Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Valur Páll Eiríksson skrifar 15. október 2025 21:00 Lýsandi mynd fyrir leik kvöldsins. Færeyingar verjast þrír gegn einni íslenskri. Baráttan var miklu meiri þeirra megin. Vísir/Anton Ísland tapaði 22-24 fyrir Færeyjum í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2026 í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. Það er ekki margt jákvætt að taka út úr leik kvöldsins. Íslenska liðið virkaði flatt í byrjun og var lent fjórum mörkum undir, 7-3, um miðjan fyrri hálfleik. Arnar Pétursson tók þá leikhlé og stelpurnar svöruðu með fjórum mörkum í röð til að jafna leikinn. Neystabö kom sterk inn í markið í lok leiks. Hún ver hér frá Theu Imani.Vísir/Anton Færeyjar tóku þá leikhlé og komust tveimur yfir en staðan jöfn 11-11 í hléi eftir fyrri hálfleik þar sem Ísland fór með urmul dauðafæra en þökk sé Hafdísi Renötudóttur höfðu þau nokkur farið í súginn hinu megin einnig. Díana Dögg byrjaði seinni hálfleikinn á að klúðra dauðafæri og í kjölfarið fékk Lovísa Thompson tvær mínútur. Færeyjar skoruðu fyrstu þrjú mörkin á meðan Ísland kastaði boltanum þrisvar frá sér. Það tók sjö mínútur að skora fyrsta markið eftir hlé, aftur slæm byrjun á hálfleik þar sem liðið er einbeitingarlítið og á hælunum. Færeyingar höfðu ástæðu til að vera kátir í stúkunni.Vísir/Anton Íslandi tókst hins vegar að jafna leikinn og komast yfir, 17-16. Eftir það kom annar eins kafli og í byrjun hálfleiksins. Ísland kastaði boltanum ítrekað frá sér, skoruðu ekki í sex mínútur og lentu 21-17 undir eftir fimm færeysk mörk í röð. Stelpunum tókst að minnka muninn í tvö mörk þegar átta mínútur voru eftir en það virtist hreinlega ekki vera trú eða kraftur til staðar til þess að liðið gæti komið til baka. Íslensk lið eru þekkt fyrir það að rífa sig áfram með krafti og baráttu en þar var færeyska liðið einfaldlega ofan á. Þær færeysku fögnuðu vel í leikslok.Vísir/Anton Það var Hafdísi í markinu að þakka að ekki fór verr, en hún varði ítrekað úr dauðafærum og hélt Íslandi á floti á köflum. Einbeitingarleysi í sókn, dauðafæranýting og tapaðir boltar, auk kraftleysis í vörn bendir einfaldlega til vanmats hjá íslensku liði sem á sér litlar málsbætur eftir úrslit kvöldsins. 24-22 sigur Færeyja var fullkomnlega verðskuldaður og stelpurnar okkar hefja riðilinn á versta mögulega máta – á heimavelli. Næst mætir liðið Portúgal ytra á sunnudag og ljóst að margbæta þarf orkustig, einbeitingu og gæði í leik liðsins fyrir það verkefni. Elísa steinliggur eftir baráttu við færeyskar.Vísir/Anton Hvað réði úrslitum? Baráttuleysi og gæðaleysi íslenska liðsins. Að sama skapi andinn í færeyska liðinu sem hélt sínu striki allan leikinn á meðan okkar konur gáfu eftir. Það þarf að fínpússa ýmislegt fyrir heimsmeistaramótið sem hefst eftir rúman mánuð. Stjörnur og skúrkar Hjá íslenska liðinu stóð Hafdís Renötudóttir upp úr í markinu með 14 varða bolta, þar á meðal eitt víti, og þónokkur dauðafæri. Hún hélt liðinu á floti á köflum. Katrín Tinna var flott á línunni, skoraði úr öllum sínum skotum og vann boltann fjórum sinnum í vörninni. Nafna hennar Katrín Anna fín í horninu. Aðrar voru töluvert frá sínu besta. Elín Rósa tapaði boltanum fjórum sinnum, nafna hennar Elín Klara tókst illa í sínum gegnumbrotum og aðrar í útilínunni einnig slakar. Andrea Jacobsen gekk illa að skjóta (1/5), líkt og Díönu (1/4) og þá komst Thea Imani ekki á blað. Dómararnir Ekkert út á parið að setja í kvöld. Stemning og umgjörð Fínasta stemning í höllinni í kvöld og krakkarnir fóru sáttir heim eftir áritanir í leikslok. Eiginlega það eina jákvæða við kvöldið. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2026 Handbolti
Ísland tapaði 22-24 fyrir Færeyjum í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2026 í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. Það er ekki margt jákvætt að taka út úr leik kvöldsins. Íslenska liðið virkaði flatt í byrjun og var lent fjórum mörkum undir, 7-3, um miðjan fyrri hálfleik. Arnar Pétursson tók þá leikhlé og stelpurnar svöruðu með fjórum mörkum í röð til að jafna leikinn. Neystabö kom sterk inn í markið í lok leiks. Hún ver hér frá Theu Imani.Vísir/Anton Færeyjar tóku þá leikhlé og komust tveimur yfir en staðan jöfn 11-11 í hléi eftir fyrri hálfleik þar sem Ísland fór með urmul dauðafæra en þökk sé Hafdísi Renötudóttur höfðu þau nokkur farið í súginn hinu megin einnig. Díana Dögg byrjaði seinni hálfleikinn á að klúðra dauðafæri og í kjölfarið fékk Lovísa Thompson tvær mínútur. Færeyjar skoruðu fyrstu þrjú mörkin á meðan Ísland kastaði boltanum þrisvar frá sér. Það tók sjö mínútur að skora fyrsta markið eftir hlé, aftur slæm byrjun á hálfleik þar sem liðið er einbeitingarlítið og á hælunum. Færeyingar höfðu ástæðu til að vera kátir í stúkunni.Vísir/Anton Íslandi tókst hins vegar að jafna leikinn og komast yfir, 17-16. Eftir það kom annar eins kafli og í byrjun hálfleiksins. Ísland kastaði boltanum ítrekað frá sér, skoruðu ekki í sex mínútur og lentu 21-17 undir eftir fimm færeysk mörk í röð. Stelpunum tókst að minnka muninn í tvö mörk þegar átta mínútur voru eftir en það virtist hreinlega ekki vera trú eða kraftur til staðar til þess að liðið gæti komið til baka. Íslensk lið eru þekkt fyrir það að rífa sig áfram með krafti og baráttu en þar var færeyska liðið einfaldlega ofan á. Þær færeysku fögnuðu vel í leikslok.Vísir/Anton Það var Hafdísi í markinu að þakka að ekki fór verr, en hún varði ítrekað úr dauðafærum og hélt Íslandi á floti á köflum. Einbeitingarleysi í sókn, dauðafæranýting og tapaðir boltar, auk kraftleysis í vörn bendir einfaldlega til vanmats hjá íslensku liði sem á sér litlar málsbætur eftir úrslit kvöldsins. 24-22 sigur Færeyja var fullkomnlega verðskuldaður og stelpurnar okkar hefja riðilinn á versta mögulega máta – á heimavelli. Næst mætir liðið Portúgal ytra á sunnudag og ljóst að margbæta þarf orkustig, einbeitingu og gæði í leik liðsins fyrir það verkefni. Elísa steinliggur eftir baráttu við færeyskar.Vísir/Anton Hvað réði úrslitum? Baráttuleysi og gæðaleysi íslenska liðsins. Að sama skapi andinn í færeyska liðinu sem hélt sínu striki allan leikinn á meðan okkar konur gáfu eftir. Það þarf að fínpússa ýmislegt fyrir heimsmeistaramótið sem hefst eftir rúman mánuð. Stjörnur og skúrkar Hjá íslenska liðinu stóð Hafdís Renötudóttir upp úr í markinu með 14 varða bolta, þar á meðal eitt víti, og þónokkur dauðafæri. Hún hélt liðinu á floti á köflum. Katrín Tinna var flott á línunni, skoraði úr öllum sínum skotum og vann boltann fjórum sinnum í vörninni. Nafna hennar Katrín Anna fín í horninu. Aðrar voru töluvert frá sínu besta. Elín Rósa tapaði boltanum fjórum sinnum, nafna hennar Elín Klara tókst illa í sínum gegnumbrotum og aðrar í útilínunni einnig slakar. Andrea Jacobsen gekk illa að skjóta (1/5), líkt og Díönu (1/4) og þá komst Thea Imani ekki á blað. Dómararnir Ekkert út á parið að setja í kvöld. Stemning og umgjörð Fínasta stemning í höllinni í kvöld og krakkarnir fóru sáttir heim eftir áritanir í leikslok. Eiginlega það eina jákvæða við kvöldið.