BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. nóvember 2025 07:35 Hér sést Trump í ræðunni afdrifaríku sem var klippt úr samhengi af fréttaskýringarþættinum Panorama. AP Photo/Jacquelyn Martin Breska ríkisútvarpið hefur nú beðið Donald Trump Bandaríkjaforseta formlega afsökunar á því að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum úr ræðu hans þann 6. janúar 2021 í fréttaskýringaþættinum Panorama með þeim afleiðingum að á forsetanum mátti skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna með beinum hætti. BBC hefur nú beðist afsökunar á þeim óvönduðu vinnubrögðum sem voru viðhöfð við klippingu á þættinum og þá er tekið fram að hann verði ekki sýndur aftur. Stofnunin hafnar hinsvegar þeirri kröfu Trumps að honum verði greiddar bætur vegna málsins. Forsetinn hefur farið fram á afsökunarbeiðni og að þátturinn verði dreginn til baka en að auki vill hann bætur vegna skaðans sem hann hafi orðið fyrir. Ef ekki verði orðið við þessum kröfum, segir lögmaður forsetans, ætlar hann í mál þar sem hann mun krefjast eins milljarðs Bandaríkjadala í bætur, eða um 127 milljarða íslenskra króna. Í viðtali við Fox fréttastöðina á dögunum sagði hann það beinlínis skyldu sína að höfða mál, BBC mætti ekki komast upp með að dreifa slíkum lygaáróðri. Málið hefur nú þegar leitt til þess að útvarpsstjóri BBC og fréttastjórinn hafa sagt af sér. Donald Trump Bretland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skyldu til að höfða mál gegn BBC vegna þess hvernig ræða hans 6. janúar 2021 var klippt í þætti ríkisútvarpsins. Hótunin um lögsókn þykir til marks um að herferð forsetans gegn fjölmiðlum og fyrirtækjum sem þóknast honum ekki sé nú komin út fyrir landsteinana. Þó nokkrir fjölmiðlar og fyrirtæki vestanhafs hafa lúffað fyrir honum og jafnvel greitt fúlgur fjár í sjóði sem tengjast honum. 12. nóvember 2025 23:01 Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu lögsókn upp á milljarð dollara fyrir að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum. Forstöðumaður og fréttastjóri miðilsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins. 10. nóvember 2025 23:20 Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands, segir blikur á lofti í breskum stjórnmálum. Sótt sé að stofnunum sem gegni lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi, þar á meðal fjölmiðlum á borð við BBC. Þótt fjölmiðillinn hafi gert mistök og sé ekki hafin yfir gagnrýni, sé markvisst reynt að grafa undan stofnuninni. Þá óttast Sturgeon mögulegt bakslag í kvennréttindabaráttunni en hún segir konur í leiðtogastöðum verða fyrir auknu aðkasti frá því sem var þegar hún var að hefja sinn leiðtogaferil í stjórnmálum. 10. nóvember 2025 20:53 Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði. 9. nóvember 2025 18:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
BBC hefur nú beðist afsökunar á þeim óvönduðu vinnubrögðum sem voru viðhöfð við klippingu á þættinum og þá er tekið fram að hann verði ekki sýndur aftur. Stofnunin hafnar hinsvegar þeirri kröfu Trumps að honum verði greiddar bætur vegna málsins. Forsetinn hefur farið fram á afsökunarbeiðni og að þátturinn verði dreginn til baka en að auki vill hann bætur vegna skaðans sem hann hafi orðið fyrir. Ef ekki verði orðið við þessum kröfum, segir lögmaður forsetans, ætlar hann í mál þar sem hann mun krefjast eins milljarðs Bandaríkjadala í bætur, eða um 127 milljarða íslenskra króna. Í viðtali við Fox fréttastöðina á dögunum sagði hann það beinlínis skyldu sína að höfða mál, BBC mætti ekki komast upp með að dreifa slíkum lygaáróðri. Málið hefur nú þegar leitt til þess að útvarpsstjóri BBC og fréttastjórinn hafa sagt af sér.
Donald Trump Bretland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skyldu til að höfða mál gegn BBC vegna þess hvernig ræða hans 6. janúar 2021 var klippt í þætti ríkisútvarpsins. Hótunin um lögsókn þykir til marks um að herferð forsetans gegn fjölmiðlum og fyrirtækjum sem þóknast honum ekki sé nú komin út fyrir landsteinana. Þó nokkrir fjölmiðlar og fyrirtæki vestanhafs hafa lúffað fyrir honum og jafnvel greitt fúlgur fjár í sjóði sem tengjast honum. 12. nóvember 2025 23:01 Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu lögsókn upp á milljarð dollara fyrir að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum. Forstöðumaður og fréttastjóri miðilsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins. 10. nóvember 2025 23:20 Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands, segir blikur á lofti í breskum stjórnmálum. Sótt sé að stofnunum sem gegni lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi, þar á meðal fjölmiðlum á borð við BBC. Þótt fjölmiðillinn hafi gert mistök og sé ekki hafin yfir gagnrýni, sé markvisst reynt að grafa undan stofnuninni. Þá óttast Sturgeon mögulegt bakslag í kvennréttindabaráttunni en hún segir konur í leiðtogastöðum verða fyrir auknu aðkasti frá því sem var þegar hún var að hefja sinn leiðtogaferil í stjórnmálum. 10. nóvember 2025 20:53 Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði. 9. nóvember 2025 18:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skyldu til að höfða mál gegn BBC vegna þess hvernig ræða hans 6. janúar 2021 var klippt í þætti ríkisútvarpsins. Hótunin um lögsókn þykir til marks um að herferð forsetans gegn fjölmiðlum og fyrirtækjum sem þóknast honum ekki sé nú komin út fyrir landsteinana. Þó nokkrir fjölmiðlar og fyrirtæki vestanhafs hafa lúffað fyrir honum og jafnvel greitt fúlgur fjár í sjóði sem tengjast honum. 12. nóvember 2025 23:01
Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu lögsókn upp á milljarð dollara fyrir að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum. Forstöðumaður og fréttastjóri miðilsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins. 10. nóvember 2025 23:20
Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands, segir blikur á lofti í breskum stjórnmálum. Sótt sé að stofnunum sem gegni lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi, þar á meðal fjölmiðlum á borð við BBC. Þótt fjölmiðillinn hafi gert mistök og sé ekki hafin yfir gagnrýni, sé markvisst reynt að grafa undan stofnuninni. Þá óttast Sturgeon mögulegt bakslag í kvennréttindabaráttunni en hún segir konur í leiðtogastöðum verða fyrir auknu aðkasti frá því sem var þegar hún var að hefja sinn leiðtogaferil í stjórnmálum. 10. nóvember 2025 20:53
Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði. 9. nóvember 2025 18:31