Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Agnar Már Másson skrifar 26. október 2025 13:33 Timothy Mellon stóð undir kostnaði auglýsinga hjá bæði Trump og Kennedy. Nú borgar hann laun hermanna meðan ríkisstofnanir liggja í lamasessi. Bandaríska varnarmálaráðuneytið þáði 130 milljóna dala peningagjöf frá kauphéðni til þess að greiða laun hermanna meðan ríkisstofnanir Bandaríkjanna liggja í lamasessi vegna þráteflis á þinginu. Lítið hefur farið fyrir auðjöfrinum, sem nefnist Timothy Mellon, en hann er erfingi eins elsta fjármálaveldis Bandaríkjanna. Bandaríska varnarmálaráðuneytið samþykkti að taka við 130 milljón dala gjöf frá ónafngreindum einkaaðila, sem nota á til að greiða laun hermanna. Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði „föðurlandsvin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunarinnar. Hver sá vinur er hefur þó ekki komið í ljós, fyrr en nú. Velunnari hersins reyndist vera Timothy Mellon, milljarðamæringur og einn fjársterkasti stuðningsmaður Trumps, samkvæmt heimildum New York Times, en styrkurinn var gefinn í nafnleynd. „Hann vill ekkert umtal,“ hafði Trump sagt á föstudag þegar blaðamenn ræddu við hann í vikunni um peningagjöfina. „Hann vill helst ekki að nafn sitt sé nefnt, sem er nokkuð óvenjulegt í þeim heimi sem ég kem úr og í stjórnmálum. Maður vill að nafn manns sé nefnt.“ Eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins Hvíta húsið neitaði að tjá sig um málið og New York Times kveðst ekki hafa náð í Mellon. Mellon er erfingi gríðarmikilla auðæfa þar sem langafi hans, Thomas Mellon, stofnaði Mellon Bank árið 1870 sem nú heitir Mellon Financial Corporation. Í fyrra lagði hann 50 milljónir dala (6,1 ma.kr.) í kosningasjóði til stuðnings Donald Trump. Afi hans, Andrew Merton, var fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Mellon hefur afar nýlega orðið að virkum stuðningsmanni Repúblikanaflokksins. Auðjöfurinn þykir fremur hlédrægur þrátt fyrir að verja miklu fé í að styðja stjórmálasamtök. Hann var einn helsti stuðningsmaður Roberts F. Kennedy heilbrigðisráðherra þegar hann var í kosningabaráttu til forseta. Varnarmálaráðuneytið ítrekar í svari til NYT að það hafi þegið fjárhæðina sem gjöf. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum á stöðvun ríkisreksturs í Bandaríkjunum stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið samþykkti að taka við 130 milljón dala gjöf frá ónafngreindum einkaaðila, sem nota á til að greiða laun hermanna. Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði „föðurlandsvin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunarinnar. Hver sá vinur er hefur þó ekki komið í ljós, fyrr en nú. Velunnari hersins reyndist vera Timothy Mellon, milljarðamæringur og einn fjársterkasti stuðningsmaður Trumps, samkvæmt heimildum New York Times, en styrkurinn var gefinn í nafnleynd. „Hann vill ekkert umtal,“ hafði Trump sagt á föstudag þegar blaðamenn ræddu við hann í vikunni um peningagjöfina. „Hann vill helst ekki að nafn sitt sé nefnt, sem er nokkuð óvenjulegt í þeim heimi sem ég kem úr og í stjórnmálum. Maður vill að nafn manns sé nefnt.“ Eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins Hvíta húsið neitaði að tjá sig um málið og New York Times kveðst ekki hafa náð í Mellon. Mellon er erfingi gríðarmikilla auðæfa þar sem langafi hans, Thomas Mellon, stofnaði Mellon Bank árið 1870 sem nú heitir Mellon Financial Corporation. Í fyrra lagði hann 50 milljónir dala (6,1 ma.kr.) í kosningasjóði til stuðnings Donald Trump. Afi hans, Andrew Merton, var fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Mellon hefur afar nýlega orðið að virkum stuðningsmanni Repúblikanaflokksins. Auðjöfurinn þykir fremur hlédrægur þrátt fyrir að verja miklu fé í að styðja stjórmálasamtök. Hann var einn helsti stuðningsmaður Roberts F. Kennedy heilbrigðisráðherra þegar hann var í kosningabaráttu til forseta. Varnarmálaráðuneytið ítrekar í svari til NYT að það hafi þegið fjárhæðina sem gjöf. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum á stöðvun ríkisreksturs í Bandaríkjunum stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira