Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2025 19:01 Sergei Ríabkóv, Vladimír Pútín og María Sakaróva. EPA Rússar segja að sú hreyfing sem hafi verið komin á friðarviðræður varðandi hernað Rússa í Úkraínu eftir fund Vladimírs Pútín og Donalds Trump í Alaska í haust sé horfin. Sergei Ríabkóv, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði við blaðamenn í Rússlandi í dag að það væri að mestu ráðamönnum í Evrópu að kenna. Ríabkóv og María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytisins, hafa einnig beint spjótum sínum að Trump í dag, vegna þess að hann gæti mögulega ætlað að selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar. Í ummælum sínum til blaðamanna í morgun sagði Ríabkóv að Evrópumenn og aðrir ætluðu sér að berjast gegn Rússlandi „til síðasta Úkraínumannsins“ og þess vegna væri ekki útlit fyrir að friður myndi nást í bráð. Þetta er algengur áróður Rússa hvað varðar stuðning Vesturlanda við Úkraínu og gengur út á að með því að styðja Úkraínumenn gegn Rússum sé verið að framlengja stríðið og þar með þjáningar Úkraínumanna. Pútín sló sjálfur á svipaða strengi á dögunum. Þá ræddi Ríabkóv einnig mögulega sölu Trumps á Tomahawk-stýriflaugum, og öðrum, til Úkraínumanna og ítrekaði að það myndi koma verulega niður á samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna. Eins og Pútín hefði áður bent á væri ekki hægt að nota þær flaugar gegn skotmörkum í Rússlandi án beinnar aðkomu Bandaríkjamanna og mögulega þyrfti bandaríska hermenn til að skjóta þeim. Vonast til að Trump-liðar heyri í þeim Sakaróva ræddi einnig þessa mögulegu sölu við blaðamenn í Rússlandi í dag og sagði að ef af henni yrði myndi það koma mjög svo niður á samskiptum ríkjanna. Skaðinn yrði óbætanlegur. Hún sagðist vongóð um að ráðamenn í Bandaríkjunum hlustuðu á mótbárur kollega sinna í Rússlandi. „Við fylgjumst náið með ástandinu og köllum eftir mikilli stillingu varðandi þetta viðkvæma málefni, sem gæti komið verulega niður á viðleitni til að finna lausn á Úkraínuátökunum. Við vonum að Washington heyri skilaboð okkar,“ sagði Sakaróva samkvæmt Tass. Þá sagði hún einnig að þó að Rússar hefðu bætt loftvarnir sínar til muna væru þessar stýriflaugar öflug vopn. Það myndi leiða til mikillar stigmögnunar ef Úkraínumenn öðluðust flaugarnar. Sakaróva sagði þó að það myndi í raun engin áhrif hafa á framgang stríðsins. Segir „nánast“ búinn að taka ákvörðun Eins og frægt er funduðu Trump og Pútín í Alaska um miðjan ágúst. Í kjölfarið stóð Trump í þeirri trú að Pútín ætlaði að stíga skref í átt til friðar en þær vonir hafa ekki raungerst. Síðan þá hefur Trump ítrekað lýst yfir vonbrigðum með ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir Rússa á borgir og bæi Úkraínu og sömuleiðis lýst yfir vonbrigðum með Pútín sjálfan og það að hann hafi ekki viljað hitta Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Trump hefur í kjölfarið talað um að ríki Evrópu ættu að skjóta niður rússneskar orrustuþotur sem flogið væri inn í lofthelgi þeirra og í síðasta mánuði kallaði hann rússneska herinn „pappírstígur“ og sagði að Úkraínumenn ættu séns á að reka Rússa á brott. Sjá einnig: Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Trump sagði fyrr í vikunni að hann hefði „nánast“ tekið ákvörðun um hvort hann vildi selja stýriflaugar til Úkraínumanna. Hann vildi fyrst vita hvað Úkraínumenn ætluðu sér að gera við þær. Rússar hafa lagt mikið púður í það á undanförnum dögum að koma þeim skilaboðum til Bandaríkjanna að þeir vilji ekki að stýriflaugar verði seldar Úkraínumönnum. Meðal annars hafa Rússar haldið því fram að það myndi leiða til beinna átaka milli Rússa og bakhjarla Úkraínu, eins og Rússar hafa ítrekað hótað áður þegar rætt hefur verið að senda Úkraínumönnum ný vopn. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig með þessum hætti eru formaður og varaformaður varnarmálanefndar rússneska þingsins, sem hafa sagt að Rússar myndu skjóta stýriflaugarnar niður og granda öllum skotpöllum þeirra í Úkraínu. Einnig gætu þeir ráðist á herstöð í Póllandi ef stýriflaugar yrðu sendar til Úkraínu. Fjölmiðlafólk sem starfar hjá ríkismiðlum Rússlands hefur einnig tekið þátt í umræðunni og hefur því meðal annars verið varpað fram þar að Trump geti gleymt því að fá friðarverðlaun Nóbels ef hann selji Úkraínumönnum stýriflaugar. Ummælin þykja marka áhyggjur og breyttan tón Eins og fram kemur í grein Washington Post má þó marka ákveðna breytingu í tóninum í Moskvu. Ráðamenn þar hafa iðulega beint gagnrýni sinni og hótunum í garð Evrópuríkja en talað með meiri jákvæðni í garð Trumps og Bandaríkjamanna. Þá þykja áhyggjur ráðamanna í Rússlandi benda til að þeir trúi ekki eigin ummælum um að stýriflaugar myndu engin jákvæð áhrif hafa fyrir Úkraínumenn. Úkraínumenn hafa gert ítrekaðar árásir á olíuvinnslur og aðra olíuinnviði í Rússlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Framleiðslugeta Rússa er sögð hafa dregist verulega saman vegna þessara árása. Sala á olíu og olíuafurðum er lang stærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Rússland Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Ríabkóv og María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytisins, hafa einnig beint spjótum sínum að Trump í dag, vegna þess að hann gæti mögulega ætlað að selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar. Í ummælum sínum til blaðamanna í morgun sagði Ríabkóv að Evrópumenn og aðrir ætluðu sér að berjast gegn Rússlandi „til síðasta Úkraínumannsins“ og þess vegna væri ekki útlit fyrir að friður myndi nást í bráð. Þetta er algengur áróður Rússa hvað varðar stuðning Vesturlanda við Úkraínu og gengur út á að með því að styðja Úkraínumenn gegn Rússum sé verið að framlengja stríðið og þar með þjáningar Úkraínumanna. Pútín sló sjálfur á svipaða strengi á dögunum. Þá ræddi Ríabkóv einnig mögulega sölu Trumps á Tomahawk-stýriflaugum, og öðrum, til Úkraínumanna og ítrekaði að það myndi koma verulega niður á samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna. Eins og Pútín hefði áður bent á væri ekki hægt að nota þær flaugar gegn skotmörkum í Rússlandi án beinnar aðkomu Bandaríkjamanna og mögulega þyrfti bandaríska hermenn til að skjóta þeim. Vonast til að Trump-liðar heyri í þeim Sakaróva ræddi einnig þessa mögulegu sölu við blaðamenn í Rússlandi í dag og sagði að ef af henni yrði myndi það koma mjög svo niður á samskiptum ríkjanna. Skaðinn yrði óbætanlegur. Hún sagðist vongóð um að ráðamenn í Bandaríkjunum hlustuðu á mótbárur kollega sinna í Rússlandi. „Við fylgjumst náið með ástandinu og köllum eftir mikilli stillingu varðandi þetta viðkvæma málefni, sem gæti komið verulega niður á viðleitni til að finna lausn á Úkraínuátökunum. Við vonum að Washington heyri skilaboð okkar,“ sagði Sakaróva samkvæmt Tass. Þá sagði hún einnig að þó að Rússar hefðu bætt loftvarnir sínar til muna væru þessar stýriflaugar öflug vopn. Það myndi leiða til mikillar stigmögnunar ef Úkraínumenn öðluðust flaugarnar. Sakaróva sagði þó að það myndi í raun engin áhrif hafa á framgang stríðsins. Segir „nánast“ búinn að taka ákvörðun Eins og frægt er funduðu Trump og Pútín í Alaska um miðjan ágúst. Í kjölfarið stóð Trump í þeirri trú að Pútín ætlaði að stíga skref í átt til friðar en þær vonir hafa ekki raungerst. Síðan þá hefur Trump ítrekað lýst yfir vonbrigðum með ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir Rússa á borgir og bæi Úkraínu og sömuleiðis lýst yfir vonbrigðum með Pútín sjálfan og það að hann hafi ekki viljað hitta Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Trump hefur í kjölfarið talað um að ríki Evrópu ættu að skjóta niður rússneskar orrustuþotur sem flogið væri inn í lofthelgi þeirra og í síðasta mánuði kallaði hann rússneska herinn „pappírstígur“ og sagði að Úkraínumenn ættu séns á að reka Rússa á brott. Sjá einnig: Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Trump sagði fyrr í vikunni að hann hefði „nánast“ tekið ákvörðun um hvort hann vildi selja stýriflaugar til Úkraínumanna. Hann vildi fyrst vita hvað Úkraínumenn ætluðu sér að gera við þær. Rússar hafa lagt mikið púður í það á undanförnum dögum að koma þeim skilaboðum til Bandaríkjanna að þeir vilji ekki að stýriflaugar verði seldar Úkraínumönnum. Meðal annars hafa Rússar haldið því fram að það myndi leiða til beinna átaka milli Rússa og bakhjarla Úkraínu, eins og Rússar hafa ítrekað hótað áður þegar rætt hefur verið að senda Úkraínumönnum ný vopn. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig með þessum hætti eru formaður og varaformaður varnarmálanefndar rússneska þingsins, sem hafa sagt að Rússar myndu skjóta stýriflaugarnar niður og granda öllum skotpöllum þeirra í Úkraínu. Einnig gætu þeir ráðist á herstöð í Póllandi ef stýriflaugar yrðu sendar til Úkraínu. Fjölmiðlafólk sem starfar hjá ríkismiðlum Rússlands hefur einnig tekið þátt í umræðunni og hefur því meðal annars verið varpað fram þar að Trump geti gleymt því að fá friðarverðlaun Nóbels ef hann selji Úkraínumönnum stýriflaugar. Ummælin þykja marka áhyggjur og breyttan tón Eins og fram kemur í grein Washington Post má þó marka ákveðna breytingu í tóninum í Moskvu. Ráðamenn þar hafa iðulega beint gagnrýni sinni og hótunum í garð Evrópuríkja en talað með meiri jákvæðni í garð Trumps og Bandaríkjamanna. Þá þykja áhyggjur ráðamanna í Rússlandi benda til að þeir trúi ekki eigin ummælum um að stýriflaugar myndu engin jákvæð áhrif hafa fyrir Úkraínumenn. Úkraínumenn hafa gert ítrekaðar árásir á olíuvinnslur og aðra olíuinnviði í Rússlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Framleiðslugeta Rússa er sögð hafa dregist verulega saman vegna þessara árása. Sala á olíu og olíuafurðum er lang stærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins.
Rússland Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira