fíknivanda og hafa í meira mæli borið alfarið ábyrgð á umönnun barna sinna. Þær eru líka líklegri til að hafa búið við heimilisofbeldi. Þá eiga þær frekar við erfiðar fjárhagsaðstæður að etja, hafa meðal annars þurft að flytja vegna uppsagnar á leiguhúsnæði eða misst eigið húsnæði. Margar sögðu að erfitt hefði verið að ná endum saman fyrir fjölskylduna jafnvel áður en heilsuvandinn gerði vart við sig. Endurhæfingarlífeyrisþegar Árið 2024 voru rúmlega 7.000 manns á endurhæfingarlífeyri, um 4.400 konur og 2.700 karlar. Á myndinni má sjá hversu hátt hlutfall kvenna og karla í hverjum aldurshópi fengu greiddan endurhæfingarlífeyri það ár. Mynd 4. Hlutfall endurhæfingarlífeyrisþega í hverjum aldurshópi eftir kyni árið 2024 Ólíkt örorkulífeyrisþegum eru fleiri á endurhæfingarlífeyri í yngri aldurshópunum, en líkt og í hópi örorkulífeyrisþega eru konur í meirihluta eða um 63% þeirra sem fá greiddan endurhæfingarlífeyri. Tekjur örorkulífeyrisþega Fólk sem missir starfsorkuna og hefur verið á vinnumarkaði, getur átt rétt til lífeyris úr lífeyrissjóði auk greiðslna frá TR . Innan við 1% örorkulífeyrisþega fékk allan sinn lífeyri úr lífeyrissjóði árið 2022 en um helmingur örorkulífeyrisþega fékk greiðslur úr bæði lífeyrissjóðum og frá TR. Nær allir öryrkjar reiða sig því á greiðslur frá TR til framfærslu þó í mismiklum mæli sé. Atvinnuþátttaka öryrkja er umtalsverð eins og fram kom í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar. Um 28% örorkulífeyrisþega voru starfandi á vinnumarkaði árið 2024, um 25% kvennanna og 33% karlanna, og voru því einnig með atvinnutekjur. Samsetning á tekjum örorkulífeyrisþega er því fjölbreytt og fæst eiga því rétt á hámarksgreiðslum frá TR því aðrar tekjur skerða réttinn. Í ágúst 2025 var fullur réttur til örorkubóta tæplega 350.000 kr. á mánuði og gat hæstur orðið 439.000 kr. ef einsklingurinn bjó einn. Skerðingarreglur voru flóknar og tekjutengingar mismiklar eftir uppruna tekna og þeim bótaflokkum sem viðkomandi átti rétt á innan kerfisins. Með nýja kerfinu sem tók gildi 1. september hækkuðu hámarksgreiðslur TR til örorkulífeyrisþega í rúmar 396.000 kr. og geta nú hæstar orðið um 493.000 kr. ef viðkomandi býr einn og hefur orðið öryrki ungur. Í nýju kerfi eru skerðingareglur mun einfaldari en í því eldra. Frítekjumörk hækkuðu verulega og allar tekjur umfram frítekjumörk skerða greiðslur frá TR um 45%. Kynbundinn munur í tekjum er að meðaltali minni meðal örorkulífeyrisþega en hjá fólki á vinnumarkaði. Heildartekjur öryrkja eru að jafnaði lágar þó að þær séu misháar vegna ólíkra réttinda úr lífeyrissjóðum, mögulegra atvinnutekna og fjármagnstekna. Árið 2024 voru heildartekjur örorkulífeyrisþega að meðaltali um 455.000 kr. á mánuði samkvæmt gögnum TR en 831.000 kr. á mánuði þegar litið er til meðaltals heildartekna allra íbúa landsins 16 ára og eldri í gögnum Hagstofu Íslands. Áhrif kynjamisréttis á heilsufar Konur eru mun líklegri en karlar til að hverfa af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Fyrir því eru fjölmargar ástæður en rannsóknir eru takmarkaðar. Ný rannsókn um konur sem voru metnar til örorku á síðustu árum starfsævinnar er því ómetanleg til að skilja betur aðstæður þeirra. Þá sýna niðurstöður úr Áfallasögu kvenna að 40% kvenna hafa orðið fyrir líkamlegu og eða kynferðislegu ofbeldi. Hærri tíðni örorku hjá konum en körlum gefur því vísbendingar um að kynjamisrétti hafi veruleg heilsufarsleg áhrif á konur og skerði þar með lífsgæði þeirra og afkomumöguleika. Frekari rannsóknir á áhrifum erfiðra aðstæðna kvenna á vinnumarkaði og heima fyrir og um afleiðingar ofbeldis eru því mikilvægar til að unnt sé að uppræta kynjamisrétti. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir hagfræðingur hjá ASÍ.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun