„Samlokumaðurinn“ sýknaður Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2025 20:22 Samlokukast Sean Dunn vakti mikla athygli og varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps í málefnum innflytjenda. AP/Julia Demaree Nikhinson Bandarískur maður sem gengið hefur undir nafninu „samlokumaðurinn“ undanfarnar vikur var í kvöld sýknaður af tiltölulega smávægilegri ákæru fyrir að kasta samloku í starfsmann Landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Það gerði maðurinn, sem heitir Sean Dunn, í miðbæ Washington DC í ágúst. Dunn, sem er 37 ára gamall uppgjafarhermaður úr flugher Bandaríkjanna og starfaði í dómsmálaráðuneytinu. Hann kastaði samloku í bringu Greg Lairmore, sem hélt því fram við yfirheyrslu að samlokan hefði „sprungið“ yfir hann allan og hann hafi angað af sinnepi og lauk. Myndbönd og myndir af vettvangi sýndu þó að samlokan var enn vafin eftir að hún lenti á skotheldu vesti Lairmor og féll svo til jarðar. Myndband af samlokukastinu sjálfu sýnir að Dunn kastaði samlokunni af nokkru afli, eftir að hafa farið illum orðum um löggæslumennina. Atvikið naut á sínum tíma mikillar athygli vegna umfangsmikilla aðgerða starfsmanna Landamæraeftirlitsins og útsendarar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) víðsvegar um landið. Þeir hafa gengið hart fram í því að elta uppi fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Samlokukast Dunn varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Hann sagðist sjálfur hafa verið að mótmæla fasisma og aðgerðum Trump-liða gegn innflytjendum. Kviðdómendur snæddu samkvæmt NBC News á samlokum í dag á meðan þeir tóku sér nokkrar klukkustundir til að sýkna Dunn af lítilfjörlegu afbroti. Saksóknarar reyndu fyrst að ákæra Dunn fyrir árás á alríkisstarfsmann en meðlimir ákærudómstóls höfnuðu því. Mótmæli eða árás? Ákærudómstólar víðsvegar um Bandaríkin hafa hafnað því að ákæra þó nokkra vegna meintra árása á starfsmenn Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Jeanine Pirro, fyrrverandi sjónvarpskona á Fox og núverandi ríkissaksóknari, hefur lagt mikla áherslu á að ákæra fólk sem þykir hafa gengið of langt í mótmælum gegn starfsmönnum ráðuneytisins eða ráðist á þá. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Við réttarhöldin gegn Dunn kölluðu saksóknarar fram tvö vitni. Lairmore var annar þeirra og hinn var rannsóknarlögreglumaður sem varð vitni að samlokukastinu. Verjendur Dunn höfðu engin vitni en Dunn sagðist hafa kastað samlokunni í mótmælaskyni og til að laða löggæslumennina á brott. Í lokaávarpi sínu dró lögmaður Dunns verulega í efa að Lairmann hefði í raun talið sér ógnað. Benti hún því til stuðnings á að samstarfsfélagar hans hefðu gefið honum gríngjafir vegna atviksins. „Þeir eru að grínast vegna þessa og þeir slá á létta strengi við Lairmore,“ sagði hún. „Af hverju? Af því þeim finnst þetta fyndið.“ Saksóknarar báðu kviðdómendur um að hugsa ekki um viðhorf þeirra gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Þeir sögðu Dunn ekki hafa verið að mótmæla heldur hefði hann klárlega farið yfir strikið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Dunn, sem er 37 ára gamall uppgjafarhermaður úr flugher Bandaríkjanna og starfaði í dómsmálaráðuneytinu. Hann kastaði samloku í bringu Greg Lairmore, sem hélt því fram við yfirheyrslu að samlokan hefði „sprungið“ yfir hann allan og hann hafi angað af sinnepi og lauk. Myndbönd og myndir af vettvangi sýndu þó að samlokan var enn vafin eftir að hún lenti á skotheldu vesti Lairmor og féll svo til jarðar. Myndband af samlokukastinu sjálfu sýnir að Dunn kastaði samlokunni af nokkru afli, eftir að hafa farið illum orðum um löggæslumennina. Atvikið naut á sínum tíma mikillar athygli vegna umfangsmikilla aðgerða starfsmanna Landamæraeftirlitsins og útsendarar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) víðsvegar um landið. Þeir hafa gengið hart fram í því að elta uppi fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Samlokukast Dunn varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Hann sagðist sjálfur hafa verið að mótmæla fasisma og aðgerðum Trump-liða gegn innflytjendum. Kviðdómendur snæddu samkvæmt NBC News á samlokum í dag á meðan þeir tóku sér nokkrar klukkustundir til að sýkna Dunn af lítilfjörlegu afbroti. Saksóknarar reyndu fyrst að ákæra Dunn fyrir árás á alríkisstarfsmann en meðlimir ákærudómstóls höfnuðu því. Mótmæli eða árás? Ákærudómstólar víðsvegar um Bandaríkin hafa hafnað því að ákæra þó nokkra vegna meintra árása á starfsmenn Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Jeanine Pirro, fyrrverandi sjónvarpskona á Fox og núverandi ríkissaksóknari, hefur lagt mikla áherslu á að ákæra fólk sem þykir hafa gengið of langt í mótmælum gegn starfsmönnum ráðuneytisins eða ráðist á þá. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Við réttarhöldin gegn Dunn kölluðu saksóknarar fram tvö vitni. Lairmore var annar þeirra og hinn var rannsóknarlögreglumaður sem varð vitni að samlokukastinu. Verjendur Dunn höfðu engin vitni en Dunn sagðist hafa kastað samlokunni í mótmælaskyni og til að laða löggæslumennina á brott. Í lokaávarpi sínu dró lögmaður Dunns verulega í efa að Lairmann hefði í raun talið sér ógnað. Benti hún því til stuðnings á að samstarfsfélagar hans hefðu gefið honum gríngjafir vegna atviksins. „Þeir eru að grínast vegna þessa og þeir slá á létta strengi við Lairmore,“ sagði hún. „Af hverju? Af því þeim finnst þetta fyndið.“ Saksóknarar báðu kviðdómendur um að hugsa ekki um viðhorf þeirra gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Þeir sögðu Dunn ekki hafa verið að mótmæla heldur hefði hann klárlega farið yfir strikið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira