Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 16:24 Vladimír Pútín og Donald Trump í Alaska í ágúst. AP/Jae C. Hong Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. Þrátt fyrir það hefur Trump ekki látið verða af ítrekuðum hótunum sínum um að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvað forsetarnir töluðu um en væntanlega töluðu þeir mikið um innrás Rússa í Úkraínu, sem Trump hefur reynt að binda enda á en með takmörkuðum árangri. Þá er mögulegt að samtalið standi enn yfir þegar þetta er skrifað. Á meðan forsetarnir voru að tala saman birti Trump færslu á Truth Social, sínum eigin samfélagsmiðli, þar sem hann sagði samtalið vera langt. Að öðru leyti myndi hann segja frá innihaldi þess, eins og Rússar myndu gera, þegar því væri lokið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur reglulega rætt við Trump í síma á undanförnum dögum og vikum og mun fara á fund Trumps í Washington á morgun. Selenskí er að vonast eftir því að geta keypt hergögn af Bandaríkjamönnum en efst á lista hans eru loftvarnarkerfi og flugskeyti í því. Þar að auki hefur Selenskí farið fram á að kaupa bandarískar stýriflaugar. Trump hefur gefið til kynna að hann gæti verið tilbúinn til að selja Úkraínumönnum stýriflaugar. Þau ummæli gætu þó verið til þess eins að reyna að setja þrýsting á Pútín til að fá hann að samningaborðinu, eins og Trump hefur gefið til kynna. „Vilja þeir fá Tomahawk-flaugar í þeirra átt? Það held ég ekki,“ sagði hann við blaðamenn í gær. „Ég held ég muni ræða þetta við Rússland.“ Úkraínumenn gætu notað umræddar stýriflaugar til áframhaldandi árása djúpt í Rússlandi en óljóst er hve margar slíkar þeir gætu fengið, taki Trump þá ákvörðun. Ráðamenn í Rússlandi hafa tekið ummælum um mögulega sölu stýriflauga til Úkraínu illa og hefur Pútín sjálfur, auk annarra, sagt að það myndi koma verulega niður á sambandi Bandaríkjanna og Rússlands. AP fréttaveitan sagði frá því í dag að starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu hefðu farið að sýna frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og ríkjum sem kaupa olíu af Rússlandi nýjan áhuga. Slíkt frumvarp liggur fyrir á þingi en það var samið af þingmönnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins og nýtur stuðnings mikils meirihluta þingmanna í báðum deildum þingsins. Sala á olíu og olíuafurðum er langstærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Kínverjar og Indverjar hafa á undanförnum árum keypt langmest af rússneskri olíu. Trump sagðist í gær hafa vilyrði fyrir því að Indverjar ætluðu að hætta þeim kaupum. Sjá einnig: Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Umrætt frumvarp hefur legið óhreift á þingi um nokkurt skeið en það hefur ekki verið samþykkt enn þar sem talið hefur verið að Trump myndi ekki skrifa undir það. Um tíma kom til greina að þingmenn myndu nýta þann mikla stuðning sem frumvarpið hefur á þingi til að komast hjá því að Trump þyrfti að skrifa undir það. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? AP segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi skoðað frumvarpið ítarlega að undanförnu, lagt til nokkrar breytingar og tillögur að orðræðu. Þingmenn segja þann aukna áhuga til marks um að Trump hafi mögulega loksins huga á því að herða aðgerðir gegn Rússlandi. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þrátt fyrir það hefur Trump ekki látið verða af ítrekuðum hótunum sínum um að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvað forsetarnir töluðu um en væntanlega töluðu þeir mikið um innrás Rússa í Úkraínu, sem Trump hefur reynt að binda enda á en með takmörkuðum árangri. Þá er mögulegt að samtalið standi enn yfir þegar þetta er skrifað. Á meðan forsetarnir voru að tala saman birti Trump færslu á Truth Social, sínum eigin samfélagsmiðli, þar sem hann sagði samtalið vera langt. Að öðru leyti myndi hann segja frá innihaldi þess, eins og Rússar myndu gera, þegar því væri lokið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur reglulega rætt við Trump í síma á undanförnum dögum og vikum og mun fara á fund Trumps í Washington á morgun. Selenskí er að vonast eftir því að geta keypt hergögn af Bandaríkjamönnum en efst á lista hans eru loftvarnarkerfi og flugskeyti í því. Þar að auki hefur Selenskí farið fram á að kaupa bandarískar stýriflaugar. Trump hefur gefið til kynna að hann gæti verið tilbúinn til að selja Úkraínumönnum stýriflaugar. Þau ummæli gætu þó verið til þess eins að reyna að setja þrýsting á Pútín til að fá hann að samningaborðinu, eins og Trump hefur gefið til kynna. „Vilja þeir fá Tomahawk-flaugar í þeirra átt? Það held ég ekki,“ sagði hann við blaðamenn í gær. „Ég held ég muni ræða þetta við Rússland.“ Úkraínumenn gætu notað umræddar stýriflaugar til áframhaldandi árása djúpt í Rússlandi en óljóst er hve margar slíkar þeir gætu fengið, taki Trump þá ákvörðun. Ráðamenn í Rússlandi hafa tekið ummælum um mögulega sölu stýriflauga til Úkraínu illa og hefur Pútín sjálfur, auk annarra, sagt að það myndi koma verulega niður á sambandi Bandaríkjanna og Rússlands. AP fréttaveitan sagði frá því í dag að starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu hefðu farið að sýna frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og ríkjum sem kaupa olíu af Rússlandi nýjan áhuga. Slíkt frumvarp liggur fyrir á þingi en það var samið af þingmönnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins og nýtur stuðnings mikils meirihluta þingmanna í báðum deildum þingsins. Sala á olíu og olíuafurðum er langstærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Kínverjar og Indverjar hafa á undanförnum árum keypt langmest af rússneskri olíu. Trump sagðist í gær hafa vilyrði fyrir því að Indverjar ætluðu að hætta þeim kaupum. Sjá einnig: Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Umrætt frumvarp hefur legið óhreift á þingi um nokkurt skeið en það hefur ekki verið samþykkt enn þar sem talið hefur verið að Trump myndi ekki skrifa undir það. Um tíma kom til greina að þingmenn myndu nýta þann mikla stuðning sem frumvarpið hefur á þingi til að komast hjá því að Trump þyrfti að skrifa undir það. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? AP segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi skoðað frumvarpið ítarlega að undanförnu, lagt til nokkrar breytingar og tillögur að orðræðu. Þingmenn segja þann aukna áhuga til marks um að Trump hafi mögulega loksins huga á því að herða aðgerðir gegn Rússlandi.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira