Arsenal vann Lundúna­slaginn

Siggeir Ævarsson skrifar
Leandro Trossard fagnar marki sínu í dag ásamt liðsfélögum sínum
Leandro Trossard fagnar marki sínu í dag ásamt liðsfélögum sínum Vísir/Getty

Fulham og Arsenal áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni þar sem Skytturnar fóru með 0-1 sigur af hólmi og tóku öll stigin þrjú á Craven Cottage.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð tíðindalítill ef frá er talið mark sem Riccardo Calafiori skoraði en það var réttilega dæmt af sökum augljósrar rangstöðu.

Gestirnir brutu ísinn á 58. mínútu þegar Gabriel fleytti hornspyrnu Saka áfram í teignum og boltinn féll fyrir fætur Leandro Trossard sem afgreiddi hann af öryggi í netið.

Þetta reyndist eina mark leiksins og 0-1 sigur Arsenal staðreynd sem þýðir að liðið er eitt í toppsæti deildarinnar, þremur stigum á undan Manchester City og fjórum stigum á undan Liverpool sem mætir Manchester United á morgun.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira