Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2025 15:32 Trump vill verða forseti þriðja kjörtímabilið þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna banni það. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump segist vera áfjáður í að bjóða sig fram til forseta þriðja sinni árið 2028 þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna leggi blátt bann við því. Fyrrverandi aðalráðgjafi hans segir áætlun þegar til staðar um að Trump sitji áfram í trássi við stjórnarskrána. Bandamenn Trump og hann sjálfur á stundum hafa ítrekað gert að því skóna að hann gæti sóst eftir þriðja kjörtímabilinu í gegnum tíðina. Nú síðast sagði Steve Bannon, aðalstjórnmálaráðgjafi Trump á fyrra kjörtímabili hans, að áætlun væri til um að láta hann sitja sem fastast í síðustu viku. „Trump verður forseti árið 2028 og fólk ætti bara að venja sig við það,“ sagði Bannon við tímaritið The Economist. Forsetinn þrætti ekki fyrir það þegar hann var spurður að því um borð í forsetaflugvél sinni í dag. „Ég væri sólginn í að gera það, ég er með bestu tölur allra tíma,“ sagði Trump og vísaði til skoðanakannana um vinsældir sínar þrátt fyrir að þær sýni í reynd að rúmur helmingur landsmanna sé óánægður með störf hans. Þrátt fyrir það sagðist forsetinn ekki hafa leitt hugann mikið að þriðja kjörtímabili og að hann væri umkringdur góðu fólki eins og Marco Rubio, utanríkisráðherra, og J.D. Vance, varaforseta, sem gætu tekið við keflinu af honum. Telur sig „mega“ verða forseti aftur með því að bjóða sig fram til varaforseta Þá hélt Trump því fram að hann „mætti“ bjóða sig fram til varaforseta að þremur árum liðnum. Það er ein sviðsmynd sem stuðningsmenn Trump hafa sett fram um hvernig gæti komist í kringum orðalag stjórnarskrár um að maður megi ekki vera „kjörinn“ forseti oftar en tvisvar. Samkvæmt henni byði Trump sig fram til varaforseta árið 2028 og tæki svo við forsetaembættinu af meðframbjóðanda sínum. „Ég myndi útiloka það því það væri of úthugsað,“ sagði Trump. Kveðið er á um að forseti geti ekki setið lengur en tvö kjörtímabil í 22. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Hann var staðfestur af ríkjunum árið 1951 í kjölfar þess að Franklin D. Roosevelt var kjörinn til þriðja og fjórða kjörtímabilsins á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Engin formleg takmörk voru á þaulsetni Bandaríkjaforseta áður en 22. viðaukinn var samþykktur en hefð var fyrir því að þeir sætu ekki lengur en tvö kjörtímabil. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Bandamenn Trump og hann sjálfur á stundum hafa ítrekað gert að því skóna að hann gæti sóst eftir þriðja kjörtímabilinu í gegnum tíðina. Nú síðast sagði Steve Bannon, aðalstjórnmálaráðgjafi Trump á fyrra kjörtímabili hans, að áætlun væri til um að láta hann sitja sem fastast í síðustu viku. „Trump verður forseti árið 2028 og fólk ætti bara að venja sig við það,“ sagði Bannon við tímaritið The Economist. Forsetinn þrætti ekki fyrir það þegar hann var spurður að því um borð í forsetaflugvél sinni í dag. „Ég væri sólginn í að gera það, ég er með bestu tölur allra tíma,“ sagði Trump og vísaði til skoðanakannana um vinsældir sínar þrátt fyrir að þær sýni í reynd að rúmur helmingur landsmanna sé óánægður með störf hans. Þrátt fyrir það sagðist forsetinn ekki hafa leitt hugann mikið að þriðja kjörtímabili og að hann væri umkringdur góðu fólki eins og Marco Rubio, utanríkisráðherra, og J.D. Vance, varaforseta, sem gætu tekið við keflinu af honum. Telur sig „mega“ verða forseti aftur með því að bjóða sig fram til varaforseta Þá hélt Trump því fram að hann „mætti“ bjóða sig fram til varaforseta að þremur árum liðnum. Það er ein sviðsmynd sem stuðningsmenn Trump hafa sett fram um hvernig gæti komist í kringum orðalag stjórnarskrár um að maður megi ekki vera „kjörinn“ forseti oftar en tvisvar. Samkvæmt henni byði Trump sig fram til varaforseta árið 2028 og tæki svo við forsetaembættinu af meðframbjóðanda sínum. „Ég myndi útiloka það því það væri of úthugsað,“ sagði Trump. Kveðið er á um að forseti geti ekki setið lengur en tvö kjörtímabil í 22. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Hann var staðfestur af ríkjunum árið 1951 í kjölfar þess að Franklin D. Roosevelt var kjörinn til þriðja og fjórða kjörtímabilsins á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Engin formleg takmörk voru á þaulsetni Bandaríkjaforseta áður en 22. viðaukinn var samþykktur en hefð var fyrir því að þeir sætu ekki lengur en tvö kjörtímabil.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira