Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar 10. október 2025 08:16 Lengi hefur verið deilt um veru Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, en á sínum tíma var settur á fót sérstakur starfshópur sem skilað niðurstöðu sinni vorið 2024 þar sem kom meðal annars fram að alvarleg staða væri uppi á fjölmiðlamarkaði og að fyrirferð RÚV á auglýsinga- og samkeppnismarkaði væri óásættanleg. Lagði starfshópurinn til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði. Þrátt fyrir þessa afgerandi niðurstöðu starfshópsins hefur enn ekkert gerst í þeim efnum. Ef til vill er það vegna þess að hollvinir RÚV hafa brugðist ókvæða við öllum slíkum áætlunum og haldið því fram að bæta verði RÚV upp tapið verði félagið tekið af auglýsingamarkaði, sérstaklega í ljósi þess að rekstur félagsins hefur ekki verið upp á marga fiska seinustu ár. Í nýjustu fundargerð stjórnar RÚV kemur fram að félagið hafi verið rekið með 160 milljóna kr. halla á fyrstu sex mánuðum ársins og að horfur sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til „frekari ráðstafana“. Þess ber þó að geta að fjárhagsvandræði RÚV, rétt eins og annarra opinberra aðila, eru ekki til komin vegna ónógra tekna, heldur vegna þess hvernig fjármununum er varið. Rekstrartekjur RÚV voru yfir 9 milljarðar kr. árið 2024 skv. ársreikningi félagsins. Þar af námu laun og launatengd gjöld tæpum 3,9 milljörðum. Þar eru ótaldar allar verktakagreiðslur félagsins, en þær hafa numið tæpum milljarði kr. á ári seinustu ár. Þessar tölur verða svo enn ótrúlegri þegar þær eru settar í samanburð við launakostnað annarra ríkisaðila. Dýrari en dómsvaldið og löggjafinn Ríkisvaldið samanstendur af þremur grundvallarstoðum sem nauðsynlegar eru til að viðhalda lýðræðislegri stjórnskipun. Þessar stoðir eru dómsvaldið, framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið. Það vill svo merkilega til að kostnaður við starfsmenn ríkisútvarpsins er hærri en kostnaðurinn við alla starfsmenn dómsvaldsins, þ.e. alla dómara og starfsmenn héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. Starfsmenn eins fjölmiðils er sem sagt útgjaldafrekari en heil grein ríkisvaldsins, og munar þar rúmum 700 milljónum kr. á árinu 2024. En dómsvaldið er ekki eina grein ríkisvaldsins sem er ódýrari í rekstri en RÚV, því starfsmannakostnaður löggjafans, þ.e. allir þingmenn og starfsmenn Alþingis, er einnig lægri en fjölmiðilsins góða. Munurinn er þó ekki jafn mikill og hjá dómstólunum, eða rétt rúmar 100 milljónir kr. Það kemur heldur spánskt fyrir sjónir að það þurfi fleiri starfsmenn til að halda úti einum fjölmiðli en þarf til að halda úti öllu dómskerfinu eða löggjafarvaldinu eins og það leggur sig. Ráðgátan leyst Af framansögðu er ljóst að vandi RÚV er ekki til kominn vegna skorts á tekjum, enda af nógu að taka þar. Það er því alger fásinna að ætla að „bæta“ RÚV það upp að vera tekið af auglýsingamarkaði, enda hefði RÚV aldrei átt að vera þar til að byrja með. Þess utan eru þessir rúmu sex milljarðar sem félagið fær úr ríkissjóði meira en nóg til að reka eitt stykki fjölmiðil. Því er rétt að beina frekar sjónum að útgjöldum félagsins, en þar kennir ýmissa grasa. Í ársreikningi fyrir árið 2024 kemur fram að starfsmenn RÚV hafi verið 293 í 275 og stöðugildum. Það liggur í augum uppi að ekki er þörf á tæplega 300 starfsmönnum til að reka einn fjölmiðil, sérstaklega í ljósi þess að RÚV er lögum samkvæmt eingöngu skylt að halda úti einni sjónvarpsstöð og tveimur útvarpsstöðvum. Hluti vandans er hins vegar sá að RÚV tekið ákvörðun um að gera sig gildandi á allt öðrum vígstöðum, eins og t.d. í hlaðvarpssenunni, á Instagram, Linkedin og á kínverska njósnamiðlinum TikTok. Hvers vegna er hins vegar ekki vitað. Það er vel skiljanlegt að einhverjir vilji ólmir horfa á Barnaby ráða gátuna í þúsundasta skiptið eða horfa á Gísla Martein ræða við sömu gestina í hverri viku. Ólíkur er smekkur mannanna í þeim efnum. Það þarf hins vegar engan Barnaby, og því síður einhvern starfshóp, til þess að leysa gátuna um hvernig koma má á heilbrigðu fjölmiðlaumhverfi og bæta rekstur RÚV. Það hefur lengi verið vitað að skilvirkasta leiðin að því marki er að taka RÚV af auglýsingamarkaði og endurskipuleggja störf þess. Það eina sem vantar er bara nógu marga stjórnmálamenn sem hafa vilja og þor til þess að leggja það til. Fyrirsjáanleg viðbrögð ríkisstjórnarinnar Þrátt fyrir að ráðgátan um RÚV sé auðleyst kýs ríkisstjórnin að leita annarra leiða til að hrista upp í fjölmiðlamarkaðnum. Og þvert á engar spár var niðurstaðan gamla góða skattahækkunin. Í gær lagði nefnilega menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra fram í samráðsgátt frumvarp til laga um menningarframlag streymisveitna, þar sem mælt er fyrir um splunkunýjan skatt á streymisveitur, jafnt innlendar sem erlendar. Og ekki nóg með að ráðherrann leggi til aukna skattheimtu á einkarekna fjölmiðla þá bítur hann höfuðið af skömminni með því að undanþiggja RÚV frá skattheimtunni og raska þannig enn frekar samkeppni á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þetta eru kaldar kveðjur frá ríkisstjórninni til einkarekinna fjölmiðla. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Helgi Brynjarsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið deilt um veru Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, en á sínum tíma var settur á fót sérstakur starfshópur sem skilað niðurstöðu sinni vorið 2024 þar sem kom meðal annars fram að alvarleg staða væri uppi á fjölmiðlamarkaði og að fyrirferð RÚV á auglýsinga- og samkeppnismarkaði væri óásættanleg. Lagði starfshópurinn til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði. Þrátt fyrir þessa afgerandi niðurstöðu starfshópsins hefur enn ekkert gerst í þeim efnum. Ef til vill er það vegna þess að hollvinir RÚV hafa brugðist ókvæða við öllum slíkum áætlunum og haldið því fram að bæta verði RÚV upp tapið verði félagið tekið af auglýsingamarkaði, sérstaklega í ljósi þess að rekstur félagsins hefur ekki verið upp á marga fiska seinustu ár. Í nýjustu fundargerð stjórnar RÚV kemur fram að félagið hafi verið rekið með 160 milljóna kr. halla á fyrstu sex mánuðum ársins og að horfur sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til „frekari ráðstafana“. Þess ber þó að geta að fjárhagsvandræði RÚV, rétt eins og annarra opinberra aðila, eru ekki til komin vegna ónógra tekna, heldur vegna þess hvernig fjármununum er varið. Rekstrartekjur RÚV voru yfir 9 milljarðar kr. árið 2024 skv. ársreikningi félagsins. Þar af námu laun og launatengd gjöld tæpum 3,9 milljörðum. Þar eru ótaldar allar verktakagreiðslur félagsins, en þær hafa numið tæpum milljarði kr. á ári seinustu ár. Þessar tölur verða svo enn ótrúlegri þegar þær eru settar í samanburð við launakostnað annarra ríkisaðila. Dýrari en dómsvaldið og löggjafinn Ríkisvaldið samanstendur af þremur grundvallarstoðum sem nauðsynlegar eru til að viðhalda lýðræðislegri stjórnskipun. Þessar stoðir eru dómsvaldið, framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið. Það vill svo merkilega til að kostnaður við starfsmenn ríkisútvarpsins er hærri en kostnaðurinn við alla starfsmenn dómsvaldsins, þ.e. alla dómara og starfsmenn héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. Starfsmenn eins fjölmiðils er sem sagt útgjaldafrekari en heil grein ríkisvaldsins, og munar þar rúmum 700 milljónum kr. á árinu 2024. En dómsvaldið er ekki eina grein ríkisvaldsins sem er ódýrari í rekstri en RÚV, því starfsmannakostnaður löggjafans, þ.e. allir þingmenn og starfsmenn Alþingis, er einnig lægri en fjölmiðilsins góða. Munurinn er þó ekki jafn mikill og hjá dómstólunum, eða rétt rúmar 100 milljónir kr. Það kemur heldur spánskt fyrir sjónir að það þurfi fleiri starfsmenn til að halda úti einum fjölmiðli en þarf til að halda úti öllu dómskerfinu eða löggjafarvaldinu eins og það leggur sig. Ráðgátan leyst Af framansögðu er ljóst að vandi RÚV er ekki til kominn vegna skorts á tekjum, enda af nógu að taka þar. Það er því alger fásinna að ætla að „bæta“ RÚV það upp að vera tekið af auglýsingamarkaði, enda hefði RÚV aldrei átt að vera þar til að byrja með. Þess utan eru þessir rúmu sex milljarðar sem félagið fær úr ríkissjóði meira en nóg til að reka eitt stykki fjölmiðil. Því er rétt að beina frekar sjónum að útgjöldum félagsins, en þar kennir ýmissa grasa. Í ársreikningi fyrir árið 2024 kemur fram að starfsmenn RÚV hafi verið 293 í 275 og stöðugildum. Það liggur í augum uppi að ekki er þörf á tæplega 300 starfsmönnum til að reka einn fjölmiðil, sérstaklega í ljósi þess að RÚV er lögum samkvæmt eingöngu skylt að halda úti einni sjónvarpsstöð og tveimur útvarpsstöðvum. Hluti vandans er hins vegar sá að RÚV tekið ákvörðun um að gera sig gildandi á allt öðrum vígstöðum, eins og t.d. í hlaðvarpssenunni, á Instagram, Linkedin og á kínverska njósnamiðlinum TikTok. Hvers vegna er hins vegar ekki vitað. Það er vel skiljanlegt að einhverjir vilji ólmir horfa á Barnaby ráða gátuna í þúsundasta skiptið eða horfa á Gísla Martein ræða við sömu gestina í hverri viku. Ólíkur er smekkur mannanna í þeim efnum. Það þarf hins vegar engan Barnaby, og því síður einhvern starfshóp, til þess að leysa gátuna um hvernig koma má á heilbrigðu fjölmiðlaumhverfi og bæta rekstur RÚV. Það hefur lengi verið vitað að skilvirkasta leiðin að því marki er að taka RÚV af auglýsingamarkaði og endurskipuleggja störf þess. Það eina sem vantar er bara nógu marga stjórnmálamenn sem hafa vilja og þor til þess að leggja það til. Fyrirsjáanleg viðbrögð ríkisstjórnarinnar Þrátt fyrir að ráðgátan um RÚV sé auðleyst kýs ríkisstjórnin að leita annarra leiða til að hrista upp í fjölmiðlamarkaðnum. Og þvert á engar spár var niðurstaðan gamla góða skattahækkunin. Í gær lagði nefnilega menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra fram í samráðsgátt frumvarp til laga um menningarframlag streymisveitna, þar sem mælt er fyrir um splunkunýjan skatt á streymisveitur, jafnt innlendar sem erlendar. Og ekki nóg með að ráðherrann leggi til aukna skattheimtu á einkarekna fjölmiðla þá bítur hann höfuðið af skömminni með því að undanþiggja RÚV frá skattheimtunni og raska þannig enn frekar samkeppni á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þetta eru kaldar kveðjur frá ríkisstjórninni til einkarekinna fjölmiðla. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun