Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 07:34 Drónaflugið hafði mjög raskandi áhrif á flugumferð á alþjóðaflugvellinum í Brussel. AP Photo/Virginia Mayo Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. Í nokkrar klukkustundir fóru komur og brottfarir úr skorðum á flugvellinum í Brussel, stærsta flugvelli landsins, á þriðjudagskvöld. Hátt í hundrað flugferðum var aflýst og þá var umferð um lofthelgi við flugvöllinn í Liège einnig lokað, en þar fer alla jafna í gegn nokkur flugumferð vegna fraktflutninga. Þetta olli enn frekari töfum auk þess sem umferð var beint um aðra flugvelli í staðinn. Í umfjöllun Guardian um málið er þess jafnframt getið að borgarstjóri í flæmska bænum Diest hafi sagt her- og lögreglumenn hafi séð fjóra dróna á sveimi nærri Schaffen herflugvellinum sama kvöld. Stjórnvöld í Belgíu höfðu þegar til rannsóknar dularfulla drónaumferð sem vart varð við við nokkrar herstöðvar um helgina, þar á meðal við Kleine-Brogel herstöðina nærri landamærum Hollands, þar sem F-16 orrustuþotur Belga eru geymdar. Þá er herstöðin talin geyma bandarísk kjarnorkuvopn. Drónaflugið í Belgíu á þriðjudag er enn eitt dæmið um óvelkomna umferð loftfara í evrópskri lofthelgi undanfarnar vikur. Meðal annars hafa drónar sést í Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og á Spáni. Það eru ekki aðeins drónar sem hafa verið á sveimi í óleyfi, heldur einnig helíumblöðrur sem báru sígarettur, en evrópskir leiðtogar hafa sagt um fjölþáttaárásir að ræða. Rússar hafa ekki gengist við ábyrgð vegna drónanna en þeir eru sterklega grunaðir um að vera á bakvið umræddar fjölþáttaárásir í Evrópu. Herflugvélar Rússa hafa einnig rofið eistneska lofthelgi auk þess sem Rúmenar sendu herþotur til viðbragðs þegar drónar komu inn í lofthelgi landsins, skömmu eftir árás Rússa í nágrannalandinu Úkraínu. Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Belgía Öryggis- og varnarmál Fjölþáttaógnir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Í nokkrar klukkustundir fóru komur og brottfarir úr skorðum á flugvellinum í Brussel, stærsta flugvelli landsins, á þriðjudagskvöld. Hátt í hundrað flugferðum var aflýst og þá var umferð um lofthelgi við flugvöllinn í Liège einnig lokað, en þar fer alla jafna í gegn nokkur flugumferð vegna fraktflutninga. Þetta olli enn frekari töfum auk þess sem umferð var beint um aðra flugvelli í staðinn. Í umfjöllun Guardian um málið er þess jafnframt getið að borgarstjóri í flæmska bænum Diest hafi sagt her- og lögreglumenn hafi séð fjóra dróna á sveimi nærri Schaffen herflugvellinum sama kvöld. Stjórnvöld í Belgíu höfðu þegar til rannsóknar dularfulla drónaumferð sem vart varð við við nokkrar herstöðvar um helgina, þar á meðal við Kleine-Brogel herstöðina nærri landamærum Hollands, þar sem F-16 orrustuþotur Belga eru geymdar. Þá er herstöðin talin geyma bandarísk kjarnorkuvopn. Drónaflugið í Belgíu á þriðjudag er enn eitt dæmið um óvelkomna umferð loftfara í evrópskri lofthelgi undanfarnar vikur. Meðal annars hafa drónar sést í Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og á Spáni. Það eru ekki aðeins drónar sem hafa verið á sveimi í óleyfi, heldur einnig helíumblöðrur sem báru sígarettur, en evrópskir leiðtogar hafa sagt um fjölþáttaárásir að ræða. Rússar hafa ekki gengist við ábyrgð vegna drónanna en þeir eru sterklega grunaðir um að vera á bakvið umræddar fjölþáttaárásir í Evrópu. Herflugvélar Rússa hafa einnig rofið eistneska lofthelgi auk þess sem Rúmenar sendu herþotur til viðbragðs þegar drónar komu inn í lofthelgi landsins, skömmu eftir árás Rússa í nágrannalandinu Úkraínu.
Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Belgía Öryggis- og varnarmál Fjölþáttaógnir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira