Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Hjörvar Ólafsson skrifar 11. október 2025 15:53 Thelma Karen Pálmadóttir var spræk á hægri kantinum hjá FH. Vísir/Anton Brink FH bar sigurorð af Víkingi, 3-2, í hörkuskemmtilegum leik liðanna í 22. og jafnframt næstsíðustu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld. FH er þar af leiðandi svo gott sem búið að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili. FH er í harðri baráttu við Þrótt Reykjavík um að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili á meðan Víkingur siglir lygnan sjó eftir gott gengi undir stjórn Einars Guðnason og Jóns Páls Pálmasonar eftir að þeir tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu um mitt sumar. Raketturnar í liðunum Thelma Lóa Hermannsdótir og Linda Líf Boama voru þær sem voru að skapa hættur hjá liðum sínum. Thelma Lóa slapp til að mynda ein í gegn um miðbik fyrri hálfleiks en Emma Steinsen Jónsdóttir kom í veg fyrir að hún næði góðu skoti á markið. Linda Líf Boama fann svo Bergdísi Sveinsdóttur í vítateig FH skömmu síðar en skot Bergdísar fór rétt framhjá stönginni. Það færðist meira fjör í leikinn í seinni hluta fyrri hálfleiks og Margrét Brynja Kristinsdóttir var nálægt því að ná forystunni fyrir FH þegar hún komst framhjá Evu Ýr Helgadóttur en skoti hennar var bjargað á línu. Andartaki síðar var Deja Jaylyn Sandoval svo búinn að koma FH en hún skallaði hornspynu Andreu Ránar Snæfeld Hauksdóttur í markið eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Thelma Karen Pálmadóttir fékk síðan gott færi til þess að tvöfalda forystu FH-liðsins en hún var þá komin ein gegn Evu Ýr Helgadóttur sem hrifsaði boltann af tánum á Thelmu Karen áður en hún náði að láta skotið ríða af. Kristín Erla Ó Johnson náði svo bylmingsskoti að marki FH sem Macy Elizabeth Enneking varði vel. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir fékk gott skallafæri eftir hárnákvæma sendingu Bergdísar Sveinsdóttur nokkrum mínútum síðar en Áslaug Dóra sneiddi boltann framhjá. Thelma Karen fékk síðasta færi fyrri hálfleiks en hún köttaði þá boltann inn á völlinn og kom sér í gott skotæri en brást svo bogalistin þegar á hólminn var komið. Þar áður hafði Bergdís nokkrum sinnum verið aðgangshörð við mark FH án árangurs. Staðan því 1-0 fyrir FH þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Markaregnið hófst í seinni hálfleik Leikmenn FH hófu seinni hálfleikinn af meiri krafti en Berglind Freyja Hlynsdóttir fékk fínt færi eftir góðan undirbúning Mayu Hansen en Berglind Freyja setti boltann framhjá. Thelma Lóa hélt svo áfram að hrella varnarmenn Víkings án þess þó að ná að setja boltann í markið. Víkingur jafnaði svo metin eftir um það bil tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Twana Khalid Ahmed mat þá að Deja Jaylyn Sandoval hefði brotið á Freyju Stefánsdóttur og benti á vítapunktinn. Svo virtist sem Deja næði til boltans áður en hún nartaði á Freyju og því líklega um rangan dóm að ræða. Linda Líf var hins vegar ekkert að pæla í því þegar hún setti vítaspyrnuna rétta leið í netmöskvana. Víkingur snéri svo taflinu sér í vil þegar Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir sendi boltann fyrir á Bergdísi sem kláraði færið af stakri prýði. Eftir rúmlega klukkutíma leik jafnaði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir metin með marki sínu beint úr hornspyrnu. Spyrna Andreu Ránar fór í fallegum boga yfir Evu Ýr og þaðan í stöngina inn. Það var svo Thelma Lóa sem tryggði FH mikilvæg þrjú stig í baráttunni við Þrótt um Evrópusætið með marki sínu rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Thelma Lóa átti þá fallegt samspil við Mayu Hansen og slúttaði svo með hnitmiðuðu skoti. Niðurstaðan afar mikilvægur 3-2 sigur FH sem hefur 48 stig í öðru sæti eftir þennan sigur. Þróttur, sem hefur elt FH eins og skugginn í sumar er með 45 stig í þriðja sæti. FH sækir nýkrýnda Íslandsmeistara, Breiðablik, heim í síðustu umferð deildarinnar á meðan Þróttur og Valur leiða saman hesta sína. FH er með 18 mörkum betri markatölu en Þróttur og því er nokkuð ljóst að það verður Evrópufótbolti hjá FH-ingum á næstu leiktíð. Víkingur leikur aftur á móti við Stjörnuna en bæði lið sigla lygnan sjó en eru að berjast um að hafna í fjórða sæti deildarinnar. Stjarnan er fyrir þann leik í fjórða sæti með 31 stig, Breiðablik er í því fimmta með 29 stig og Víkingur í sjötta með 28 stig. Atvik leiksins Vítaspyrnan sem Víkingur fékk var umdeilanleg en FH-ingar sáu hins vegar til þess að marki Lindu Lífar úr spyrnunni varð ekki vendipunktur í þessum leik. Mark Andreu Ránar úr hornuspurnu var svo gullfallegt. Stjörnur og skúrkar Andrea Rán átti góðan leik inni á miðsvæðinu og skoraði gullfallegt mark beint úr hornspyrnu. Thelma Lóa var síógnandi á vinstri kantinum og Maya Hansen var góður uppsilspunktur í framlínu FH-liðsins. Thelma Karen átti svo góða spretti á hægri vængnum. Gígja Valgerður Harðardóttir var öflug í hjarta varnarinnar hjá V'ikingi. Bergdís var svo mikið í boltanum og skoraði gott mark eftir góðan undirbúning Þórdísar Hrannar sem var hættuleg í föstum leikatriðum. Freyja Stefánsdóttir hélt boltanum vel í fremstu víglínu og Linda Líf ógnaði með hraða sínum og krafti nokkrum sinnum. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Twana Khalid Ahmed, Bergur Daði Ágústsson, Óliver Thanh Tung Vú og Jovan Subic, áttu heilt yfir góðan dag en gerðu Twana gerði hins vegar stór mistök þegar hann benti á punktinn í vítaspynu Víkings. Af þeim sökum fær dómarateymið sex í einkunn. Halldór Breiðfjörð Jóhannsson sá svo til þess að leikurinn færi fram eftir kúnstarinnar reglum. Stemming og umgjörð Það var blautt og nokkuð hráslagalegt í Krikanum í dag en aðstæður eins og best verður á kosið miðað við árstíma. FH-ingar dekruðu við blaðamenn með ólgandi og dýrindis pitsu, sódavatni, kaffi og súkkulaði. Allt upp á tíu hjá FH eins og vanalega. Fínasta mæting í Krikann og stemmingin bara býsna góð í stúkunni á þessum leik. Besta deild kvenna FH Víkingur Reykjavík
FH bar sigurorð af Víkingi, 3-2, í hörkuskemmtilegum leik liðanna í 22. og jafnframt næstsíðustu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld. FH er þar af leiðandi svo gott sem búið að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili. FH er í harðri baráttu við Þrótt Reykjavík um að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili á meðan Víkingur siglir lygnan sjó eftir gott gengi undir stjórn Einars Guðnason og Jóns Páls Pálmasonar eftir að þeir tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu um mitt sumar. Raketturnar í liðunum Thelma Lóa Hermannsdótir og Linda Líf Boama voru þær sem voru að skapa hættur hjá liðum sínum. Thelma Lóa slapp til að mynda ein í gegn um miðbik fyrri hálfleiks en Emma Steinsen Jónsdóttir kom í veg fyrir að hún næði góðu skoti á markið. Linda Líf Boama fann svo Bergdísi Sveinsdóttur í vítateig FH skömmu síðar en skot Bergdísar fór rétt framhjá stönginni. Það færðist meira fjör í leikinn í seinni hluta fyrri hálfleiks og Margrét Brynja Kristinsdóttir var nálægt því að ná forystunni fyrir FH þegar hún komst framhjá Evu Ýr Helgadóttur en skoti hennar var bjargað á línu. Andartaki síðar var Deja Jaylyn Sandoval svo búinn að koma FH en hún skallaði hornspynu Andreu Ránar Snæfeld Hauksdóttur í markið eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Thelma Karen Pálmadóttir fékk síðan gott færi til þess að tvöfalda forystu FH-liðsins en hún var þá komin ein gegn Evu Ýr Helgadóttur sem hrifsaði boltann af tánum á Thelmu Karen áður en hún náði að láta skotið ríða af. Kristín Erla Ó Johnson náði svo bylmingsskoti að marki FH sem Macy Elizabeth Enneking varði vel. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir fékk gott skallafæri eftir hárnákvæma sendingu Bergdísar Sveinsdóttur nokkrum mínútum síðar en Áslaug Dóra sneiddi boltann framhjá. Thelma Karen fékk síðasta færi fyrri hálfleiks en hún köttaði þá boltann inn á völlinn og kom sér í gott skotæri en brást svo bogalistin þegar á hólminn var komið. Þar áður hafði Bergdís nokkrum sinnum verið aðgangshörð við mark FH án árangurs. Staðan því 1-0 fyrir FH þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Markaregnið hófst í seinni hálfleik Leikmenn FH hófu seinni hálfleikinn af meiri krafti en Berglind Freyja Hlynsdóttir fékk fínt færi eftir góðan undirbúning Mayu Hansen en Berglind Freyja setti boltann framhjá. Thelma Lóa hélt svo áfram að hrella varnarmenn Víkings án þess þó að ná að setja boltann í markið. Víkingur jafnaði svo metin eftir um það bil tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Twana Khalid Ahmed mat þá að Deja Jaylyn Sandoval hefði brotið á Freyju Stefánsdóttur og benti á vítapunktinn. Svo virtist sem Deja næði til boltans áður en hún nartaði á Freyju og því líklega um rangan dóm að ræða. Linda Líf var hins vegar ekkert að pæla í því þegar hún setti vítaspyrnuna rétta leið í netmöskvana. Víkingur snéri svo taflinu sér í vil þegar Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir sendi boltann fyrir á Bergdísi sem kláraði færið af stakri prýði. Eftir rúmlega klukkutíma leik jafnaði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir metin með marki sínu beint úr hornspyrnu. Spyrna Andreu Ránar fór í fallegum boga yfir Evu Ýr og þaðan í stöngina inn. Það var svo Thelma Lóa sem tryggði FH mikilvæg þrjú stig í baráttunni við Þrótt um Evrópusætið með marki sínu rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Thelma Lóa átti þá fallegt samspil við Mayu Hansen og slúttaði svo með hnitmiðuðu skoti. Niðurstaðan afar mikilvægur 3-2 sigur FH sem hefur 48 stig í öðru sæti eftir þennan sigur. Þróttur, sem hefur elt FH eins og skugginn í sumar er með 45 stig í þriðja sæti. FH sækir nýkrýnda Íslandsmeistara, Breiðablik, heim í síðustu umferð deildarinnar á meðan Þróttur og Valur leiða saman hesta sína. FH er með 18 mörkum betri markatölu en Þróttur og því er nokkuð ljóst að það verður Evrópufótbolti hjá FH-ingum á næstu leiktíð. Víkingur leikur aftur á móti við Stjörnuna en bæði lið sigla lygnan sjó en eru að berjast um að hafna í fjórða sæti deildarinnar. Stjarnan er fyrir þann leik í fjórða sæti með 31 stig, Breiðablik er í því fimmta með 29 stig og Víkingur í sjötta með 28 stig. Atvik leiksins Vítaspyrnan sem Víkingur fékk var umdeilanleg en FH-ingar sáu hins vegar til þess að marki Lindu Lífar úr spyrnunni varð ekki vendipunktur í þessum leik. Mark Andreu Ránar úr hornuspurnu var svo gullfallegt. Stjörnur og skúrkar Andrea Rán átti góðan leik inni á miðsvæðinu og skoraði gullfallegt mark beint úr hornspyrnu. Thelma Lóa var síógnandi á vinstri kantinum og Maya Hansen var góður uppsilspunktur í framlínu FH-liðsins. Thelma Karen átti svo góða spretti á hægri vængnum. Gígja Valgerður Harðardóttir var öflug í hjarta varnarinnar hjá V'ikingi. Bergdís var svo mikið í boltanum og skoraði gott mark eftir góðan undirbúning Þórdísar Hrannar sem var hættuleg í föstum leikatriðum. Freyja Stefánsdóttir hélt boltanum vel í fremstu víglínu og Linda Líf ógnaði með hraða sínum og krafti nokkrum sinnum. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Twana Khalid Ahmed, Bergur Daði Ágústsson, Óliver Thanh Tung Vú og Jovan Subic, áttu heilt yfir góðan dag en gerðu Twana gerði hins vegar stór mistök þegar hann benti á punktinn í vítaspynu Víkings. Af þeim sökum fær dómarateymið sex í einkunn. Halldór Breiðfjörð Jóhannsson sá svo til þess að leikurinn færi fram eftir kúnstarinnar reglum. Stemming og umgjörð Það var blautt og nokkuð hráslagalegt í Krikanum í dag en aðstæður eins og best verður á kosið miðað við árstíma. FH-ingar dekruðu við blaðamenn með ólgandi og dýrindis pitsu, sódavatni, kaffi og súkkulaði. Allt upp á tíu hjá FH eins og vanalega. Fínasta mæting í Krikann og stemmingin bara býsna góð í stúkunni á þessum leik.