Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2025 16:02 Tryggvi var óstöðvandi á köflum. Vísir/Anton Brink Karlalandslið Íslands í körfubolta tók á móti Bretlandi í öðrum leik liðsins í undankeppni HM 2027 í dag. Eftir ágæta byrjun misstu Íslendingar taktinn og gengu Bretar á lagið. Strákarnir okkar mættu til landsins fullir af sjálfstrausti eftir að hafa lagt Ítali á útivelli í kostulegri víkings för fyrir helgi. Elvar Már Friðriksson lék Ítali grátt með frábærum leik og risinn Tryggvi Hlinason var drjúgur undir körfunni. Bretarnir mættu aftur á móti með súrt tap á bakinu. Þú vilt ekki mæta þessum gaur í dimmu húsasundi eða undir körfunni í þessum ham.Vísir/Anton Brink Þeir léku vel á móti Litháum á fimmtudaginn var og leiddu þegar mest lét með 18 stigum. Allt fór þó í skrúfuna hjá þeim í blálokin og tókst Litháum að skora tvo þrista á síðustu sekúndum leiksins og stela sigrinum. Elvar Már sagði í aðdraganda leiksins að okkar menn væru búnir að kortleggja Bretana vel og að þeir væru miklir íþróttamenn og áræðnir bæði varnar- og sóknarlega. Sú orð voru í tíma töluð því það sást strax í byrjun leiks að liðið var keyrt áfram af krafti og festu. Elvar keyrir á körfunaVísir/Anton Brink Leikurinn byrjaði með að því að liðin þreifuðu á hvort öðru. Skiptust á að skora og finna taktinn. Martin Hermannsson fór fyrir íslenska liðinu og áttu Bretarnir í mestu vandræðum með að stoppa hann. Í fyrsta leikhluta setti hann níu stig og var allt í öllu. Leikurinn var hnífjafn og staðan 17-17 í lok fyrsta leikhluta. Martin áður en ósköpin dundu yfir.Vísir/Anton Brink Í öðrum leikhluta kveiktu Bretarnir á díselvélinni. Þeir voru grimmari undir körfunni og okkar menn áttu erfitt með að setja skotin niður. Allt datt niður hjá þeim bresku og í hvert sinn sem við skoruðum körfu þá refsuðu þeir um hæl. Martin var áfram í stöðu lestarstjórans og keyrði upp teinana í hverri sókn. Ísland þurfti leiðtoga og það fengum við í kauða. Staðan í hálfleik var 35-43 og allt leit út fyrir að leikurinn yrði áfram jafn. Ísland andaði ofan í hálsmálið á Bretum og áhorfendur höfðu fengið alvöru leik. Barist var um hvern bolta og skemmtanagildið mikið. Tryggvi þrídekkaður en lætur það ekki á sig fáVísir/Anton Brink Atvik leiksins Í upphafi seinni hálfleiks mætti Haukur Helgi Pálsson til leiks með krafti. Hann setti niður þrist á fyrstu mínútunum og minnkaði muninn niður í fimm stig. Barátta okkar manna var mikil og það var góður bragur á okkar leik. Á 22. mínútu féll Martin Hermannsson í gólfið og þögn sló á Laugardalshöll. Það mátti heyra saumnál detta. Hann teygði illa á hnénu og þurfti að fara út af. Augnablikið sem breytti leiknum.Vísir/Anton Brink Eftir það misstu okkar menn hausinn og hvert skotið af öðru fór niður hjá Bretum. Þeir voru grimmari í öllum aðgerðum, rifu niður fráköstin og okkar menn duttu niður á hælana. Bretarnir refsuðu og refsuðu og keyrðu fram úr Íslendingunum. Þegar lokaflautið gall í þriðja leikhluta þá leiddu Bretarnir með 18 stigum. Sigurinn virtist vera þeirra og okkar menn að missa tökin. Allur slíkur bölmóður virtist þó vera óþarfur því íslenska liðið mætti með krafti til leiks í þeim fjórða. Þeir höfðu ekki lagt árar í bát og sóttu hart að körfunni. Ísland setti sex stig í röð og mómentið var með okkur. Tryggvi Hlinason barðist eins og ljón og hafði tekið við lestarstjórahlutverki Martins. Bretarnir bíta svo og bíta Adam var ekki lengi í paradís því Bretarnir risu upp af hælunum og refsuðu í hvert sinn. Alltaf þegar Ísland virtist eiga örlitla von þá svöruðu Bretarnir. Við minnkuðum þó muninn og það sást í vonarglætu. Elja okkar manna var til fyrirmyndar en Bretland var því miður og stór biti til að kyngja. Lokastaðan var því miður 84-90. Íslensku stjörnurnar Stjörnur Íslendinga voru Martin Hermannsson sem var allt í öllu hjá íslenska liðinu. Allur sóknarleikurinn fór í gegnum hann og réðu Bretarnir ekkert við hann. Við meiðslin hans þá kom hik á okkar menn og lestin keyrði leiðtogalaus á teinunum. Eftir smá bras þá stigu Haukur Helgi og Tryggvi Hlinason upp og keyrðu lestina í sameiningu það sem eftir var leiks. Haukur Helgi tók af skarið undir lokin.Vísir/Anton Brink Martin setti niður 18 stig. Tryggvi skoraði 17 stig og loks skoraði Haukur Helgi 14 stig. Fín frammistaða frá okkar mönnum en því miður var hinn rammíslenski slæmi kafli of langur. Dómarar Dómararnir áttu ágætis dag. Við litlu að kvarta þannig séð. Ávallt einhver vafaatriði sem hægt er að finna að en þau réðu engum úrslitum. Stemmning og umgjörð Stemmningin var frábær í Laugardalshöll. Þjóðin fyllti stúkuna og lét vel í sér heyra frá byrjun til enda. KKÍ á hrós skilið fyrir flotta umgjörð. Næstu leikir Íslands verða í febrúar og mars á næsta ári. Þá mætum við Litháum, fyrst heima og svo úti. Í júlí etja okkar menn svo kappi við Ítali og Breta. Hvert stig skiptir máli ef við komumst í sex liða milliriðil því stigin fljóta með. Það verður verðugt verkefni en við höfum trú á okkar mönnum. Síðast var Ísland aðeins einni körfu frá því að komast á HM og draumurinn um að komast á heimsmeistaramótið í Katar lifir enn. Viðtöl Haukur Helgi Pálsson og Craig Pedersen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. Lesa má svör þeirra í fréttinni hér að neðan. Marc Steutel: „Gríðarlega stoltur af liðinu“ Eftir sigur Bretlands var landsliðsþjálfarinn Marc Steutel augljóslega stoltur af sínum mönnum. Hann hrósaði íslenska liðinu fyrir mikla seiglu, lýsti baráttunni sem sveit hans þurfti að leggja í eftir svekkjandi tap á fimmtudaginn og sagði sigurinn í Reykjavík vera eitt af dýrmætustu augnablikum liðsins á undanförnum árum. „Ótrúlega stoltur af hópnum“ — virðing fyrir Íslandi og mikilvægt verkefni Steutel hóf viðtalið á að hrósa Íslandi fyrir baráttuna sem liðið sýndi, sérstaklega í fjórða leikhluta. „Ég er virkilega, virkilega, virkilega stoltur af hópnum mínum. En ég vil líka hrósa Íslandi fyrir mjög erfiðan leik og fyrir að gefast aldrei upp. Baráttan þeirra í fjórða leikhluta endurspeglar vel þá virðingu sem við berum fyrir þeim.“ Hann minnti líka á að Bretland hefði tapað báðum leikjunum gegn Íslandi árið 2014, og taldi sigurinn nú, ellefu árum síðar, bera vott um framfarir, nýtt lið og aukinn þroska. Hann sagðist sjá þroska í leik beggja liða. „Að koma hingað ellefu árum síðar með allt annað lið, sérstaklega eftir tapið á fimmtudaginn, og sýna þessa andlegu seiglu. Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Andleg barátta eftir „myrkan dag“ Þjálfarinn var hreinskilinn þegar hann ræddi tap Bretlands fyrr í vikunni. Hann viðurkenndi að dagurinn eftir hefði verið einstaklega þungur. „Ég er alltaf hreinskilinn. Fimmtudagurinn var mjög erfiður, persónulega einn myrkasti dagur sem ég hef upplifað sem þjálfari. Ég fann að frammistaðan átti skilið sigur — þó svo að við vitum að þannig virkar íþróttin ekki alltaf.“ Steutel sagði liðið hafa þurft að fara í gegnum opnar og heiðarlegar samræður og endurmeta hvernig nálgast skyldi leikinn á Íslandi. „Við náðum að ræða málin sem hópur. Við lyftum okkur upp, mættum sterkir á æfingu á föstudeginum og áttum frábæran undirbúning í gær. Þjálfarateymið lagði fram frábæra leikáætlun sem leikmennirnir framkvæmdu vel.“ Steutel sparaði ekki hrósið til Íslands og sagði bæði liðið og umgjörðina hér á landi krefjandi — á jákvæðan hátt. „Við vitum að Ísland er mjög vel æft lið, lítið land en stórt á alþjóðavettvangi. Þetta er erfiður staður til að spila og við vorum fullkomlega meðvituð um að þeir kæmu inn með mikið sjálfsöryggi eftir sigurinn í Ítalíu.“ „Við vissum að við þyrftum að stoppa Martin, Tryggva og Elvar“ Breska liðið náði að halda Tryggva Hlinasyni og Martin Hermannssyni betur í skefjum en mörg lið hafa gert. Að sögn Steutel var það lykilatriði í leikáætluninni. „Við vissum að Martin og Tryggvi væru að bera mikinn skorþunga af sóknarleik Íslands. Þeir skoruðu 51 stig ef ég man rétt í leiknum á Ítalíu, þannig að við þurftum að reyna að hægja á þeim.“ Steutel hrósaði varnarmönnum sínum fyrir að geta skipt um varnarleik eftir þörfum og teflt ólíkum leikmönnum á þá miðað við stöðuna hverju sinni. „Við gátum skipt á milli leikmanna, sent aðra líkamsgerðir á þá og haldið aga í varnarleiknum. Við vissum líka að við þyrftum að hægja á Elvari Má Friðrikssyni eftir frammistöðu hans á Ítalíu.“ Hann bætti við: „Við tókum þetta verkefni ekki léttvægt. Ísland er mjög agað og vel þjálfað lið. Okkur var ljóst að við þyrftum að vera á okkar besta stigi.“ Landslið karla í körfubolta HM 2027 í körfubolta
Karlalandslið Íslands í körfubolta tók á móti Bretlandi í öðrum leik liðsins í undankeppni HM 2027 í dag. Eftir ágæta byrjun misstu Íslendingar taktinn og gengu Bretar á lagið. Strákarnir okkar mættu til landsins fullir af sjálfstrausti eftir að hafa lagt Ítali á útivelli í kostulegri víkings för fyrir helgi. Elvar Már Friðriksson lék Ítali grátt með frábærum leik og risinn Tryggvi Hlinason var drjúgur undir körfunni. Bretarnir mættu aftur á móti með súrt tap á bakinu. Þú vilt ekki mæta þessum gaur í dimmu húsasundi eða undir körfunni í þessum ham.Vísir/Anton Brink Þeir léku vel á móti Litháum á fimmtudaginn var og leiddu þegar mest lét með 18 stigum. Allt fór þó í skrúfuna hjá þeim í blálokin og tókst Litháum að skora tvo þrista á síðustu sekúndum leiksins og stela sigrinum. Elvar Már sagði í aðdraganda leiksins að okkar menn væru búnir að kortleggja Bretana vel og að þeir væru miklir íþróttamenn og áræðnir bæði varnar- og sóknarlega. Sú orð voru í tíma töluð því það sást strax í byrjun leiks að liðið var keyrt áfram af krafti og festu. Elvar keyrir á körfunaVísir/Anton Brink Leikurinn byrjaði með að því að liðin þreifuðu á hvort öðru. Skiptust á að skora og finna taktinn. Martin Hermannsson fór fyrir íslenska liðinu og áttu Bretarnir í mestu vandræðum með að stoppa hann. Í fyrsta leikhluta setti hann níu stig og var allt í öllu. Leikurinn var hnífjafn og staðan 17-17 í lok fyrsta leikhluta. Martin áður en ósköpin dundu yfir.Vísir/Anton Brink Í öðrum leikhluta kveiktu Bretarnir á díselvélinni. Þeir voru grimmari undir körfunni og okkar menn áttu erfitt með að setja skotin niður. Allt datt niður hjá þeim bresku og í hvert sinn sem við skoruðum körfu þá refsuðu þeir um hæl. Martin var áfram í stöðu lestarstjórans og keyrði upp teinana í hverri sókn. Ísland þurfti leiðtoga og það fengum við í kauða. Staðan í hálfleik var 35-43 og allt leit út fyrir að leikurinn yrði áfram jafn. Ísland andaði ofan í hálsmálið á Bretum og áhorfendur höfðu fengið alvöru leik. Barist var um hvern bolta og skemmtanagildið mikið. Tryggvi þrídekkaður en lætur það ekki á sig fáVísir/Anton Brink Atvik leiksins Í upphafi seinni hálfleiks mætti Haukur Helgi Pálsson til leiks með krafti. Hann setti niður þrist á fyrstu mínútunum og minnkaði muninn niður í fimm stig. Barátta okkar manna var mikil og það var góður bragur á okkar leik. Á 22. mínútu féll Martin Hermannsson í gólfið og þögn sló á Laugardalshöll. Það mátti heyra saumnál detta. Hann teygði illa á hnénu og þurfti að fara út af. Augnablikið sem breytti leiknum.Vísir/Anton Brink Eftir það misstu okkar menn hausinn og hvert skotið af öðru fór niður hjá Bretum. Þeir voru grimmari í öllum aðgerðum, rifu niður fráköstin og okkar menn duttu niður á hælana. Bretarnir refsuðu og refsuðu og keyrðu fram úr Íslendingunum. Þegar lokaflautið gall í þriðja leikhluta þá leiddu Bretarnir með 18 stigum. Sigurinn virtist vera þeirra og okkar menn að missa tökin. Allur slíkur bölmóður virtist þó vera óþarfur því íslenska liðið mætti með krafti til leiks í þeim fjórða. Þeir höfðu ekki lagt árar í bát og sóttu hart að körfunni. Ísland setti sex stig í röð og mómentið var með okkur. Tryggvi Hlinason barðist eins og ljón og hafði tekið við lestarstjórahlutverki Martins. Bretarnir bíta svo og bíta Adam var ekki lengi í paradís því Bretarnir risu upp af hælunum og refsuðu í hvert sinn. Alltaf þegar Ísland virtist eiga örlitla von þá svöruðu Bretarnir. Við minnkuðum þó muninn og það sást í vonarglætu. Elja okkar manna var til fyrirmyndar en Bretland var því miður og stór biti til að kyngja. Lokastaðan var því miður 84-90. Íslensku stjörnurnar Stjörnur Íslendinga voru Martin Hermannsson sem var allt í öllu hjá íslenska liðinu. Allur sóknarleikurinn fór í gegnum hann og réðu Bretarnir ekkert við hann. Við meiðslin hans þá kom hik á okkar menn og lestin keyrði leiðtogalaus á teinunum. Eftir smá bras þá stigu Haukur Helgi og Tryggvi Hlinason upp og keyrðu lestina í sameiningu það sem eftir var leiks. Haukur Helgi tók af skarið undir lokin.Vísir/Anton Brink Martin setti niður 18 stig. Tryggvi skoraði 17 stig og loks skoraði Haukur Helgi 14 stig. Fín frammistaða frá okkar mönnum en því miður var hinn rammíslenski slæmi kafli of langur. Dómarar Dómararnir áttu ágætis dag. Við litlu að kvarta þannig séð. Ávallt einhver vafaatriði sem hægt er að finna að en þau réðu engum úrslitum. Stemmning og umgjörð Stemmningin var frábær í Laugardalshöll. Þjóðin fyllti stúkuna og lét vel í sér heyra frá byrjun til enda. KKÍ á hrós skilið fyrir flotta umgjörð. Næstu leikir Íslands verða í febrúar og mars á næsta ári. Þá mætum við Litháum, fyrst heima og svo úti. Í júlí etja okkar menn svo kappi við Ítali og Breta. Hvert stig skiptir máli ef við komumst í sex liða milliriðil því stigin fljóta með. Það verður verðugt verkefni en við höfum trú á okkar mönnum. Síðast var Ísland aðeins einni körfu frá því að komast á HM og draumurinn um að komast á heimsmeistaramótið í Katar lifir enn. Viðtöl Haukur Helgi Pálsson og Craig Pedersen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. Lesa má svör þeirra í fréttinni hér að neðan. Marc Steutel: „Gríðarlega stoltur af liðinu“ Eftir sigur Bretlands var landsliðsþjálfarinn Marc Steutel augljóslega stoltur af sínum mönnum. Hann hrósaði íslenska liðinu fyrir mikla seiglu, lýsti baráttunni sem sveit hans þurfti að leggja í eftir svekkjandi tap á fimmtudaginn og sagði sigurinn í Reykjavík vera eitt af dýrmætustu augnablikum liðsins á undanförnum árum. „Ótrúlega stoltur af hópnum“ — virðing fyrir Íslandi og mikilvægt verkefni Steutel hóf viðtalið á að hrósa Íslandi fyrir baráttuna sem liðið sýndi, sérstaklega í fjórða leikhluta. „Ég er virkilega, virkilega, virkilega stoltur af hópnum mínum. En ég vil líka hrósa Íslandi fyrir mjög erfiðan leik og fyrir að gefast aldrei upp. Baráttan þeirra í fjórða leikhluta endurspeglar vel þá virðingu sem við berum fyrir þeim.“ Hann minnti líka á að Bretland hefði tapað báðum leikjunum gegn Íslandi árið 2014, og taldi sigurinn nú, ellefu árum síðar, bera vott um framfarir, nýtt lið og aukinn þroska. Hann sagðist sjá þroska í leik beggja liða. „Að koma hingað ellefu árum síðar með allt annað lið, sérstaklega eftir tapið á fimmtudaginn, og sýna þessa andlegu seiglu. Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Andleg barátta eftir „myrkan dag“ Þjálfarinn var hreinskilinn þegar hann ræddi tap Bretlands fyrr í vikunni. Hann viðurkenndi að dagurinn eftir hefði verið einstaklega þungur. „Ég er alltaf hreinskilinn. Fimmtudagurinn var mjög erfiður, persónulega einn myrkasti dagur sem ég hef upplifað sem þjálfari. Ég fann að frammistaðan átti skilið sigur — þó svo að við vitum að þannig virkar íþróttin ekki alltaf.“ Steutel sagði liðið hafa þurft að fara í gegnum opnar og heiðarlegar samræður og endurmeta hvernig nálgast skyldi leikinn á Íslandi. „Við náðum að ræða málin sem hópur. Við lyftum okkur upp, mættum sterkir á æfingu á föstudeginum og áttum frábæran undirbúning í gær. Þjálfarateymið lagði fram frábæra leikáætlun sem leikmennirnir framkvæmdu vel.“ Steutel sparaði ekki hrósið til Íslands og sagði bæði liðið og umgjörðina hér á landi krefjandi — á jákvæðan hátt. „Við vitum að Ísland er mjög vel æft lið, lítið land en stórt á alþjóðavettvangi. Þetta er erfiður staður til að spila og við vorum fullkomlega meðvituð um að þeir kæmu inn með mikið sjálfsöryggi eftir sigurinn í Ítalíu.“ „Við vissum að við þyrftum að stoppa Martin, Tryggva og Elvar“ Breska liðið náði að halda Tryggva Hlinasyni og Martin Hermannssyni betur í skefjum en mörg lið hafa gert. Að sögn Steutel var það lykilatriði í leikáætluninni. „Við vissum að Martin og Tryggvi væru að bera mikinn skorþunga af sóknarleik Íslands. Þeir skoruðu 51 stig ef ég man rétt í leiknum á Ítalíu, þannig að við þurftum að reyna að hægja á þeim.“ Steutel hrósaði varnarmönnum sínum fyrir að geta skipt um varnarleik eftir þörfum og teflt ólíkum leikmönnum á þá miðað við stöðuna hverju sinni. „Við gátum skipt á milli leikmanna, sent aðra líkamsgerðir á þá og haldið aga í varnarleiknum. Við vissum líka að við þyrftum að hægja á Elvari Má Friðrikssyni eftir frammistöðu hans á Ítalíu.“ Hann bætti við: „Við tókum þetta verkefni ekki léttvægt. Ísland er mjög agað og vel þjálfað lið. Okkur var ljóst að við þyrftum að vera á okkar besta stigi.“