„Ákveðið sjokk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2025 11:30 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Vísir/Sigurjón Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að vinna sinn fyrsta leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar gegn KuPS frá Finnlandi á Laugardalsvelli í dag. Vikan hefur vægast sagt verið viðburðarrík. Leikmenn Blika fengu ákveðið sjokk á mánudaginn var þegar Halldóri Árnasyni var sagt upp störfum sem þjálfari liðsins, aðeins ári eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum. „Auðvitað eru þetta mikil viðbrigði og ákveðið sjokk. En svo er bara það stutt í þennan risa leik að fókusinn neyðist til að vera á morgundeginum og að undirbúa hann. Fyrst og fremst finnst mér hópurinn vera einbeittur á leikinn,“ segir Höskuldur. Ólafur Ingi Skúlason hætti sem þjálfari U21 landsliðs karla til að taka við þjálfarastarfinu hjá Blikum. Hann er í fyrsta sinn aðalþjálfari hjá félagsliði en Höskuldur segir hann hafa komið ágætlega inn - þó hann hafi haft skamman tíma að vinna með liðinu fyrir leik dagsins. „Þetta eru tvær heilar æfingar. Hann hefur komið fínt inn í þetta og fundið gott jafnvægi í því að innleiða ekki of mikið of fljótt. Teymið hefur unnið í því að greina andstæðinginn og hvernig við getum sært þá í þessum leik. Núna er að gíra upp stemninguna og fá góðan skriðþunga í þessari keppni,“ segir Höskuldur. Skammt er stórra högga á milli en Blikar spila hreinan úrslitaleik við Stjörnuna á sunnudaginn kemur sem ræður því hvort liðanna leikur í Evrópukeppni á næsta ári. Eftir það tekur restin af deildarkeppni Sambandsdeildarinnar við. „Þetta eru stórir leikir sem eru fram undan í þessari viku, tveir risa leikir. Það er lygilega mikið eftir af tímabilinu hjá okkur. Að einhverju leyti er deildarkeppnina að hefjast og við erum sannarlega í færi að gera gott mót hér. Allir sjá að við horfum í að sækja stig í þessum heimaleikjum. Vonandi gerum við það og komum okkur í góða stöðu,“ segir Höskuldur. „Við ætlum að sækja til sigurs. Það er ásetningur okkar fyrir leikinn, án þess að ég kannist mikið við þetta lið eða finnsku deildina, þá held ég að þetta sé lið á svipuðum stað og við. Þú þarft að fara í alla leiki með virkilega trú á því að þú getir sótt til sigurs og tengt saman góða frammistöðu og úrslitin með. Það er það sem við þurfum að knýja fram,“ segir Höskuldur enn fremur. Klippa: Ákveðið sjokk en fullur fókus Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik og KuPS mætast klukkan 16:45 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Leikmenn Blika fengu ákveðið sjokk á mánudaginn var þegar Halldóri Árnasyni var sagt upp störfum sem þjálfari liðsins, aðeins ári eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum. „Auðvitað eru þetta mikil viðbrigði og ákveðið sjokk. En svo er bara það stutt í þennan risa leik að fókusinn neyðist til að vera á morgundeginum og að undirbúa hann. Fyrst og fremst finnst mér hópurinn vera einbeittur á leikinn,“ segir Höskuldur. Ólafur Ingi Skúlason hætti sem þjálfari U21 landsliðs karla til að taka við þjálfarastarfinu hjá Blikum. Hann er í fyrsta sinn aðalþjálfari hjá félagsliði en Höskuldur segir hann hafa komið ágætlega inn - þó hann hafi haft skamman tíma að vinna með liðinu fyrir leik dagsins. „Þetta eru tvær heilar æfingar. Hann hefur komið fínt inn í þetta og fundið gott jafnvægi í því að innleiða ekki of mikið of fljótt. Teymið hefur unnið í því að greina andstæðinginn og hvernig við getum sært þá í þessum leik. Núna er að gíra upp stemninguna og fá góðan skriðþunga í þessari keppni,“ segir Höskuldur. Skammt er stórra högga á milli en Blikar spila hreinan úrslitaleik við Stjörnuna á sunnudaginn kemur sem ræður því hvort liðanna leikur í Evrópukeppni á næsta ári. Eftir það tekur restin af deildarkeppni Sambandsdeildarinnar við. „Þetta eru stórir leikir sem eru fram undan í þessari viku, tveir risa leikir. Það er lygilega mikið eftir af tímabilinu hjá okkur. Að einhverju leyti er deildarkeppnina að hefjast og við erum sannarlega í færi að gera gott mót hér. Allir sjá að við horfum í að sækja stig í þessum heimaleikjum. Vonandi gerum við það og komum okkur í góða stöðu,“ segir Höskuldur. „Við ætlum að sækja til sigurs. Það er ásetningur okkar fyrir leikinn, án þess að ég kannist mikið við þetta lið eða finnsku deildina, þá held ég að þetta sé lið á svipuðum stað og við. Þú þarft að fara í alla leiki með virkilega trú á því að þú getir sótt til sigurs og tengt saman góða frammistöðu og úrslitin með. Það er það sem við þurfum að knýja fram,“ segir Höskuldur enn fremur. Klippa: Ákveðið sjokk en fullur fókus Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik og KuPS mætast klukkan 16:45 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira