Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 09:26 Ingibjörg og Jóhanna segja vanda sona sinna gjörsamlega hafa heltekið fjölskylduna. Þær fóru báðar í veikindaleyfi en Jóhanna hefur snúið aftur til vinnu. Bylgjan Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku. „Það byrjaði að halla undan fæti í fyrra, í byrjun árs,“ segir Ingibjörg Einarsdóttir, móðir annars drengsins, en báðar voru þær til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, um leið sína til Suður-Afríku og í gegnum meðferðarkerfið á Íslandi. Þær stefna á að fljúga út saman. Ingibjörg segir vanda sonar síns hafa stigmagnast nokkuð hratt. Hann hafi verið á landsliðsæfingum í fimleikum í febrúar og mars en vegna uppákoma í skólanum hafi hann einangrast með hópi sem hafi verið í vanda. Sonur hennar sé með ADHD-greiningu en hann hafi alltaf mætt vel í skóla og sinnt náminu vel. Þegar vandinn hófst segir Ingibjörg að hún hafi strax óskað eftir aðstoð, bæði áður en hann var orðinn alvarlegur og eftir. Hann hafi byrjað í áfengi og hún hafi komið að honum tvisvar meðvitundarlausum vegna áfengisdrykkju. „Í annað skiptið var hann kominn með 35 í líkamshita.“ Eftir það hafi hann fært sig í sterkari efni og hún loks fengið að koma honum í neyðarvistun á Stuðlum. Hann hafi verið þar í tvær vikur og hún ákveðið að fara með hann erlendis til að halda honum frá vandanum og hafi verið lofað úrræði þegar hún kæmi til baka. Það hafi ekki staðist og hún aftur komið að honum meðvitundarlausum og hann verið það í sólarhring. „Þá komst hann í einhver önnur efni, einhverjar töflur,“ segir hún. Hefur strokið 30 sinnum úr meðferðarúrræðum Eftir þetta var henni til dæmis lofað að hann kæmist í meðferð á Blönduhlíð en fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra þóttist opna úrræðið í aðdraganda síðustu kosninga. Hann fór svo loks í meðferð í febrúar og þá segir Ingibjörg að hún hafi fyrst orðið vongóð. Það hafi ekki varað lengi því hann strauk úr meðferð og hefur á þessu ári strokið 30 sinnum úr meðferð af Stuðlum, af neyðarvistun Stuðla og frá Blönduhlíð. Hún segir ekki fylgst nægilega vel með börnunum í meðferð. Börnin strjúki reglulega og ekkert barn komi edrú úr meðferð. Á sjö mánuðum þar sem hann hafi verið í meðferðarúrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu hafi ekki einu sinni mælst hrein fíkniefnaprufa hjá honum. „Hverslags meðferð er það?“ spyr Ingibjörg sem segir son sinn hafa komist í enn hættulegri efni en hann hafði áður notað inni á Stuðlum. Sonur Jóhönnu Eivinsdóttur er í neyðarvistun á Stuðlum eins og stendur en þar má hann vera í sjö daga. Hún segir aðdragandann að vanda sonar hennar svipaðan og hjá syni Ingibjargar. Hann hafi verið lagður í einelti og ekki verið félagslega sterkur og kynnst eldri strákum í janúar á þessu ári. Hann hafi byrjað að reykja kannabis og drekka og verið rekinn úr skóla og fluttur í annan. Tók sex töflur í einu „Ég geri allt sem barnavernd segir,“ segir Jóhanna og að þau hafi til dæmis farið í gegnum MST-meðferðarúrræði vegna hegðunarvanda, ekki vegna fíknar. Í sumarfríinu hafi staðan svo snarversnað og hann byrjað að taka ecstasy og MDMA. „Hann tekur það mikið að til þess að komast í vímu tók hann einu sinni sex töflur í einu. Ég er bara heppin að hann er á lífi,“ segir Jóhanna. Hún segir sumarið hafa gengið brösuglega en hann hafi verið sendur á Stuðla eftir að hann tók allar töflurnar og svo í fóstur til fólks með áralanga reynslu af því að fóstra börn. Þau hafi ekki treyst sér til að hafa hann lengur en í fjóra daga því þau gætu ekki tryggt öryggi hans. Þá hafi hann farið aftur inn á Stuðla og það sé orðið nær vikulegur viðburður að hann fari á neyðarvistun Stuðla. Í haust hafi hann svo loks komist inn á Blönduhlíð þegar úrræðið loks opnaði en Jóhanna segir það „algjöran skrípaleik og leikrit“. Hann strjúki þaðan daglega til að reykja kannabis og sé kominn í sterkari efni en áður. „Ég veit ekki hvað tekur við núna.“ Redda sér vímuefnum í gegnum Playstation Þær hafa báðar fengið jákvætt svar um að drengirnir megi koma í meðferð í Suður-Afríku og Jóhanna segist frekar vilja fara beint en að upplifa það sem Ingibjörg hafi upplifað með sinn dreng. „Ég ætla bara að „skippa“ þessum kafla. Ég ætla ekki að lenda í því að barnið mitt, að halda á því að hætta að anda, að frétta af honum meðvitundarlausum á spítala. Ég get ekki hugsað mér að upplifa það.“ Ingibjörg segir ótrúlegt hversu auðvelt er fyrir börnin að komast inn og út af Stuðlum og að ná sér í efni. Tæki séu tekin af börnunum en þau geti talað við fólk í gegnum Playstation-tölvur á meðferðarheimilinu og á Stuðlum sé verulega auðvelt að koma sér út og inn. Sonur hennar hafi bæði farið út og náð í efni fyrir alla aðra og í einn sinn laumað annarri manneskju inn á Stuðla. „Ég er í kvíðahnút frá því að hann vaknar á morgnana og þangað til ég er komin í hús á kvöldin. Svo jafnvel er maður að tékka hvort barnið er andandi á kvöldin og næturnar,“ segir Ingibjörg sem hefur verið í veikindaleyfi frá því í mars vegna veikinda sonar hennar. Hún segir tvö íslensk börn þegar í meðferð í Suður-Afríku og tvö hafi farið áður. Meðferðin kosti 300 þúsund á mánuði en kosti á Spáni til dæmis rúma milljón á mánuði. Hún hafi einnig skoðað meðferð í Ameríku en þar hafi hún kostað rúmar sjö milljónir. Hún segir kostnaðinn skipta þarna miklu máli en hún hafi heyrt að þeim tveimur börnum sem eru úti gangi vel og er í samskiptum við móður annars þeirra. Miðað er við að meðferðin sé níu til tólf mánuðir en hún segir tvö þeirra barna sem hafi farið hafa óskað eftir því að fá að vera lengur. Vandi sem heltekur fjölskylduna Þær segja svona vanda heltaka allt fjölskyldulíf og þær séu reiðar, sárar og svekktar, fullar af vonleysi og finnst sárt að peningar séu sendir erlendis í allskonar verkefni, en þetta kerfi virki ekki. Börnin fái ekki aðstoð og foreldrar séu í veikindaleyfi. „Þetta er til skammar,“ segir Ingibjörg. Jóhanna segir mikla spennu fyrir því að koma drengjunum út og á von á því að spennufallið verði gífurlegt þegar þeir eru komnir út. „Maður á örugglega eftir að brotna niður.“ Ingibjörg segist ekki skilja hvernig staðan er svona slæm og hvernig fólk sem starfar í svona úrræðum fær að halda störfum sínum þegar úrræðaleysið er svona viðvarandi og ekkert breytist. Hún segir vanta vilja til verka hjá stjórnvöldum og gagnrýnir einnig harðlega að aðeins séu til langtímameðferðarúrræði fyrir stelpur en ekki stráka. Hún segir ákvörðunarfælni hjá stjórnvöldum og barnaverndaryfirvöldum og þær mæti á endalausa fundi og ekkert gerist. Þær segja nauðsynlegt að endurskoða allt kerfið og fólkið sem vinnur í því. Það þurfi nýja sýn. Ingibjörg og Jóhanna hafa báðar hafið söfnun vegna ferðarinnar út. Hægt er að kynna sér málið nánar hér og hér. Fíkn Málefni Stuðla Börn og uppeldi Suður-Afríka Heilbrigðismál Geðheilbrigði ADHD Bítið Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira
„Það byrjaði að halla undan fæti í fyrra, í byrjun árs,“ segir Ingibjörg Einarsdóttir, móðir annars drengsins, en báðar voru þær til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, um leið sína til Suður-Afríku og í gegnum meðferðarkerfið á Íslandi. Þær stefna á að fljúga út saman. Ingibjörg segir vanda sonar síns hafa stigmagnast nokkuð hratt. Hann hafi verið á landsliðsæfingum í fimleikum í febrúar og mars en vegna uppákoma í skólanum hafi hann einangrast með hópi sem hafi verið í vanda. Sonur hennar sé með ADHD-greiningu en hann hafi alltaf mætt vel í skóla og sinnt náminu vel. Þegar vandinn hófst segir Ingibjörg að hún hafi strax óskað eftir aðstoð, bæði áður en hann var orðinn alvarlegur og eftir. Hann hafi byrjað í áfengi og hún hafi komið að honum tvisvar meðvitundarlausum vegna áfengisdrykkju. „Í annað skiptið var hann kominn með 35 í líkamshita.“ Eftir það hafi hann fært sig í sterkari efni og hún loks fengið að koma honum í neyðarvistun á Stuðlum. Hann hafi verið þar í tvær vikur og hún ákveðið að fara með hann erlendis til að halda honum frá vandanum og hafi verið lofað úrræði þegar hún kæmi til baka. Það hafi ekki staðist og hún aftur komið að honum meðvitundarlausum og hann verið það í sólarhring. „Þá komst hann í einhver önnur efni, einhverjar töflur,“ segir hún. Hefur strokið 30 sinnum úr meðferðarúrræðum Eftir þetta var henni til dæmis lofað að hann kæmist í meðferð á Blönduhlíð en fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra þóttist opna úrræðið í aðdraganda síðustu kosninga. Hann fór svo loks í meðferð í febrúar og þá segir Ingibjörg að hún hafi fyrst orðið vongóð. Það hafi ekki varað lengi því hann strauk úr meðferð og hefur á þessu ári strokið 30 sinnum úr meðferð af Stuðlum, af neyðarvistun Stuðla og frá Blönduhlíð. Hún segir ekki fylgst nægilega vel með börnunum í meðferð. Börnin strjúki reglulega og ekkert barn komi edrú úr meðferð. Á sjö mánuðum þar sem hann hafi verið í meðferðarúrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu hafi ekki einu sinni mælst hrein fíkniefnaprufa hjá honum. „Hverslags meðferð er það?“ spyr Ingibjörg sem segir son sinn hafa komist í enn hættulegri efni en hann hafði áður notað inni á Stuðlum. Sonur Jóhönnu Eivinsdóttur er í neyðarvistun á Stuðlum eins og stendur en þar má hann vera í sjö daga. Hún segir aðdragandann að vanda sonar hennar svipaðan og hjá syni Ingibjargar. Hann hafi verið lagður í einelti og ekki verið félagslega sterkur og kynnst eldri strákum í janúar á þessu ári. Hann hafi byrjað að reykja kannabis og drekka og verið rekinn úr skóla og fluttur í annan. Tók sex töflur í einu „Ég geri allt sem barnavernd segir,“ segir Jóhanna og að þau hafi til dæmis farið í gegnum MST-meðferðarúrræði vegna hegðunarvanda, ekki vegna fíknar. Í sumarfríinu hafi staðan svo snarversnað og hann byrjað að taka ecstasy og MDMA. „Hann tekur það mikið að til þess að komast í vímu tók hann einu sinni sex töflur í einu. Ég er bara heppin að hann er á lífi,“ segir Jóhanna. Hún segir sumarið hafa gengið brösuglega en hann hafi verið sendur á Stuðla eftir að hann tók allar töflurnar og svo í fóstur til fólks með áralanga reynslu af því að fóstra börn. Þau hafi ekki treyst sér til að hafa hann lengur en í fjóra daga því þau gætu ekki tryggt öryggi hans. Þá hafi hann farið aftur inn á Stuðla og það sé orðið nær vikulegur viðburður að hann fari á neyðarvistun Stuðla. Í haust hafi hann svo loks komist inn á Blönduhlíð þegar úrræðið loks opnaði en Jóhanna segir það „algjöran skrípaleik og leikrit“. Hann strjúki þaðan daglega til að reykja kannabis og sé kominn í sterkari efni en áður. „Ég veit ekki hvað tekur við núna.“ Redda sér vímuefnum í gegnum Playstation Þær hafa báðar fengið jákvætt svar um að drengirnir megi koma í meðferð í Suður-Afríku og Jóhanna segist frekar vilja fara beint en að upplifa það sem Ingibjörg hafi upplifað með sinn dreng. „Ég ætla bara að „skippa“ þessum kafla. Ég ætla ekki að lenda í því að barnið mitt, að halda á því að hætta að anda, að frétta af honum meðvitundarlausum á spítala. Ég get ekki hugsað mér að upplifa það.“ Ingibjörg segir ótrúlegt hversu auðvelt er fyrir börnin að komast inn og út af Stuðlum og að ná sér í efni. Tæki séu tekin af börnunum en þau geti talað við fólk í gegnum Playstation-tölvur á meðferðarheimilinu og á Stuðlum sé verulega auðvelt að koma sér út og inn. Sonur hennar hafi bæði farið út og náð í efni fyrir alla aðra og í einn sinn laumað annarri manneskju inn á Stuðla. „Ég er í kvíðahnút frá því að hann vaknar á morgnana og þangað til ég er komin í hús á kvöldin. Svo jafnvel er maður að tékka hvort barnið er andandi á kvöldin og næturnar,“ segir Ingibjörg sem hefur verið í veikindaleyfi frá því í mars vegna veikinda sonar hennar. Hún segir tvö íslensk börn þegar í meðferð í Suður-Afríku og tvö hafi farið áður. Meðferðin kosti 300 þúsund á mánuði en kosti á Spáni til dæmis rúma milljón á mánuði. Hún hafi einnig skoðað meðferð í Ameríku en þar hafi hún kostað rúmar sjö milljónir. Hún segir kostnaðinn skipta þarna miklu máli en hún hafi heyrt að þeim tveimur börnum sem eru úti gangi vel og er í samskiptum við móður annars þeirra. Miðað er við að meðferðin sé níu til tólf mánuðir en hún segir tvö þeirra barna sem hafi farið hafa óskað eftir því að fá að vera lengur. Vandi sem heltekur fjölskylduna Þær segja svona vanda heltaka allt fjölskyldulíf og þær séu reiðar, sárar og svekktar, fullar af vonleysi og finnst sárt að peningar séu sendir erlendis í allskonar verkefni, en þetta kerfi virki ekki. Börnin fái ekki aðstoð og foreldrar séu í veikindaleyfi. „Þetta er til skammar,“ segir Ingibjörg. Jóhanna segir mikla spennu fyrir því að koma drengjunum út og á von á því að spennufallið verði gífurlegt þegar þeir eru komnir út. „Maður á örugglega eftir að brotna niður.“ Ingibjörg segist ekki skilja hvernig staðan er svona slæm og hvernig fólk sem starfar í svona úrræðum fær að halda störfum sínum þegar úrræðaleysið er svona viðvarandi og ekkert breytist. Hún segir vanta vilja til verka hjá stjórnvöldum og gagnrýnir einnig harðlega að aðeins séu til langtímameðferðarúrræði fyrir stelpur en ekki stráka. Hún segir ákvörðunarfælni hjá stjórnvöldum og barnaverndaryfirvöldum og þær mæti á endalausa fundi og ekkert gerist. Þær segja nauðsynlegt að endurskoða allt kerfið og fólkið sem vinnur í því. Það þurfi nýja sýn. Ingibjörg og Jóhanna hafa báðar hafið söfnun vegna ferðarinnar út. Hægt er að kynna sér málið nánar hér og hér.
Fíkn Málefni Stuðla Börn og uppeldi Suður-Afríka Heilbrigðismál Geðheilbrigði ADHD Bítið Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira