Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 11:32 Hópur háskólanema situr í kennslustofu í Árnagarði í Háskóla Íslands, fylgist af alvöruþrunginni athygli með því sem fram fer á sjónvarpsskjá og glósar af kappi. Á skjánum er Laddi að leika Bjarna Fel í áramótaskaupinu frá 1985, og Spaugstofumenn að stíga sín fyrstu skref í snilldarlegri þjóðmálasatíru sem átti eftir að skemmta og stríða þjóðinni langt fram á þessa öld. Í næstu stofu lærir fólk að segja Kebblaík og góndæn í staðinn fyrir Keflavík og góðan daginn, og í þeirri þarnæstu brjóta menn heilann um sterka beygingu íslenskra sagnorða: bera, bar, bárum, borið. Á milli kennslustunda rabba nemendur saman um sjónvarpsseríur, húsnæðismál og mataruppskriftir, allt á íslensku, þótt enginn þeirra sé fæddur á Íslandi. Hér er staðreynd: Í haust hófu 15 Íslendingar grunnnám í íslensku við Háskóla Íslands. Um leið stunda 734 erlendir nemendur nám í íslensku sem öðru máli. Eftir fyrsta árið eiga þeir ekki aðeins að geta talað og lesið sér til gagns, heldur líka komist í gegnum íslenskar skáldsögur og fréttaskýringar, og tekið þátt í lifandi umræðum og rökræðum um stjórnmál og bókmenntir. Á íslensku. Ég komst að þessu öllu í gær, þegar ég fór upp í háskóla til að hitta erlenda íslenskunemendur á öðru ári, sem höfðu lesið eina af bókunum mínum. Ég bjóst við að mæta örfáum sérvitringum og þurfa að tala við þá barnamál og grípa til ensku þegar orðaforði þeirra hrykki ekki lengur til. Sú var aldeilis ekki raunin. Þarna voru tugir stúdenta hvaðanæva að úr heiminum, flestir ungir en aðrir eldri, leiftrandi mælskir og áhugasamir, sem létu spurningarnar dynja á mér, vísuðu jafnt til íslenskra menningarfyrirbæra sem alþjóðlegrar bókmenntahefðar, og skiptust á skoðunum á kjarnyrtri og vel skiljanlegri íslensku. Þau eru hin nýja gullöld íslenskunnar, sagði kennari þeirra stoltur að tímanum loknum. Önnur staðreynd: Íslenska er gamalt og merkilegt mál, en það eru til fleiri en 7000 önnur tungumál í heiminum. Mörg þeirra eru ekkert síður gömul og merkileg, og bæði praktískari og auðveldari en íslenska. Hún opnar fólki ekkert annað en íslenska menningu, fyrirbæri sem sumir óttast að sé í bráðri útrýmingarhættu. Það er kominn nýr fídus í nýjustu kynslóð iPhone-símans sem þýðir talað mál tafarlaust yfir á önnur tungumál. Þar er hann loksins kominn, fiskurinn úr vinsælustu vísindagamansögu æsku minnar, sem synti inn í eyra fólks og túlkaði öll tungumál alheimsins. Það er gervigreind sem segir sex. En þeir sem hafa reynt að læra mál og siði annarrar þjóðar, vita að slík gervigreind kemur að litlum notum við annað en að leysa úr einföldum, praktískum verkefnum; kaupa farmiða, spyrja hvar salernið sé og hvort þjórfé sé innifalið í reikningnum. Til að eiga í raunverulegum samræðum og skoðanaskiptum, mynda mannleg tengsl, falla inn í hópinn og verða hluti af samfélaginu þarf maður að tileinka sér ótæmandi lista af furðulegum smáatriðum sem engin gervigreind mun nokkurn tímann ná yfir. Uppi í háskóla eru hundruð áhugasamra nemenda af erlendum uppruna að tileinka sér fyrirbærið íslenska menningu, ekki aðeins tungumálið, heldur líka bókmenntirnar okkar, hefðirnar, söguna, fagurfræðina, brauðterturnar, sveitaböllin, júgursmyrslið, Írafár, morgunleikfimina, landabruggið, Garúnu Garúnu, júmbóhamborgarana, gúmmítútturnar, BG og Ingibjörgu, Emmsjé Gauta, KR/Val, maðkaða mjölið, flugeldasölu björgunarsveitanna, þúfnabanann, Guðrúnu frá Lundi, blómstrið eina, ástandið, þágufallssýkina. Ladda að leika Bjarna Fel í fjörutíu ára gömlu áramótaskaupi. Sum þeirra verða svolítið afsakandi þegar maður spyr hverrar þjóðar þau séu. Það er víst ekki lengur sama hvaðan fólk kemur til að læra íslensku sem annað mál. En íslenskan er gamalt og merkilegt mál, hún hefur orð af sama stofni yfir allan heiminn og það að vera heima hjá sér. Ég, fyrir mitt leyti, tek ofan hatt minn, hneigi mig djúpt og þakka einlæglega hverjum þeim sem hingað kemur til að leggja okkur lið og læra íslensku. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Íslensk tunga Sigríður Hagalín Björnsdóttir Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hópur háskólanema situr í kennslustofu í Árnagarði í Háskóla Íslands, fylgist af alvöruþrunginni athygli með því sem fram fer á sjónvarpsskjá og glósar af kappi. Á skjánum er Laddi að leika Bjarna Fel í áramótaskaupinu frá 1985, og Spaugstofumenn að stíga sín fyrstu skref í snilldarlegri þjóðmálasatíru sem átti eftir að skemmta og stríða þjóðinni langt fram á þessa öld. Í næstu stofu lærir fólk að segja Kebblaík og góndæn í staðinn fyrir Keflavík og góðan daginn, og í þeirri þarnæstu brjóta menn heilann um sterka beygingu íslenskra sagnorða: bera, bar, bárum, borið. Á milli kennslustunda rabba nemendur saman um sjónvarpsseríur, húsnæðismál og mataruppskriftir, allt á íslensku, þótt enginn þeirra sé fæddur á Íslandi. Hér er staðreynd: Í haust hófu 15 Íslendingar grunnnám í íslensku við Háskóla Íslands. Um leið stunda 734 erlendir nemendur nám í íslensku sem öðru máli. Eftir fyrsta árið eiga þeir ekki aðeins að geta talað og lesið sér til gagns, heldur líka komist í gegnum íslenskar skáldsögur og fréttaskýringar, og tekið þátt í lifandi umræðum og rökræðum um stjórnmál og bókmenntir. Á íslensku. Ég komst að þessu öllu í gær, þegar ég fór upp í háskóla til að hitta erlenda íslenskunemendur á öðru ári, sem höfðu lesið eina af bókunum mínum. Ég bjóst við að mæta örfáum sérvitringum og þurfa að tala við þá barnamál og grípa til ensku þegar orðaforði þeirra hrykki ekki lengur til. Sú var aldeilis ekki raunin. Þarna voru tugir stúdenta hvaðanæva að úr heiminum, flestir ungir en aðrir eldri, leiftrandi mælskir og áhugasamir, sem létu spurningarnar dynja á mér, vísuðu jafnt til íslenskra menningarfyrirbæra sem alþjóðlegrar bókmenntahefðar, og skiptust á skoðunum á kjarnyrtri og vel skiljanlegri íslensku. Þau eru hin nýja gullöld íslenskunnar, sagði kennari þeirra stoltur að tímanum loknum. Önnur staðreynd: Íslenska er gamalt og merkilegt mál, en það eru til fleiri en 7000 önnur tungumál í heiminum. Mörg þeirra eru ekkert síður gömul og merkileg, og bæði praktískari og auðveldari en íslenska. Hún opnar fólki ekkert annað en íslenska menningu, fyrirbæri sem sumir óttast að sé í bráðri útrýmingarhættu. Það er kominn nýr fídus í nýjustu kynslóð iPhone-símans sem þýðir talað mál tafarlaust yfir á önnur tungumál. Þar er hann loksins kominn, fiskurinn úr vinsælustu vísindagamansögu æsku minnar, sem synti inn í eyra fólks og túlkaði öll tungumál alheimsins. Það er gervigreind sem segir sex. En þeir sem hafa reynt að læra mál og siði annarrar þjóðar, vita að slík gervigreind kemur að litlum notum við annað en að leysa úr einföldum, praktískum verkefnum; kaupa farmiða, spyrja hvar salernið sé og hvort þjórfé sé innifalið í reikningnum. Til að eiga í raunverulegum samræðum og skoðanaskiptum, mynda mannleg tengsl, falla inn í hópinn og verða hluti af samfélaginu þarf maður að tileinka sér ótæmandi lista af furðulegum smáatriðum sem engin gervigreind mun nokkurn tímann ná yfir. Uppi í háskóla eru hundruð áhugasamra nemenda af erlendum uppruna að tileinka sér fyrirbærið íslenska menningu, ekki aðeins tungumálið, heldur líka bókmenntirnar okkar, hefðirnar, söguna, fagurfræðina, brauðterturnar, sveitaböllin, júgursmyrslið, Írafár, morgunleikfimina, landabruggið, Garúnu Garúnu, júmbóhamborgarana, gúmmítútturnar, BG og Ingibjörgu, Emmsjé Gauta, KR/Val, maðkaða mjölið, flugeldasölu björgunarsveitanna, þúfnabanann, Guðrúnu frá Lundi, blómstrið eina, ástandið, þágufallssýkina. Ladda að leika Bjarna Fel í fjörutíu ára gömlu áramótaskaupi. Sum þeirra verða svolítið afsakandi þegar maður spyr hverrar þjóðar þau séu. Það er víst ekki lengur sama hvaðan fólk kemur til að læra íslensku sem annað mál. En íslenskan er gamalt og merkilegt mál, hún hefur orð af sama stofni yfir allan heiminn og það að vera heima hjá sér. Ég, fyrir mitt leyti, tek ofan hatt minn, hneigi mig djúpt og þakka einlæglega hverjum þeim sem hingað kemur til að leggja okkur lið og læra íslensku. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar