Erlent

Féll í yfir­lið í skrif­stofu Trumps

Samúel Karl Ólason skrifar
Dr. Mehmet Oz, sem starfar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, kom manninum til aðstoðar, ásamt öðrum. Steve Howard Lutnik, viðskiptamálaráðherra, og Donald Trump, forseti, standa þarna fyrir miðju á myndinni.
Dr. Mehmet Oz, sem starfar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, kom manninum til aðstoðar, ásamt öðrum. Steve Howard Lutnik, viðskiptamálaráðherra, og Donald Trump, forseti, standa þarna fyrir miðju á myndinni. AP/Evan Vucci

Maður féll í yfirlið í skrifstofu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í kvöld. Það gerðist á blaðamannafundi þar sem Trump og ráðherrar hans voru að kynna samkomulag um lækkun verðs á þyngdarstjórnunarlyfjum í Bandaríkjunum.

Maðurinn, sem var fyrst talinn vera Gordon Findlay, einn af yfirmönnum lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk, en svo er ekki rétt samkvæmt blaðamönnum vestanhafs. Maðurinn er sagður vera sjúklingur sem notar eitt lyfjanna sem verið var að ræða í Hvíta húsinu.

Þegar hann féll í yfirlið hafði blaðamannafundurinn staðið yfir í um klukkustund og hafði maðurinn staðið fyrir aftan Trump allan tímann, með forsvarsmönnum Novo Nordisk og Eli Lilly.

Blaðamannafundurinn var stöðvaður um stund en þegar hann hófst aftur var tilkynnt að maðurinn væri í góðu ásigkomulagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×