Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 12:03 Simon Kjær og fleiri þustu að Christian Eriksen eftir að hann féll allt í einu líflaus í grasið, í leik gegn Finnlandi á Parken, á EM 2021. Getty/ Martin Meissner Þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp og féll í grasið, í fyrsta leik Danmerkur á EM í fótbolta sumarið 2021, var liðsfélagi hans Simon Kjær einn þeirra sem komu fyrst að honum. Eriksen lifði af en atvikið hafði vitaskuld mikil áhrif á Kjær. Kjær ræddi um þetta í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport og sagði að leikurinn hefði orðið sinn síðasti ef Eriksen hefði dáið. Kjær lék hins vegar fótbolta áfram til ársins 2024, bæði með danska landsliðinu og AC Milan, áður en hann lagði skóna á hilluna. Kjær hughreysti meðal annars konu Eriksens á meðan að sjúkraflutningamenn björguðu lífi hans en var á sama tíma sjálfur í miklu áfalli. „Það breyttist allt. Ef Christian hefði ekki lifað af þá hefði ég ekki spilað aftur fótbolta. Ég skildi þarna að fótbolti er fótbolti, og lífið er lífið. Fótbolti er vinna og ástríða. Lífið er eitthvað annað,“ sagði Kjær. Leið furðulega þegar sjúkrabíll kom á leik sonarins „Ég hugsa ekki til baka en fyrir nokkrum dögum gerðist dálítið. Ég var á leik hjá syni mínum og þar fótbrotnaði strákur, og þá kom sjúkrabíll inn á völlinn. Þá leið mér furðulega en á meðan að það er í lagi með Christian þá er í lagi með mig,“ sagði Kjær. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og hefur getað haldið áfram að spila, þó að hann hafi ekki mátt spila áfram á Ítalíu vegna reglna þar í landi. Hann lék með Brentford, Manchester United og svo Wolfsburg, og er áfram leikmaður danska landsliðsins sem á fína möguleika á að komast beint á HM á næstu dögum. Simon Kjær er hættur að spila en Christian Eriksen er enn að og gæti farið með Danmörku á HM á næsta ári.Getty/Laurence Griffiths Kjær er hins vegar hættur að spila og situr nú í stjórn FC Midtjylland, félags Elíasar Rafns Ólafssonar landsliðsmarkvarðar. Áfallið á Parken 2021 mun eflaust alltaf fylgja honum. „Það hefur verið útskýrt fyrir mér að maður muni ekki allt sem á sér stað þegar maður lendir í svona áfalli. Við vorum 40 manneskjur þarna á vellinum og við munum öll þennan tíma saman. Núna veit ég ekki hvað eru mínar minningar og hvað ekki,“ sagði Kjær. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Kjær ræddi um þetta í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport og sagði að leikurinn hefði orðið sinn síðasti ef Eriksen hefði dáið. Kjær lék hins vegar fótbolta áfram til ársins 2024, bæði með danska landsliðinu og AC Milan, áður en hann lagði skóna á hilluna. Kjær hughreysti meðal annars konu Eriksens á meðan að sjúkraflutningamenn björguðu lífi hans en var á sama tíma sjálfur í miklu áfalli. „Það breyttist allt. Ef Christian hefði ekki lifað af þá hefði ég ekki spilað aftur fótbolta. Ég skildi þarna að fótbolti er fótbolti, og lífið er lífið. Fótbolti er vinna og ástríða. Lífið er eitthvað annað,“ sagði Kjær. Leið furðulega þegar sjúkrabíll kom á leik sonarins „Ég hugsa ekki til baka en fyrir nokkrum dögum gerðist dálítið. Ég var á leik hjá syni mínum og þar fótbrotnaði strákur, og þá kom sjúkrabíll inn á völlinn. Þá leið mér furðulega en á meðan að það er í lagi með Christian þá er í lagi með mig,“ sagði Kjær. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og hefur getað haldið áfram að spila, þó að hann hafi ekki mátt spila áfram á Ítalíu vegna reglna þar í landi. Hann lék með Brentford, Manchester United og svo Wolfsburg, og er áfram leikmaður danska landsliðsins sem á fína möguleika á að komast beint á HM á næstu dögum. Simon Kjær er hættur að spila en Christian Eriksen er enn að og gæti farið með Danmörku á HM á næsta ári.Getty/Laurence Griffiths Kjær er hins vegar hættur að spila og situr nú í stjórn FC Midtjylland, félags Elíasar Rafns Ólafssonar landsliðsmarkvarðar. Áfallið á Parken 2021 mun eflaust alltaf fylgja honum. „Það hefur verið útskýrt fyrir mér að maður muni ekki allt sem á sér stað þegar maður lendir í svona áfalli. Við vorum 40 manneskjur þarna á vellinum og við munum öll þennan tíma saman. Núna veit ég ekki hvað eru mínar minningar og hvað ekki,“ sagði Kjær.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira