Valencia engin fyrir­staða fyrir Real Madrid

Kylian Mbappé og Jude Bellingham voru á skotskónum í kvöld.
Kylian Mbappé og Jude Bellingham voru á skotskónum í kvöld. Getty/Alberto Gardin

Topplið Real Madrid tók á móti Valencia í 11. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar en gestirnir eru í bullandi fallbaráttu og verða það áfram eftir 4-0 tap í kvöld.

Kylipan Mbappé skoraði fyrstu tvö mörk Madrídinga í fyrri hálfleik, það fyrra úr víti á 19. mínútu. Heimamenn fengu svo aftur víti á 43. mínútu sem Vini Jr. tók en Agirrezabala sá við honum og varði vítið. Það var þó skammgóður vermir því mínútu seinna skoraði Jude Bellingham þriðja mark heimamanna og gerði nokkurn veginn út um leikinn.

Álvaro Carreras skoraði svo eitt mark til fyrir Real Madrid sem hafði algjöra yfirburði í leiknum. Real á toppi deildarinnar eftir ellefu umferðir en Valencia í því 18. og fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira