Alríki fjármagnað út janúar 2026 Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. nóvember 2025 07:46 Trump hrósaði sigri í gær en um er að ræða skammgóðan vermi, þar sem frumvarpið gildir aðeins til loka janúar 2026. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í nótt nýtt frumvarp um fjármögnun alríkisins, hvers starfsemi hefur verið lömuð í yfir fjörtíu daga. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Demókrata hjuggu á hnútinn á dögunum og samþykktu frumvarp Repúblikana og í gærkvöldi var málið borið undir fulltrúadeildina, þar sem það var samþykkt. Forsetinn fékk það svo inn á sitt borð skömmu síðar og undirritaði. Trump sagði meðal annars við undirritunina að héðan í frá myndu ríkisstofnanir starfa með eðlilegum hætti en næstum ein og hálf milljón ríkisstarfsmanna hefur annað hvort setið heima í rúma fjörutíu daga án launatékka eða þeir verið látnir vinna launalaust. Meðal annars var farið að bera á seinkunum í farþegaflugi innanlands, þar sem flugumferðarstjóra fengu ekki borgað. Þá voru uppi miklar áhyggjur af því að mesta ferðahelgi Bandaríkjamanna, Þakkargjörðarhátíðin, myndi skapa öngþveiti á flugvöllum landsins. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni með 222 atkvæðum gegn 209. Nokkrir Demókratar gáfu eftir og greiddu atkvæði með málinu og settu þannig kröfur flokksins um framlengingu ákvæða „Obamacare“, sem renna að óbreyttu út í árslok, í uppnám. Trump sagði í gær að Repúblikanar hefðu sent skýr skilaboð; þeir myndu ekki láta undan hótunum Demókrata. Hakeem Jeffries, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeildinni, sagði hins vegar að baráttan væri rétt að byrja; annað hvort myndu Repúblikanar grípa til aðgerða í heilbrigðismálum eða tapa stórt í þingkosningunum á næsta ári. Lausn málsins nú er aðeins tímabundin, því frumvarpið heimilar aðeins fjárveitingar til alríkisins fram til loka janúar á næsta ári. Fyrir þann tíma þurfa þingmenn að sættast á nýtt frumvarp. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Nokkrir öldungadeildarþingmenn Demókrata hjuggu á hnútinn á dögunum og samþykktu frumvarp Repúblikana og í gærkvöldi var málið borið undir fulltrúadeildina, þar sem það var samþykkt. Forsetinn fékk það svo inn á sitt borð skömmu síðar og undirritaði. Trump sagði meðal annars við undirritunina að héðan í frá myndu ríkisstofnanir starfa með eðlilegum hætti en næstum ein og hálf milljón ríkisstarfsmanna hefur annað hvort setið heima í rúma fjörutíu daga án launatékka eða þeir verið látnir vinna launalaust. Meðal annars var farið að bera á seinkunum í farþegaflugi innanlands, þar sem flugumferðarstjóra fengu ekki borgað. Þá voru uppi miklar áhyggjur af því að mesta ferðahelgi Bandaríkjamanna, Þakkargjörðarhátíðin, myndi skapa öngþveiti á flugvöllum landsins. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni með 222 atkvæðum gegn 209. Nokkrir Demókratar gáfu eftir og greiddu atkvæði með málinu og settu þannig kröfur flokksins um framlengingu ákvæða „Obamacare“, sem renna að óbreyttu út í árslok, í uppnám. Trump sagði í gær að Repúblikanar hefðu sent skýr skilaboð; þeir myndu ekki láta undan hótunum Demókrata. Hakeem Jeffries, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeildinni, sagði hins vegar að baráttan væri rétt að byrja; annað hvort myndu Repúblikanar grípa til aðgerða í heilbrigðismálum eða tapa stórt í þingkosningunum á næsta ári. Lausn málsins nú er aðeins tímabundin, því frumvarpið heimilar aðeins fjárveitingar til alríkisins fram til loka janúar á næsta ári. Fyrir þann tíma þurfa þingmenn að sættast á nýtt frumvarp.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira