Erlent

Rann­saka tengsl skotárásarinnar við annað morð

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögregla skyndilega aflýsti blaðamannafundi í dag.
Lögregla skyndilega aflýsti blaðamannafundi í dag. EPA

Lögreglan í Bandaríkjunum hefur gefið út handtökuskipun á hendur einstaklingi grunaður um skotárás í Brown-háskólanum. Tveir létust í skotárásinni og níu særðust. Til rannsóknar er að skotárásin tengist öðru morði.

Á mánudag fór einstaklingur inn í Brown-háskóla, einn elsta og virtasta háskóla Bandaríkjanna, og skaut yfir fjörutíu sinnum úr skammbyssu. Ella Cook, annars árs nemi frá Alabama, og Mukhammad Aziz Umurzokov, úsbeskur-bandarískur fyrsta árs nemi, létu bæði lífið í árásinni.

Einn var handtekinn á vettvangi en hann síðar látinn laus og greint frá að morðinginn gangi enn laus. Lögregla leitar nú að tilteknum einstaklingi en hefur ekki greint frá hvert nafn viðkomandi er. Einnig er leitað að bíl sem sá grunaði er talinn hafa tekið á leigu. 

Lögreglan skoðar tengsl skotárásarinnar í háskólanum þá við morðið á Nuno F Gomes Loureiro, 47 ára prófessor frá Portúgal, sem var skotinn til bana á heimili sínu á mánudag. Heimili hans er um áttatíu kílómetra frá háskólanum.

Blaðamannafundi sem halda átti í dag var skyndilega aflýst en í staðinn tilkynnti lögreglan að hún hefði til rannsóknar tengsl skotárásarinnar við morðið á Nuno F Gomes Loureiro, 47 ára prófessors frá Portúgal. Hann var skotinn til bana á heimili sínu á mánudag, um áttatíu kílómetrum frá háskólanum samkvæmt BBC. Alríkisyfirvöld höfðu áður sagt að engin tengsl væru á milli morðanna.

Á miðvikudag birtu lögregluyfirvöld ljósmynd af einstaklingi sem þau telja að hafi verið í nálægð við hinn grunaða. Þau óskuðu eftir því að viðkomandi myndi hafa samband við lögreglu. 

Almenningur hefur lýst yfir gremju yfir því að rannsókn skotárásarinnar hafi borið lítinn árangur. Alríkislögreglan hefur boðið fimmtíu þúsund dollara, tæpar 6,3 milljónir króna, í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiði til þess að hinn grunaði verði handtekinn og sakfelldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×