Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2025 06:30 Það eru margir NBA njósnarar spenntir fyrir AJ Dybantsa og hann fer líklega númer eitt í næsta nýliðavali. Getty/Vianney Thibaut AJ Dybantsa er nafn sem körfuboltaáhugafólk mun örugglega heyra meira af í framtíðinni en það er búist við því að NBA-liðin keppi um hann í nýliðavalinu næsta sumar. Dybantsa er enn bara átján ára gamall og spilar með háskólaliði BYU í vetur. Þar er hann á fyrsta ári. Hann er að flestra mati einn besti ungi körfuboltamaður í heimi í dag en þessi 193 sentimetra hái framherji er með bæði gott stökkskot sem og hæfileika bakvarðar. Það sem vekur líka athygli er að strákurinn gerir mjög, mjög lítið án pabba síns, Ace, sem er oftast rétt við hliðina á AJ. Pabbanum líkar hins vegar ekki að vera kallaður umboðsmaður AJ. Hann er heldur ekki mikill aðdáandi þjálfara eða umboðsmanna yfir höfuð. Hann er bara pabbi AJ, segir hann, eins og hann var löngu áður en nokkur bauð stráknum risatilboð fyrir það að spila körfubolta. Staðan er bara svo að einn sá eftirsóttasti af framtíðarstjörnum NBA er ekki með umboðsmann í heimi þar sem umboðsmenn ráða svo miklu. Hann hefur heldur ekki markaðsteymi sér til halds og traust til að afgreiða tilboð um styrki. Ef vörumerkjafulltrúar vilja tala við AJ, þá hringja þeir í Ace, pabba hans. Ef þjálfari vill vinna með AJ, þá hringir hann í Ace. Einu sinni, þegar umboðsmaður laumaðist til að senda stráknum einkaskilaboð á Instagram og bauð honum íl ef AJ skrifaði undir samning við hann, þá fékk hann svar frá föðurnum. Pabbinn hefur aðgang að öllum samfélagsmiðlareikningum sonar síns. Að hans mati er Ace að vernda son sinn fyrir þeim sem vilja aðeins hagnast á honum. Og með svo miklum peningum við höndina telur Ace að þeir ættu að vera áfram innan fjölskyldunnar. Hann vill því vera í miðju allra samningaviðræðna, allra ákvarðana, eða alls sem tengist syni hans. Fyrir vikið hefur Ace lítinn tíma til að velta fyrir sér, eða áhuga á að velta fyrir sér, hvort þetta fyrirkomulag sé heilbrigt, hvort blanda viðskipta og foreldrahlutverks gæti haft afleiðingar fyrir fjölskyldu hans eða fyrir feril AJ. Eitt er víst að hann sker sig úr, bæði innan sem utan vallar. View this post on Instagram A post shared by Washington Post Sports (@postsports) Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Dybantsa er enn bara átján ára gamall og spilar með háskólaliði BYU í vetur. Þar er hann á fyrsta ári. Hann er að flestra mati einn besti ungi körfuboltamaður í heimi í dag en þessi 193 sentimetra hái framherji er með bæði gott stökkskot sem og hæfileika bakvarðar. Það sem vekur líka athygli er að strákurinn gerir mjög, mjög lítið án pabba síns, Ace, sem er oftast rétt við hliðina á AJ. Pabbanum líkar hins vegar ekki að vera kallaður umboðsmaður AJ. Hann er heldur ekki mikill aðdáandi þjálfara eða umboðsmanna yfir höfuð. Hann er bara pabbi AJ, segir hann, eins og hann var löngu áður en nokkur bauð stráknum risatilboð fyrir það að spila körfubolta. Staðan er bara svo að einn sá eftirsóttasti af framtíðarstjörnum NBA er ekki með umboðsmann í heimi þar sem umboðsmenn ráða svo miklu. Hann hefur heldur ekki markaðsteymi sér til halds og traust til að afgreiða tilboð um styrki. Ef vörumerkjafulltrúar vilja tala við AJ, þá hringja þeir í Ace, pabba hans. Ef þjálfari vill vinna með AJ, þá hringir hann í Ace. Einu sinni, þegar umboðsmaður laumaðist til að senda stráknum einkaskilaboð á Instagram og bauð honum íl ef AJ skrifaði undir samning við hann, þá fékk hann svar frá föðurnum. Pabbinn hefur aðgang að öllum samfélagsmiðlareikningum sonar síns. Að hans mati er Ace að vernda son sinn fyrir þeim sem vilja aðeins hagnast á honum. Og með svo miklum peningum við höndina telur Ace að þeir ættu að vera áfram innan fjölskyldunnar. Hann vill því vera í miðju allra samningaviðræðna, allra ákvarðana, eða alls sem tengist syni hans. Fyrir vikið hefur Ace lítinn tíma til að velta fyrir sér, eða áhuga á að velta fyrir sér, hvort þetta fyrirkomulag sé heilbrigt, hvort blanda viðskipta og foreldrahlutverks gæti haft afleiðingar fyrir fjölskyldu hans eða fyrir feril AJ. Eitt er víst að hann sker sig úr, bæði innan sem utan vallar. View this post on Instagram A post shared by Washington Post Sports (@postsports)
Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum