Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2025 09:12 Jens Garðar segir þrot Play hafa komið sér í opna skjöldu og telur að betur hefði verið hægt að fara að undir lokin. Vísir/Ívar Fannar Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, situr í samgöngunefnd og á von á því að nefndin muni strax í næstu viku, að lokinni kjördæmaviku, kalla ráðherra og forstjóra undirstofnanna á fund sinn. Hann segir þrotið hafa komið sér í opna skjöldu. Hann fór yfir gjaldþrot Play í Bítinu á Bylgjunni. Jens Garðar segir gjaldþrot Play mjög alvarlegt. Það missi 400 manns vinnuna og hugur hans sé hjá þeim. Auk þess séu nokkur þúsund manns strandaglópar víðs vegar sem þurfa að finna út úr því hvernig þau koma sér heim eða frá Íslandi. „Þetta eru mál sem eru núna aðkallandi.“ Jens minnir á að þegar Wow féll hafi verið miklar skuldir við Isavia og aðra. Nú komi í ljós að skuldir Play við Isavia séu síðustu tvo mánuði og því líti út fyrir að það hafi verið gerð einhver bragarbót með tilliti til þess. Spurning um meiri vöktun Hann segir nauðsynlegt að umhverfis- og samgöngunefnd fari í saumana á þessu máli og kalli fyrir nefndina ráðherra og forstjóra ýmissa undirstofnanna eins og Samgöngustofu sem hafi með flug að gera til að fara yfir þessi mál og hvað sé hægt að gera betur. Hann segir menn á einhverjum tímapunkti hljóta að verða uggandi um stöðuna þegar flugfélagið hefur starfsemi 2021 og uppsafnað tap þess sé 27 milljarðar. „Það hlýtur á einhverjum tímapunkti að fara að vekja spurningar um meiri vöktun og annað varðandi félagið og hvort félagið sé að fara í þrot.“ Hann segir að í gær hafi honum þótt sérstakt að ákveðnar flugvélar hafi farið af stað en ekki aðrar. Það sé sérstakt hvernig hafi verið staðið að því. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í gær að þrotið kæmi honum í opna skjöldu og að hann hafi talið að félagið væri gott og tryggt til áramóta. Hann las um gjaldþrotið á Vísi. Jens segir ýmsar spurningar vakna við þetta þrot en þáttastjórnandi veltir því til dæmis fram hvort að tilgangurinn með þrotinu sé að taka vélarnar til Möltu til að reka flugfélagið þar. Kom á óvart Á Alþingi er kjördæmavika í þessari viku en Jens Garðar gerir ráð fyrir því að hægt verði að fá fólk fyrir nefndina strax í næstu viku og segist ekki trúa öðru en að ráðherra og forstjórar taki vel í það. Hann segir gjaldþrot félagsins einnig hafa komið sér í opna skjöldu. „Við erum öll búin að lesa fréttaflutning af stöðu Play og vangaveltur um hvernig félaginu muni reiða af í framtíðinni, út af uppsöfnuðum halla og hversu lengi hluthafar ætli að setja pening í félagið ef það fer ekki að snúa viðsnúning. Að þetta gerist svona snöggt, já, ég held að mörgu leyti komi það á óvart. En ég held að aðdragandinn og hvernig þetta var gert hefði getað verið með öðrum hætti,“ sérstaklega með tilliti til starfsfólks og farþega sem eru strandaglópar eða voru búnir að bóka flug. Play Gjaldþrot Play Bítið Alþingi Fréttir af flugi Tímamót Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka. 30. september 2025 08:40 Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Fréttir af gjaldþroti Play komu ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli í opna skjöldu í morgun. Íslendingar sem eru strandaglópar á Tenerife þurftu að reiða fram rúma milljón vegna aukakostnaðar sem af hlýst vegna gjaldþrotsins. 29. september 2025 23:02 „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins segir gjaldþrot Play ekki skrifast á stéttarfélagið og vísar slíkum ásökunum aftur til föðurhúsanna. Deilur höfðu staðið yfir milli stéttarfélagsins og Play um að staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið átti að færa starfsemi sína til Möltu. 29. september 2025 22:44 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Jens Garðar segir gjaldþrot Play mjög alvarlegt. Það missi 400 manns vinnuna og hugur hans sé hjá þeim. Auk þess séu nokkur þúsund manns strandaglópar víðs vegar sem þurfa að finna út úr því hvernig þau koma sér heim eða frá Íslandi. „Þetta eru mál sem eru núna aðkallandi.“ Jens minnir á að þegar Wow féll hafi verið miklar skuldir við Isavia og aðra. Nú komi í ljós að skuldir Play við Isavia séu síðustu tvo mánuði og því líti út fyrir að það hafi verið gerð einhver bragarbót með tilliti til þess. Spurning um meiri vöktun Hann segir nauðsynlegt að umhverfis- og samgöngunefnd fari í saumana á þessu máli og kalli fyrir nefndina ráðherra og forstjóra ýmissa undirstofnanna eins og Samgöngustofu sem hafi með flug að gera til að fara yfir þessi mál og hvað sé hægt að gera betur. Hann segir menn á einhverjum tímapunkti hljóta að verða uggandi um stöðuna þegar flugfélagið hefur starfsemi 2021 og uppsafnað tap þess sé 27 milljarðar. „Það hlýtur á einhverjum tímapunkti að fara að vekja spurningar um meiri vöktun og annað varðandi félagið og hvort félagið sé að fara í þrot.“ Hann segir að í gær hafi honum þótt sérstakt að ákveðnar flugvélar hafi farið af stað en ekki aðrar. Það sé sérstakt hvernig hafi verið staðið að því. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í gær að þrotið kæmi honum í opna skjöldu og að hann hafi talið að félagið væri gott og tryggt til áramóta. Hann las um gjaldþrotið á Vísi. Jens segir ýmsar spurningar vakna við þetta þrot en þáttastjórnandi veltir því til dæmis fram hvort að tilgangurinn með þrotinu sé að taka vélarnar til Möltu til að reka flugfélagið þar. Kom á óvart Á Alþingi er kjördæmavika í þessari viku en Jens Garðar gerir ráð fyrir því að hægt verði að fá fólk fyrir nefndina strax í næstu viku og segist ekki trúa öðru en að ráðherra og forstjórar taki vel í það. Hann segir gjaldþrot félagsins einnig hafa komið sér í opna skjöldu. „Við erum öll búin að lesa fréttaflutning af stöðu Play og vangaveltur um hvernig félaginu muni reiða af í framtíðinni, út af uppsöfnuðum halla og hversu lengi hluthafar ætli að setja pening í félagið ef það fer ekki að snúa viðsnúning. Að þetta gerist svona snöggt, já, ég held að mörgu leyti komi það á óvart. En ég held að aðdragandinn og hvernig þetta var gert hefði getað verið með öðrum hætti,“ sérstaklega með tilliti til starfsfólks og farþega sem eru strandaglópar eða voru búnir að bóka flug.
Play Gjaldþrot Play Bítið Alþingi Fréttir af flugi Tímamót Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka. 30. september 2025 08:40 Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Fréttir af gjaldþroti Play komu ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli í opna skjöldu í morgun. Íslendingar sem eru strandaglópar á Tenerife þurftu að reiða fram rúma milljón vegna aukakostnaðar sem af hlýst vegna gjaldþrotsins. 29. september 2025 23:02 „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins segir gjaldþrot Play ekki skrifast á stéttarfélagið og vísar slíkum ásökunum aftur til föðurhúsanna. Deilur höfðu staðið yfir milli stéttarfélagsins og Play um að staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið átti að færa starfsemi sína til Möltu. 29. september 2025 22:44 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka. 30. september 2025 08:40
Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Fréttir af gjaldþroti Play komu ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli í opna skjöldu í morgun. Íslendingar sem eru strandaglópar á Tenerife þurftu að reiða fram rúma milljón vegna aukakostnaðar sem af hlýst vegna gjaldþrotsins. 29. september 2025 23:02
„Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins segir gjaldþrot Play ekki skrifast á stéttarfélagið og vísar slíkum ásökunum aftur til föðurhúsanna. Deilur höfðu staðið yfir milli stéttarfélagsins og Play um að staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið átti að færa starfsemi sína til Möltu. 29. september 2025 22:44