Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 3. október 2025 10:47 Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár leikskóla eru reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum. Í stað raunverulegra aðgerða til að fjölga starfsfólki, og treysta grundvöll leikskólastarfsins, er verið að þrýsta á foreldra að draga úr leikskóladvöl barna sinna og hækka gjaldskrá verulega á þau sem ekki hafa tök á því. Ný gjaldskrá er ósanngjörn og mjög flókin Uppbyggingin á drögum að nýrri gjaldskrá er mjög flókin og tekjutengingar og afslættir eru margþættir. Það verður erfitt fyrir foreldra að átta sig á endanlegu gjaldi og þeim áhrifum sem breytingar á tekjum eða þörf fyrir fulla dagvistun munu hafa á leikskólagjöld. ASÍ og BSRB hafa greint áhrif tillagnanna á gjöld foreldra fyrir leikskóladvöl barna sinna. Tekjumörkin í tillögum að nýrri gjaldskrá, sem afslættir miðast við, eru mjög lág. Þannig fá einstæðir foreldrar með laun talsvert undir meðallaunum á vinnumarkaði engan afslátt og foreldrar í sambúð sem bæði eru með laun rétt yfir lægstu launum greiða fullt gjald. Breytingarnar á gjaldskránni, sem ætlað er að mynda hvata til að stytta dvalartíma en eru í raun refsing fyrir þau sem þurfa heilsdagspláss, hafa lang mest áhrif til hækkunar hjá einstæðum foreldrum með mánaðartekjur yfir 542.000 kr. Þá auka breytingarnar einnig verulega gjaldtöku á sambúðarfólk með mánaðartekjur yfir 396.000 kr. á mann sem þurfa á dagvistun að halda í 8 stundir á dag eða meira. Sem dæmi hækka leikskólagjöld einstæðra foreldra sem nýta skráningardaga og eru með tekjur á bilinu 542.000 til 792.000 á mánuði um 65% ef barnið er 8 tíma á dag á leikskólanum og um 100% ef dvalartíminn er 8,5 tímar. Hafi foreldrið tekjur yfir 792.000 kr. á mánuði, sem er rétt undir miðgildi tekna, hækka leikskólagjöldin um 120% fyrir 8 tímana og 185% fyrir 8,5 tíma. Leikskólinn er fjöregg fjölskyldustefnunnar Leikskólinn er eitt helsta jöfnunar- og jafnréttistæki sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólarnir eru grundvöllur farsællar mennta- og fjölskyldustefnu og allar breytingar sem veikja þessa þætti kerfisins grafa undan velferð barnafjölskyldna. Foreldrar treysta á leikskólana sem eru lykilforsenda fyrir atvinnuþátttöku beggja foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Leikskólanir hafa auk þess veitt barnafjölskyldum mikilvægan stuðning í daglegu lífi Mörg þeirra sem starfa í leikskólunum eru félagsfólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Þau, flest konur, starfa á lágum launum undir miklu álagi vegna manneklu og húsnæðisvanda. Val Reykjavíkurborgar stendur á milli þess að fjölga starfsfólki og bæta starfsaðstæður eða fækka leikskólastundum barna með þeim áhrifum sem að ofan er lýst. Koma má í veg fyrir það með því að gera störfin á leikskólunum eftirsóknarverðari með betri kjörum. Nú reynir á forystuhlutverk Reykjavíkur Vandi leikskólastigsins er kerfisbundinn, snýr að vanfjármögnun og skorti á langtímastefnu. Viðbrögð sveitarfélaga hafa hingað til einkennst af bráðabirgðalausnum sem varpa byrðum yfir á foreldra og starfsfólk og hér bætist Reykjavíkurborg í hópinn. Sveitarfélög eiga að hafa metnað til að byggja samfélag okkar áfram á grunngildum jafnaðar og jafnréttis. Það veldur vonbrigðum að Reykjavíkurborg sem hefur verið leiðandi í þjónustu við fjölskyldur skuli leggja fram tillögur sem þessar. Við skorum á meirihlutann í Reykjavík að draga þessar tillögur til baka og finna lausnir sem marka upphafið að endurreisn leikskólakerfisins á Íslandi. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár leikskóla eru reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum. Í stað raunverulegra aðgerða til að fjölga starfsfólki, og treysta grundvöll leikskólastarfsins, er verið að þrýsta á foreldra að draga úr leikskóladvöl barna sinna og hækka gjaldskrá verulega á þau sem ekki hafa tök á því. Ný gjaldskrá er ósanngjörn og mjög flókin Uppbyggingin á drögum að nýrri gjaldskrá er mjög flókin og tekjutengingar og afslættir eru margþættir. Það verður erfitt fyrir foreldra að átta sig á endanlegu gjaldi og þeim áhrifum sem breytingar á tekjum eða þörf fyrir fulla dagvistun munu hafa á leikskólagjöld. ASÍ og BSRB hafa greint áhrif tillagnanna á gjöld foreldra fyrir leikskóladvöl barna sinna. Tekjumörkin í tillögum að nýrri gjaldskrá, sem afslættir miðast við, eru mjög lág. Þannig fá einstæðir foreldrar með laun talsvert undir meðallaunum á vinnumarkaði engan afslátt og foreldrar í sambúð sem bæði eru með laun rétt yfir lægstu launum greiða fullt gjald. Breytingarnar á gjaldskránni, sem ætlað er að mynda hvata til að stytta dvalartíma en eru í raun refsing fyrir þau sem þurfa heilsdagspláss, hafa lang mest áhrif til hækkunar hjá einstæðum foreldrum með mánaðartekjur yfir 542.000 kr. Þá auka breytingarnar einnig verulega gjaldtöku á sambúðarfólk með mánaðartekjur yfir 396.000 kr. á mann sem þurfa á dagvistun að halda í 8 stundir á dag eða meira. Sem dæmi hækka leikskólagjöld einstæðra foreldra sem nýta skráningardaga og eru með tekjur á bilinu 542.000 til 792.000 á mánuði um 65% ef barnið er 8 tíma á dag á leikskólanum og um 100% ef dvalartíminn er 8,5 tímar. Hafi foreldrið tekjur yfir 792.000 kr. á mánuði, sem er rétt undir miðgildi tekna, hækka leikskólagjöldin um 120% fyrir 8 tímana og 185% fyrir 8,5 tíma. Leikskólinn er fjöregg fjölskyldustefnunnar Leikskólinn er eitt helsta jöfnunar- og jafnréttistæki sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólarnir eru grundvöllur farsællar mennta- og fjölskyldustefnu og allar breytingar sem veikja þessa þætti kerfisins grafa undan velferð barnafjölskyldna. Foreldrar treysta á leikskólana sem eru lykilforsenda fyrir atvinnuþátttöku beggja foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Leikskólanir hafa auk þess veitt barnafjölskyldum mikilvægan stuðning í daglegu lífi Mörg þeirra sem starfa í leikskólunum eru félagsfólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Þau, flest konur, starfa á lágum launum undir miklu álagi vegna manneklu og húsnæðisvanda. Val Reykjavíkurborgar stendur á milli þess að fjölga starfsfólki og bæta starfsaðstæður eða fækka leikskólastundum barna með þeim áhrifum sem að ofan er lýst. Koma má í veg fyrir það með því að gera störfin á leikskólunum eftirsóknarverðari með betri kjörum. Nú reynir á forystuhlutverk Reykjavíkur Vandi leikskólastigsins er kerfisbundinn, snýr að vanfjármögnun og skorti á langtímastefnu. Viðbrögð sveitarfélaga hafa hingað til einkennst af bráðabirgðalausnum sem varpa byrðum yfir á foreldra og starfsfólk og hér bætist Reykjavíkurborg í hópinn. Sveitarfélög eiga að hafa metnað til að byggja samfélag okkar áfram á grunngildum jafnaðar og jafnréttis. Það veldur vonbrigðum að Reykjavíkurborg sem hefur verið leiðandi í þjónustu við fjölskyldur skuli leggja fram tillögur sem þessar. Við skorum á meirihlutann í Reykjavík að draga þessar tillögur til baka og finna lausnir sem marka upphafið að endurreisn leikskólakerfisins á Íslandi. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun