Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 15:01 Marta Cox er besti leikmaður kvennalandsliðs Panama en forseti sambandsins var ósáttur með það að hún gagnrýndi aðbúnað landsliðsins. Getty/Sean M. Haffey Þetta ættu að vera frábærir dagar fyrir forseta knattspyrnusambands Panama en svo er nú ekki raunin og hann getur engum kennt um nema sjálfum sér. Aðeins nokkrum dögum eftir að Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla 2026 dæmdi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, forseta sambandsins í lengra bann fyrir að virða ekki fyrra bann sem var sett á hann fyrir að beita stjörnu kvennalandsliðsins fituskömmun. FIFA sagði að Manuel Arias væri í banni frá allri starfsemi tengdri fótbolta í sex mánuði, bann sem rennur út um fjórum vikum áður en heimsmeistaramótið hefst í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. #DeportesCri Manuel Arias, presidente de la Fepafut, ha sido suspendido de toda actividad relacionada con el fútbol durante seis meses y multado con 20.000 francos suizos por infringir el artículo 21 del Código Disciplinario de la FIFA (CDF), concretamente por no haber respetado… pic.twitter.com/CcsnAppZdU— Diario Critica.Pa (@criticaenlinea) November 21, 2025 Arias er þar með meinað að vera viðstaddur dráttinn fyrir heimsmeistaramótið þann 5. desember en dregið verður í Washington, D.C. í Bandaríkjunum. FIFA sagði að agadómarar sambandsins hefðu einnig lagt 25 þúsund Bandaríkjadala sekt á embættismanninn frá Panama fyrir að fara ekki að fyrri úrskurði siðanefndar sambandsins sem setti hann í sex mánaða bann fram í júlí. Engar nánari upplýsingar voru gefnar um hvernig hann braut bannið. Arias gaf í skyn að Marta Cox væri „feit“ eftir að hún gagnrýndi aðbúnað landsliðsins, sem komst á heimsmeistaramót kvenna 2023. Cox er fyrirliði og einn allra besti leikmaður kvennalandsliðsins og hefur skorað 26 mörk í 63 landsleikjum. Arias viðurkenndi síðan að þetta hafi verið óheppileg ummæli í mars 2024 en slapp þó ekki undan banni FIFA. Á meðan á fyrra sex mánaða banni hans stóð hefði Arias átt að vera fjarverandi á tveimur undankeppnisleikjum fyrir heimsmeistaramótið í júní og á Gullbikarnum í Bandaríkjunum sem stóð fram í júlí. Arias getur áfrýjað nýjustu viðurlögum FIFA. Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla með því að sigra El Salvador 3-0 á þriðjudag á meðan Súrínam, sem áður leiddi riðilinn, tapaði 3-1 í Gvatemala. El Comité de Ética de la Fifa volvió a suspender por seis meses al presidente de la Federación Panameña de Fútbol, FPF, Manuel Arias, por no cumplir con una sanción impuesta anteriormentehttps://t.co/Jl7bUF716a— Diario La República (@larepublica_co) November 22, 2025 HM 2026 í fótbolta Panama Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Sjá meira
Aðeins nokkrum dögum eftir að Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla 2026 dæmdi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, forseta sambandsins í lengra bann fyrir að virða ekki fyrra bann sem var sett á hann fyrir að beita stjörnu kvennalandsliðsins fituskömmun. FIFA sagði að Manuel Arias væri í banni frá allri starfsemi tengdri fótbolta í sex mánuði, bann sem rennur út um fjórum vikum áður en heimsmeistaramótið hefst í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. #DeportesCri Manuel Arias, presidente de la Fepafut, ha sido suspendido de toda actividad relacionada con el fútbol durante seis meses y multado con 20.000 francos suizos por infringir el artículo 21 del Código Disciplinario de la FIFA (CDF), concretamente por no haber respetado… pic.twitter.com/CcsnAppZdU— Diario Critica.Pa (@criticaenlinea) November 21, 2025 Arias er þar með meinað að vera viðstaddur dráttinn fyrir heimsmeistaramótið þann 5. desember en dregið verður í Washington, D.C. í Bandaríkjunum. FIFA sagði að agadómarar sambandsins hefðu einnig lagt 25 þúsund Bandaríkjadala sekt á embættismanninn frá Panama fyrir að fara ekki að fyrri úrskurði siðanefndar sambandsins sem setti hann í sex mánaða bann fram í júlí. Engar nánari upplýsingar voru gefnar um hvernig hann braut bannið. Arias gaf í skyn að Marta Cox væri „feit“ eftir að hún gagnrýndi aðbúnað landsliðsins, sem komst á heimsmeistaramót kvenna 2023. Cox er fyrirliði og einn allra besti leikmaður kvennalandsliðsins og hefur skorað 26 mörk í 63 landsleikjum. Arias viðurkenndi síðan að þetta hafi verið óheppileg ummæli í mars 2024 en slapp þó ekki undan banni FIFA. Á meðan á fyrra sex mánaða banni hans stóð hefði Arias átt að vera fjarverandi á tveimur undankeppnisleikjum fyrir heimsmeistaramótið í júní og á Gullbikarnum í Bandaríkjunum sem stóð fram í júlí. Arias getur áfrýjað nýjustu viðurlögum FIFA. Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla með því að sigra El Salvador 3-0 á þriðjudag á meðan Súrínam, sem áður leiddi riðilinn, tapaði 3-1 í Gvatemala. El Comité de Ética de la Fifa volvió a suspender por seis meses al presidente de la Federación Panameña de Fútbol, FPF, Manuel Arias, por no cumplir con una sanción impuesta anteriormentehttps://t.co/Jl7bUF716a— Diario La República (@larepublica_co) November 22, 2025
HM 2026 í fótbolta Panama Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Sjá meira