Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Valur Páll Eiríksson skrifar 25. október 2025 07:01 Freyr og hans menn höfðu sannarlega ástæðu til að fagna í fyrrakvöld. EPA/Paul S. Amundsen NORWAY OUT Brann vann í fyrrakvöld einn sinn stærsta sigur í sögu liðsins þegar það malaði lið Rangers frá Glasgow 3-0. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir kvöldið hafa verið einstakt og vonast til að það skili frekari orku fyrir spennandi lokakafla á tímabilinu. Brann er eina félagið í Bergen og hefur gengi félagsins mikið um stemninguna í bænum að gera. Norskir fjölmiðlar hafa lýst sigrinum sem einum þeim stærsta í sögu félagsins, enda ekki daglegt brauð að sögufrægt evrópskt félag á við Rangers vinnist örugglega, 3-0. Stemningin var eftir því. „Það snýst allt um þetta í bænum og svo var þetta svo mikill draumur hjá liðinu og félaginu að skapa þessi Evrópukvöld. Að leyfa fólkinu að dreyma og fá upplifanir. Svo er ég svo stoltur af liðinu, hvernig þeir náðu að taka inn alla stemniguna og pressuna og njóta þess,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það var einstakt andrúmsloft. Það er ótrúlega erfitt að lýsa því. Maður fann það áþreifanlega. Stundum er það svoleiðis þegar koma saman 17 þúsund manns og senda frá sér einhverja tíðni,“ „Við þorum að vera Brann og spila eins og við spilum og erum bara orðnir helvíti góðir í því,“ segir Freyr. Er það svo þitt verkefni að rífa menn niður á jörðina í dag fyrir spennandi lokakafla á tímabilinu? „Já, en samt að taka skriðþungann með okkur áfram. Það er að ná réttu spennustigi. Við erum að fara að spila á móti Rosenborg á Lerkendal, þannig að fá menn til að finna þessa síðustu prósentu. Við erum að spila klukkan tvö á sunnudegi, við komum heim klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta er ótrúlega stutt. Það er að finna þennan neista og vera klárir í slaginn. Það er það sem þetta snýst um núna,“ segir Freyr. Líkt og hann nefnir er Brann að mæta Rosenborg í Þrándheimi á morgun áður en það tekst á við sterkt lið Bodö/Glimt í miðri næstu viku. Það er því skammt stórra högga á milli en Brann keppist við að nálgast Viking og Bodö sem eru efst í norsku deildinni. Brann er með 49 stig í þriðja sæti á meðan Viking leiðir deildina með 56 stig og Bodö/Glimt með 55 stig í öðru sæti. Brann og Bodö eiga inni leik á Viking, sem er innbyrðis leikur liðanna í næstu viku. Norski boltinn Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Brann er eina félagið í Bergen og hefur gengi félagsins mikið um stemninguna í bænum að gera. Norskir fjölmiðlar hafa lýst sigrinum sem einum þeim stærsta í sögu félagsins, enda ekki daglegt brauð að sögufrægt evrópskt félag á við Rangers vinnist örugglega, 3-0. Stemningin var eftir því. „Það snýst allt um þetta í bænum og svo var þetta svo mikill draumur hjá liðinu og félaginu að skapa þessi Evrópukvöld. Að leyfa fólkinu að dreyma og fá upplifanir. Svo er ég svo stoltur af liðinu, hvernig þeir náðu að taka inn alla stemniguna og pressuna og njóta þess,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það var einstakt andrúmsloft. Það er ótrúlega erfitt að lýsa því. Maður fann það áþreifanlega. Stundum er það svoleiðis þegar koma saman 17 þúsund manns og senda frá sér einhverja tíðni,“ „Við þorum að vera Brann og spila eins og við spilum og erum bara orðnir helvíti góðir í því,“ segir Freyr. Er það svo þitt verkefni að rífa menn niður á jörðina í dag fyrir spennandi lokakafla á tímabilinu? „Já, en samt að taka skriðþungann með okkur áfram. Það er að ná réttu spennustigi. Við erum að fara að spila á móti Rosenborg á Lerkendal, þannig að fá menn til að finna þessa síðustu prósentu. Við erum að spila klukkan tvö á sunnudegi, við komum heim klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta er ótrúlega stutt. Það er að finna þennan neista og vera klárir í slaginn. Það er það sem þetta snýst um núna,“ segir Freyr. Líkt og hann nefnir er Brann að mæta Rosenborg í Þrándheimi á morgun áður en það tekst á við sterkt lið Bodö/Glimt í miðri næstu viku. Það er því skammt stórra högga á milli en Brann keppist við að nálgast Viking og Bodö sem eru efst í norsku deildinni. Brann er með 49 stig í þriðja sæti á meðan Viking leiðir deildina með 56 stig og Bodö/Glimt með 55 stig í öðru sæti. Brann og Bodö eiga inni leik á Viking, sem er innbyrðis leikur liðanna í næstu viku.
Norski boltinn Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira